A-Húnavatnssýsla

Söngur úr norðri og suðri

Sunnudaginn 5. október næstkomandi munu Kristinn Sigmundsson, Helga Rós Indriðadóttir og Kolbeinn Jón Ketilsson halda stórtónleika í Menningarhúsinu Miðgarði í Skagafirði. Með þeim á píanó leikur Matthildur Anna Gísladóttir. Á efnisskránni verða íslensk og erlend sönglög og dúettar úr ýmsum áttum eftir Sigvalda Kaldalóns, Eyþór Stefánsson, Franz Schubert, Francesco Paolo Tosti, Franz Lehár og fleiri. Miðasala verður við innganginn og miðaverð er 4.900 kr. Tónleikarnir hefjast klukkan 16:00  
Meira

Hressileg veðurspá fyrir morgundaginn

Það er ansi hressilega verðurspáin fyrir morgundaginn þegar ein haustlægð gerir vart við sig, spáin á verdur.is fyrir Strandir og Norðurland vestra er svo hljóðandi - sunnan 15-23 m/s og snarpar vindhviður við fjöll. Vindur getur verið varasamur fyrir ökutæki, sérílagi þau sem eru viðkvæm fyrir vindi.
Meira

„Á meðan þetta er séns munum við aldrei gefast upp!“

Viðbótarkeppnin í Bestu deild kvenna fer af stað í kvöld þegar Tindastólsstúlkur skjótast norður á Akureyri þar sem lið Þórs/KA bíður þeirra í Boganum. Það má eiginlega slá því föstu að lið Tindastóls þarf að vinna alla þrjá leikina sem eftir eru til að tryggja sæti sitt í Bestu deildinni. Andstæðingarnir eru hin þrjú liðin sem eru í neðri hluta deildarinnar, Þór/KA, Fram og FHL – allt lið sem Stólastúlkur hafa sigrað í sumar þannig að það er allt mögulegt. Feykir tók púlsinn á Donna þjálfara.
Meira

Heilsudagar í Húnabyggð komnir í gang

Íþróttavika Evrópu (European Week of Sport) er haldin víðsvegar um álfuna í september ár hvert. Í Húnabyggð er metnaðarfull dagskrá í gangi í tilefni átaksins sem Húnvetningar kjósa að kalla Heilsudaga í Húnabyggð og eru íbúar hvattir til að hreyfa sig, ganga eða hjóla í vinnu, fara í göngu- og hjólatúra en einnig að taka þátt í viðburðum sem boðið verður upp á.
Meira

Ungir Húnvetningar æfðu með fagmönnum í körfuboltafaginu

Um helgina var spilaður körfubolti á Skagaströnd en þar mættust karlalið Fjölnis, Snæfells og Þórs Akureyri, spiluðu innbyrðist og brýndu vopn og samspil fyrir komandi átök í 1. deildinni í vetur. Þá buðu leikmenn Snæfells og Fjölnis ungum Húnvetningum upp á ókeypis námskeið í þessari skemmtilegu íþrótt sem körfuboltinn er.
Meira

Hjólhýsabrakið væntanlega fjarlægt af Holtavörðuheiðinni í dag

Sennilega hafa flestir þeir sem átt hafa leið yfir Holtavörðuheiði síðustu vikurnar furðað sig og jafnvel hneikslast á draslinu sem liggur við vegkantinn. Um miðjan ágúst gerði talsvert hvassviðri og splundruðust þá tvö hjólhýsi á sama kaflanum ofarlega í norðanverðri heiðinni samkvæmt upplýsingum Feykis. Brakið hefur ekki verið fjarlægt en í frétt á mbl.is í gærkvöldi var sagt frá því að Vegagerðin hyggst láta hendur standa fram úr ermum og ganga í málið í dag.
Meira

Fullt af frábærum námskeiðum á haustönn hjá Farskólanum

Undanfarin ár hefur Farskólinn boðið upp á allskonar skemmtileg og fræðandi námskeið bæði á vorönn og haustönn og er engin undantekning á þeirri reglu þetta haustið. Margir biðu spenntir eftir því að sjá hvað yrði í boði og í tbl. 34 í Sjónhorninu voru námskeiðin kynnt. Þarna eru bæði vefnámskeið, sem hægt er að sækja heima í stofu í kósý ef fólk kýs það, og svo staðnámskeið. Staðnámskeiðin eru svo yfirleitt kennd í öllum fjórum bæjarfélögunum, Hvammstanga, Blönduósi, Skagaströnd og Sauðárkróki. Alltaf bætist í flóruna og ætli ég geti ekki fullyrt að þau hafi aldrei verið jafn mörg og fjölbreytt og nú og gott er að taka það fram að þau eru öllum opin. Eins og áður eru þau gjaldfrjáls fyrir félagsmenn stéttarfélaganna Öldunnar, Kjalar, Sameykis, Samstöðu og Verslunarmannafélags Skagafjarðar.
Meira

Rúnar Kristjánsson á Skagaströnd sendir frá sér nýja ljóðabók

Komin er út hjá bókaútgáfunni Sæmundi bókin Hugurinn á sín heimalönd eftir Rúnar Kristjánsson á Skagaströnd. Hér er um ljóðabók að ræða sem jafnframt er áttunda kveðskaparbók Rúnars. Bókin er kilja, 194 blaðsíður að stærð.
Meira

Laxveiðisumarið líður undir lok

Laxveiðisumrinu í Húnavatnssýslum lýkur senn en sumar laxveiðiárnar loka fyrir laxveiði í nú í vikunni en aðrar um mánaðamótin. Í frétt í Húnahorninu, þar sem menn eru ekkert með öngulinn í rassinum, segir að haustveiðin hafi verið ágæt. Mest hefur veiðst í Miðfjarðará sem gaf 116 laxa vikuveiði og þann 17. september höfðu veiðst 1.198 laxar í ánni í sumar.
Meira

Örnám, einstakt tækifæri | Aðsend grein

Þann 15. september komu saman rektor Háskólans á Hólum ásamt deildarstjórum, prófessor, gæðastjóra og kennslustjóra með fulltrúum Háskólafélags Suðurlands, SASS og atvinnugreinum á Suðurlandi til vinnufundar um samstarf á nýrri nálgun í háskólamenntun, þróun örnáms á háskólastigi.
Meira