A-Húnavatnssýsla

Opinber störf á landsbyggðinni

Varnir, vernd og viðspyrna er yfirskrift á aðgerðaáætlun stjórnvalda við þeirri stöðu sem við stöndum frammi fyrir. Það er mikilvægt hverju samfélagi að halda uppi þéttu og fjölbreyttu atvinnulífi. Það er svo sannlega tími til að virkja þann mikla mannauð sem býr í landsmönnum. Við höfum allt til staðar, viljann, mannauðinn og tæknina. Samgöngur fara batnandi og með allt þetta að vopni náum við viðspyrnu um allt land.
Meira

Vilja uppræta fátækt

Samtök launafólks sýndu í verki að þau standa með Öryrkjabandalagi Íslands en í gær undirrituðu Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ, Drífa Snædal, forseti ASÍ, Sonja Þorbergsdóttir, formaður BSRB, Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM og Ragnar Þór Pétursson, formaður KÍ, yfirlýsingu og kröfur um bættan hag öryrkja.
Meira

Naglana burt!

Lögreglan á Norðurlandi vestra minnir á að nú er svo sannarlega kominn tími til að skipta yfir á sumardekkin en byrjað verður að sekta fyrir notkun negldra hjólbarða eftir morgundaginn. Í tilkynningu á Facebooksíðu Lögreglunnar á Norðurlandi vestra segir:
Meira

Sundstaðir opna á ný

Það er engin spurning að margir hafa glaðst í morgun þegar sundlaugar landsins opnuðu á ný eftir átta vikna lokun. Flestar sundlaugar á Norðurlandi vestra tóku á móti gestum árla morguns, aðrar verða opnaðar síðar í dag en Blönduósingar þurfa þó að bíða enn um sinn þar sem ekki tókst að ljúka viðhaldi á sundlaugarsvæðinu í tæka tíð.
Meira

Bíll eyðilagðist í eldi á Svínvetningabraut

Eldur kviknaði í bíl á Svínvetningabraut rétt við bæinn Kagaðarhól í gær. Enginn slasaðist í eldinum. Lögreglu og slökkvilið fengu tilkynningu eld í tengitvinnbíl um klukkan hálf þrjú og var mikill eldur og reykur var í bílnum.
Meira

Fjölgaði um 60 manns á Norðurlandi vestra á fimm mánaða tímabili

Íbúum Norðurlands vestra hefur fjölgað um 60 frá 1. desember sl. og eru nú orðnir alls 7387 talsins sem gerir fjölgun upp á 0,8%. Fjölgun varð í öllum sveitarfélögunum á svæðinu utan eins, samkvæmt samantekt Þjóðskrár Íslands.
Meira

Síld í kápu - leiðrétt uppskrift

Í nýjasta tölublaði Feykis, 19. tbl. 2020, birtist uppskrift að girnilegu síldarsalati sem kallast „Síld í kápu". Svo illa vildi til að villa slæddist með í upphafi uppskriftarinnar þar sem gefinn er upp hvítur fiskur. Hið rétta er að enginn hvítur fiskur á að vera í salatinu og eru lesendur beðnir velvirðingar á því. Hér birtist uppskriftin eins og hún á að vera:
Meira

Sumarstörf fyrir námsmenn á Skagaströnd

Sveitarfélagið Skagaströnd auglýsir til umsóknar þrjú sumarstörf fyrir námsmenn 18 ára og eldri. Eru störfin hluti af atvinnuátaki sveitarfélagsins í samstarfi við Vinnumálastofnun til þess að fjölga tímabundið störfum fyrir námsmenn vegna Covid-19.
Meira

Samfélagssáttmáli

Almannavarnir og Embætti landlæknis hafa gefið út samfélagssáttmála. Í honum er minnt er á að framhald á góðum árangri gegn COVID-19 kórónavírusnum er í okkar höndum. Einnig eru ítrekuð nokkur atriði sem við þurfum öll að hafa í huga til að verjast veirunni s.s. að þvo hendur og sótthreinsa og halda tveggja metra fjarlægð.
Meira

Telja að ferðaþjónustufyrirtækin sín komist í gegnum Covid-19 ástandið

Ferðaþjónustufyrirtæki á Norðurlandi telja að þau muni komast í gegnum það ástand sem Covid-19 veirufaraldurinn hefur skapað og ætla að vera með opið hjá sér í sumar. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar sem Markaðsstofa Norðurlands gerði í byrjun maí. Meirihluti þeirra er að nýta úrræði ríkisstjórnarinnar, þar af eru flest þeirra að nýta hlutabótaleiðina.
Meira