A-Húnavatnssýsla

Loftslagsverkfall á Blönduósi

Nemendur í 7. og 8. bekk Blönduskóla slepptu skóla klukkan 11:00 í morgun til að gera uppreisn gegn loftslagsbreytingum ásamt öðrum nemendum og starfsfólki skólans, eins og segir á heimasíðu Blönduskóla.
Meira

Viðburðastjórnun sem valgrein í Höfðaskóla

Á þessu skólaári er boðið uppá viðburðarstjórnun sem valgrein á unglingastigi í Höfðaskóla á Skagaströnd. Fyrsti viðburður vetrarins var sl. miðvikudag þegar unglingarnir héldu spila- og leikjakvöld fyrir nemendur í 5. - 7. bekk. Kvöldið þótti heppnast vel og voru allir himinlifandi með þetta uppábrot, eftir því sem fram kemur á vef skólans.
Meira

Sjálfsákvörðunarréttur sveitarfélaga skuli virtur

Sveitarstjórn Skagastrandar ræddi á fundi sínum í gær um fyrirhugaða lögþvingaða sameiningu sveitarfélaga í landinu. Hvetur sveitarstjórn Alþingi til þess að virða sjálfsákvörðunarrétt sveitarfélaga og íbúa landsins og hafna með öllu tillögum um lögþvingaðar sameiningar sveitarfélaga. Telur sveitarstjórn að tillagan gangi þvert gegn vilja mikils meirihluta þeirra sveitarfélaga sem lögþvinguninni er ætlað að ná til en sé engu að síður kynnt sem vilji sveitarstjórnarstigsins í heild.
Meira

Opið hús í Nes listamiðstöð

Nes listamiðstöð á Skagaströnd verður með opið hús í dag, fimmtudag 26. september, milli klukkan 16 og 18. Á dagskránni verður opnunarhátíð fyrir nýtt varanlegt listaverk sem er gjöf til Skagastrandar, búið til af Rainer Fest. Hefst hún stundvíslega klukkan 16.
Meira

Nýr kaffidrykkur frá KS

Mjólkursamlag KS í samstarfi við Te & Kaffi hefur sett á markað markað nýjan kaldbruggaðan kaffidrykk undir nafninu Íslatte. Drykkurinn er sá fyrsti sinnar tegundar sem framleiddur er hér á landi úr kaffibaunum frá Te og kaffi og íslenskri mjólk og þróaður í samvinnu við kaffisérfræðinga Te og kaffi.
Meira

Kröfuganga gegn loftslagsbreytingum

Á morgun, föstudaginn 27. september klukkan 11:00, ætla nemendur 7. og 8. bekkjar í Blöndskóla að gera uppreisn gegn loftslagsbreytingum. Það hyggjast þeir gera með því að sleppa því að mæta í skólann og fara í kröfugöngu. Með þessu eru krakkarnirað feta í fótspor sænska aðgerðasinnans Gretu Thunberg sem hefur nú í rúmt ár farið í skólaverkfall á föstudögum í þeim tilgangi að berjast gegn loftslagbreytingum.
Meira

Gullskórinn afhentur í Blönduskóla

Átaksverkefninu Göngum í skólann, sem hófst 9. september, lauk sl. föstudag en markmið þess eru að hvetja börn til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni þeirra til að ferðast á öruggan hátt í umferðinni. Á heimasíðu Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, sem er einn þeirra aðila sem að verkefninu stendur, segir að ein einfaldasta leiðin til að auka hreyfingu í daglegu lífi sé að velja virkan ferðamáta, svo sem göngu, hjólreiðar, hlaup, línuskauta eða hjólabretti og ávinningurinn felist ekki aðeins í andlegri og líkamlegri vellíðan heldur sé þetta einnig umhverfisvæn og hagkvæm leið til að komast á milli staða.
Meira

Hefur þú áhuga á að virkja lækinn þinn?

Til stendur hjá SSNV að auglýsa eftir umsóknum í næsta skref rannsókna á hagkvæmni smávirkjana á Norðurlandi vestra, kallað Skref 2. Tilgangur smávirkjanasjóðs Norðurlands vestra er að styrkja fyrstu skrefin í rannsóknum á mögulegum rennslisvirkjunum undir 10 MW að stærð á Norðurlandi vestra.
Meira

Starir leigja Blöndu og Svartá

Ákveðið var á fundi í veiðifélagi Blöndu og Svartár í gærkvöldi að gengið skyldi til samninga veiðifélagið Starir um leigu á laxveiði í Blöndu og Svartá að því að hermt er á veiðivefnum Vötn og veiði. Þar segir að samkvæmt tilboði Stara verði samið til fimm ára og samkvæmt góðum, en þó ónafngreindum heimildum, sé leiguverð í námunda við 60 milljónir. Veiðifélagið Starir leigir m.a. Þverá/Kjarrá, Víðidalsá, Brennuna, Straumana, Litlu-Þverá og Langadalsá við Djúp.
Meira

Fjölbrautaskólinn mikilvægur á Norðurlandi vestra

Haldið var upp á 40 ára afmæli Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra síðasta laugardag og var öllum velunnurum skólans boðið til afmælisdagskrár á sal Bóknámshússins. Í tilefni tímamótanna fékk skólinn 10 milljón að gjöf frá KS. Að lokinni dagskrá var boðið upp á opið hús í öllu húsnæði skólans.
Meira