A-Húnavatnssýsla

Les Alla Nalla og tunglið fyrir barnabörnin gegnum Skype

Sigríður Bjarney Aadnegard svaraði spurningum Bók-haldsins í 32. tbl. Feykis árið 2018. Sigríður hefur búið á Blönduósi frá barnsasldri og starfað þar lengst af, fyrst sem leikskólakennari en síðar sem grunnskólakennari og aðstoðarskólastjóri. Nú er hún að hefja sitt áttunda ár sem skólastjóri við Húnavallaskóla. Hún hefur alltaf verið áhugasömum lestur og segist hafa lært að lesa með því að fylgjast vel með þegar bróðir hennar, tveimur árum eldri, lærði þá list. Frá því að Sigríður var fimm ára og las Gagn og gaman spjaldanna á milli hefur hún farið höndum um allnokkrar bækur, bæði til eigin ánægjuauka og einnig segir hún að áhugasviðið í námi hennar til kennsluréttinda hafi verið læsi og lestrarkennsla. „Áhugi á bóklestri hefur þó sveiflast,“ segir Sigríður, „það hafa verið tímabil sem ég hef lítið lesið en með aldrinum gef ég lestri og bókagrúski meiri tíma.“ Sigríður á tvö barnabörn sem búa erlendis. „Við notum Skype mikið til samskipta sem er dásamleg uppfinning fyrir ömmur, ég kalla mig stundum ömmu-Skype,“ segir Sigríður sem les stundum fyrir barnabörnin í gegnum Skype og hefur bók Vilborgar Dagbjartsdóttur, Alli Nalli og tunglið, verið afar vinsæl í þeim sögustundum.
Meira

BBQ kjúlli og Rice Crispies

Róar Örn Hjaltason og Þuríður Valdimarsdóttir voru matgæðingar vikunnar í 27. tbl Feykis 2017. Þau búa á bænum Hamraborg í Hegranesi sem þau keyptu sumarið áður þegar þau fluttu heim frá Noregi. Róar er uppalinn á Sauðárkróki og Þuríður er frá bænum Helguhvammi á Vatnsnesi. Hún er sjúkraliði og vinnur á Dvalarheimilinu á Sauðárkróki og Róar er vélvirki og vinnur á Vélaverkstæði KS. Þau gáfu okkur sýnishorn af uppáhaldsuppskriftunum sínum; skötusel sem er mjög góður sem forréttur, BBQ kjúklingi og Rice Crispies. „Annars á ég mjög erfitt með að fylgja einni uppskrift, ég þarf alltaf að bæta þær eitthvað eða skella tveimur til þremur uppskriftum saman svo ég á ekki margar uppskriftir,“ segir Þuríður.
Meira

Ný umferðarlög samþykkt frá Alþingi

Ný umferðarlög voru samþykkt á Alþingi í júní sl. og fela þau í sér mörg veigamikil nýmæli og breytingar á fyrri löggjöf. Meginmarkmið laganna er að vernda líf og heilsu vegfarenda með auknu umferðaröryggi þar sem jafnræðis er gætt milli vegfarenda. Nýju lögin nr. 77/2019 munu taka gildi um næstu áramót eða 1. janúar 2020.
Meira

Arkarinn Eva á ferð um Skagafjörð og Húnavatnssýslur

Arkarinn Eva, 16 ára stúlka sem þessa dagana er að ganga hringinn í kringum Ísland til styrktar Barnaspítalanum, er nú komin í Skagafjörðinn. Hún leggur af stað frá Varmahlíð í dag og mun ganga í gegnum Blönduós á morgun.
Meira

Heilmikil dagskrá á Húnavöku

Mikið verður um að vera á Blönduósi nú um helgina en bæjar- og fjölskylduhátíðin Húnavaka hófst í gær og stendur fram á sunnudag. Dagskrá hátíðarinnar er afar fjölbreytt og ættu allar kynslóðir að geta fundið sér eitthvað til skemmtunar.
Meira

Leikhópurinn Lotta með sýningu á Blönduósi í kvöld og Sauðárkróki á morgun

Í kvöld klukkan 18:00 verður sýning á Káratúni á Blönduósi og á morgun klukkan 11:00 verður sýningin í Litla skógi á Sauðárkróki.
Meira

Laxveiðin enn dræm

Enn er veiði dræm í laxveiðiám landsins þó vætutíð undanfarinna daga hafi vakið vonir um að eitthvað fari nú að rætast úr. Heildarveiðin á Norðurlandi vestra er nú komin í 881 fiska en var 1954 á sama tíma í fyrra.
Meira

Leikir helgarinnar í boltanum

Um helgina munu fara fram þrír leikir í boltanum. Einn á föstudagskvöldið og tveir á laugardaginn.
Meira

Brúin yfir Blöndu verður lokuð vegna viðgerðar

Hér fyrir neðan má sjá tilkynningu frá vegagerðinni.
Meira

Tveggja bíla árekstur við Húnsstaði

Tveggja bíla árekstur varð við bæinn Húnsstaði í Húnavatnshreppi upp úr klukkan ellefu í morgun. Kona sem var farþegi í öðrum bílnum var flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar á slysadeild Landspítalans í Fossvogi. Samkvæmt upplýsingum lögreglu var konan með höfuðáverka en ekki þungt haldin.
Meira