A-Húnavatnssýsla

HÚNAVAKA : „Það verður ekki auðvelt að velja“

Nú er það Maríanna Þorgrímsdóttir sem rabbar við Feyki um Húnavöku. „Ég bý á Holti á Ásum og þessa dagana er ég nú bara í sumarfríi,“ segir hún þegar spurt er um heimilisfang og stöðu. „Ég ætla að steikja vöfflur að Sunnubraut 4 í Vilkó Vöfluröltinu á föstudaginn, annað er svo sem ekki ákveðið en það er svo margt í boði í ár að það verður ekki auðvelt að velja.“
Meira

Húnvetningar með sigurmark í seiglutíma

Það voru ekki bara Stólarnir sem komust í átta liða úrslit Fotbolti.net bikarsins í gærkvöldi því lið Kormáks/Hvatar hafði betur gegn liði Árbæjar á Domusnovavellinum eftir dramatík og markaveislu. Húnvetningar voru yfir 1-3 í hálfleik en heimamenn náðu að jafna í blálokin en víti í bláblálokin tryggði Kormáki/Hvör framhaldslíf í keppninni. Lokatölur 3-4.
Meira

Leik og sprell á Króknum

„Leik og Sprell er söng- og leiklistarnámskeið sem ferðast vítt og breitt um landið og er opið fyrir börn og unglinga á aldrinum 6-13 ára. Allir fá tækifæri til að syngja, leika og sprella,“ segir í tilkynningu á Facebook. Námskeiðið verður í boði á Sauðárkróki dagana 28. júlí til 1. ágúst frá kl. 9-12.
Meira

Það er örugglega allt þokunni að þakka

Í fréttum í vikunni var sagt frá því að varað væri við bikblæðingum um land allt. Þegar umferðarkort Vegagerðarinnar er skoðið þá lítur út fyrir, í það minnsta í dag, að engar bikblæðingar geri ökuþórum lífið leitt á Norðurlandi vestra. Eingöngu er varað við steinkasti í Blönduhlíðinni í Skagafirði en þar hefur verið unnið að því að leggja klæðingu á smá kafla á þjóðvegi 1.
Meira

Húnavaka, gleði og fjör

Hin árlega Húnavaka verður haldin á Blönduósi um næstu helgi. Mikið verður um dýrðir og margt í boði. Feykir hafði samband við Kristínu Ingibjörgu Lárusdóttur, Menningar- og tómstundarfulltrúa á Blönduósi og lagði fyrir hana nokkrar spurningar.
Meira

HÚNAVAKA : „Mikið af öllu því góða!“

Það styttist í Húnavöku og Feykir tekur púlsinn á nokkrum útvöldum. Nú er það Hrefna Björg Ásmundsdóttir, verslunarstjóri í Kjörbúðinni sem svarar nokkrum laufléttum Húnavökuspurningum en Hrefna býr á Skúlabraut á Blönduósi ásamt sínum manni og þremur börnum.
Meira

„Ganga að öllu leyti í hans stað“ | Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Fullyrðingar um að Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins og sjötti varaforseti Alþingis, hafi á einhvern hátt farið gegn lögum og jafnvel stjórnarskrá lýðveldisins þegar hún frestaði þingfundi rétt fyrir miðnætti 9. júlí síðastliðinn standast alls enga skoðun. Þvert á móti kemur skýrt fram í 8. grein þingskaparlaga: „Í forföllum forseta ganga varaforsetar að öllu leyti í hans stað.“ Þar með talið þegar kemur að því að fresta þingfundum.
Meira

Alls urðu 35 af 131 frumvarpi að lögum

Þá eru þingmenn loks komnir í sumarfrí en eftir að forseti Alþingis virkjaði kjarnorkuákvæðið sl. föstudag var samið um þinglok og var þingfundum 156. löggjafarþings því frestað í gær, þann 14. júlí. Þingið var að störfum frá 4. febrúar til 14. júlí 2026. Á síðasta degi var veiðigjaldafrumvarp Hönnu Katrínar atvinnuvegaráðherra loks samþykkt en um það hefur staðið mikill styr eins og hefur sennilega ekki farið framhjá nokkrum manni.
Meira

HÚNAVAKA : Verðlauna sviðasulta frá SAH og sinnep

Feykir plataði Héðinn Sigurðsson til að svara nokkrum laufléttum spurningum varðandi Húnavökuna en hann mætir til leiks í einu auglýstra atriða bæjarhátíðarinnar. Héðinn býr í Kringlunni/Melabraut í Reykjavík fyrir sunnan og starfar sem heimilislæknir.
Meira

Vakin er athygli á að opið er fyrir umsóknir um styrki úr Samfélagssjóði Landsvirkjunar til 31. júlí

Samfélagssjóður úthlutar að hámarki 12 milljónum króna í þremur úthlutunum. Að jafnaði eru styrkir á bilinu 100 til 500 þúsund og aldrei hærri en ein milljón króna. Stefna sjóðsins er að styðja verkefni sem hafa breiða samfélagslega skírskotun og lögð er sérstök áhersla á verkefni sem hafa jákvæð áhrif á nærsamfélag fyrirtækisins, sem landshlutinn okkar sannarlega er. Tekið er á móti umsóknum allt árið en úthlutað er úr sjóðnum þrisvar sinnum á ári.
Meira