A-Húnavatnssýsla

Nýjar sýningar opna í Áshúsi í Glaumbæ

Nú er sumarvertíðin hafin hjá Byggðasafni Skagfirðinga. Sumarstarfsfólk er að tínast inn til starfa og fjör að færast yfir safnsvæðið. Árstíðaskiptunum fylgja alltaf ný verkefni, sumarið er að sumu leyti uppskeruhátíð eftir vetrarverkin hjá Byggðasafni Skagfirðinga, en veturinn hefur að snúist um yfirferð sýninga á safnsvæðinu.
Meira

Bjórhátíðin heppnaðist með ágætum

Bjórhátíðin á Hólum 2024 var sú tólfta í röðinni og heppnaðist hún með ágætum. Þó nokkur hópur fólks lagði leið sína til Hóla í Hjaltadal til að taka þátt í hátíðinni og kynna sér innlenda bjórframleiðslu.
Meira

Lengi lifi brúðuleikhús!

Brúðulistahátíðin HIP FEST 2024 (Hvammstangi International Puppetry Festival) verður haldin á Hvammstanga dagana 21.-23. júní. Hátíðin er haldin annað hvert ár en þetta mun vera í fjórða skiptið sem hátíðin fer fram. Áhugasamir geta tekið þátt í námskeiðum, notið sýninga, samverustunda og alls sem tengist brúðuleik.
Meira

Gjöf allra landsmanna mætt í Húnabyggð og Húnaþing vestra

Í tilefni af því að Íslenska lýðveldið var stofnað á Þingvöllum þann 17. júní 1944 og fagnar því 80 ára afmæli á árinu ákvað forsætisráðuneytið, í samvinnu við Forlagið, að gefa út bókina Fjallkonan. Þú ert móðir vor kær, sem verður gjöf til landsmanna og dreift um allt land fyrir 17. júní. Fjallkonan er þjóðartákn og í bókinni er kafað ofan í sögu hennar og tilurð sem þjóðartákns og ávörpin sem flutt hafa verið af íslenskri fjallkonu allt frá árinu 1947, ásamt úrvali þjóðhátíðarljóða. Í bókinni eru m.a. þýðingar á ensku og pólsku.
Meira

Húnabyggð rekin með 68,3 milljóna tapi í fyrra

Á fréttaveitunni huni.is segir að Húnabyggð var rekið með 68,3 milljón króna tapi árið 2023. Árið var fyrsta heila árið sem sveitarfélagið er rekið fjárhagslega sem eitt sveitarfélag. Fjárhagsáætlun með viðaukum gerði ráð fyrir um 43 milljón króna hagnaði. Mismunurinn skýrist að stærstum hluta í reiknuðum stærðum sem sveitarfélagið hefur lítil áhrif á, að því er segir í bókun sveitarstjórnar á fundi hennar þann 11. júní þar sem ársreikningur sveitarfélagsins var samþykktur.
Meira

Úthlutun úr Samfélagssjóði Landsvirkjunar

Landsvirkjun tekur virkan þátt í samfélaginu og styður við málefni og verkefni sem hafa jákvæð samfélagsleg áhrif. Sjóðurinn styður verkefni sem hafa breiða samfélagslega skírskotun og leggur sérstaka áherslu á verkefni sem hafa jákvæð áhrif á nærsamfélög fyrirtækisins. Tekið er á móti umsóknum allt árið en úthlutað er úr sjóðnum þrisvar á ári. Umsóknarfrestur er til 31. mars, 31. júlí og 30. nóvember ár hvert.
Meira

Gleðitíðindi frá gervigrasvellinum

Þau gleðilegu tíðindi voru að berast að núna um helgina 15. og 16. júní, verða loksins spilaðir heimaleikir hjá mfl. Tindastóls í knattspyrnu. Allir flokkar Tindastóls hafa þurft að breyta sínum plönum undanfarnar vikur eftir mikið tjón sem varð á gervigrasvellinum á Sauðárkróki þann 20.apríl sl. og alveg óhætt að segja að beðið hafi verið með mikilli eftirvæntingu og óþreygju eftir því að geta byrjað að spila á vellinum á ný.  
Meira

Reynir Bjarkan Róbertsson valinn í U20 hópinn

Körfuknattleikssamband Íslands birti fyrr í vikunni lokahóp undir 20 ára karla sem tekur þátt í NM í Södertalje í Svíþjóð seinna í þessum mánuði og má þar sjá kunnuglegt nafn. Í þessum hópi er nefnilega Skagfirðingurinn Reynir Bjarkan Róbertsson, sonur Selmu Barðdal og Róberts Óttarssonar.
Meira

Bæjarhátíðin Hofsós heim um helgina

Bæjarhátíðina Hofsós heim þarf vart að kynna fyrir fólki því hátíðin hefur verið haldin á Hofsósi síðan 2003 og því orðin fastur liður í sumardagskrá heimamanna jafnt sem brottfluttra. Fyrst reyndar undir heitinu Jónsmessuhátíð sem síðar varð Hofsós heim 2018, þegar stöllurnar Vala Kristín Ófeigsdóttir og Auður Björk Birgisdóttir ásamt góðum hópi fólks héldu á keflinu og stýrðu hátíðinni, þar til nú því ný nefnd hefur starfað við skipulagningu á hátíðinni nú í ár. Dagskráin er glæsileg eins og alltaf og ættu flestir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
Meira

Kynningarmyndband um SKÓGARPLÖNTUR

Í byrjun maí sagði Feykir frá því að undirbúningur á nýstárlegri gróðurstöð til framleiðslu á skógarplöntum í Miðfirði í Húnaþingi vestra væri í fullum gangi. Nú hafa Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra látið útbúa kynningarmyndband frá þessu flotta verkefni en það hlaut styrk úr Uppbyggingarsjóði SSNV í vetur.
Meira