A-Húnavatnssýsla

Hvað kostar mannslíf? | Högni Elfar Gylfason skrifar

Nú er það svo að undirritaður hefur áður tjáð sig um reiðvegamál í Skagafirði og þá einna helst skort á reiðvegum þar sem þörfin er mest. Ekki er hægt að halda því fram að ekkert hafi verið gert, en þó virðist svo vera að ekki sé skoðað hversu mikil þörfin er á hverju svæði fyrir sig. Að því sögðu er líklega ekkert óeðlilegt við það að ár eftir ár sé lítið gert þar sem mikil umferð hesta og rekstra fer um.
Meira

Unnið að standsetningu nýs ráðhúss í Húnabyggð

„Helstu framkvæmdir sem eru í gangi er standsetning nýs ráðhúss, framkvæmdir við götur og gang-stéttar á Blönduósi, vatnsveitu- og fráveituframkvæmdir, stefnt að útboði nýs þjónustukjarna fyrir fólk með fötlun,“ sagði Pétur Bergþór Arason, sveitarstjóri Húnabyggðar þegar Feykir innti hann eftir því hverjar væru helstu framkvæmdir sveitasrfélagsins nú í sumar.
Meira

Eins og að horfa á hross keppa í feti í fimm korter

„Veðrið er betra en á Króknum. Líklega um 30 stig, glampandi sól og logn. Þetta er í lagi í smá tíma en svo saknar maður Skarðagolunnar,“ segir Palli Friðriks, fyrrum ritstjóri Feykis, sem nú er staddur í Sviss þar sem hann og fjölskyldan hyggjast styðja dyggilega við bakið á íslenska kvennalandsliðinu í knattspyrnu sem hefur leik á EM klukkan fjögur í dag.
Meira

Getur þú bætt í þekkingarbrunn um íslenska náttúru? | Jóhann Helgi Stefánsson skrifar

Ísland er auðlindaríkt land, en auðlindirnar sem oft er litið fram hjá í daglegri umræðu eru þær sem felast í gróðri og jarðvegi. Íslensk gróðurvistkerfi hafa sögulega orðið fyrir miklu raski svo sem rofi og því er einstaklega mikilvægt að hlúa að móunum okkar. Til þess er ómetanlegt að eiga góðar myndir af landi svo hægt sé að fylgjast með gangi mála. Þar gætir þú, kæri lesandi, komið sterkur inn. Með þátttöku í verkefninu Landvöktun – lykillinn að betra landi, sem ætlað er að kanna ástand þessara auðlinda og hvernig þær þróast, getur þú bætt í þennan mikilvæga þekkingarbrunn.
Meira

Sniglarækt möguleg hliðarbúgrein bænda?

Fyrir nokkru var Sigurður Líndal forstöðumaður Eims í viðtali á RÚV vegna frétta af því að Eimur hefði fengið styrk úr Lóu nýsköpunarsjóði sem er opinber sjóður til að styrkja nýsköpun á landsbyggðinni. Styrkinn fékk Eimur til að undirbúa kynningar á sniglarækt sem hliðarbúgrein en við hana mætti nýta umframorku og affall af hitaveitu. Einhvers misskilnings hefur gætt um að húnveskir bændur séu komnir á fullt í sniglarrækt. Hið rétta er að verkefnið er á frumstigi.
Meira

Verið velkomin á Sturluhátíð 12. júlí í Tjarnarlundi

Hin árlega Sturluhátíð, kennd við sagnaritarann mikla, Sturlu Þórðarson, verður haldin annars vegar á Staðarhóli og hins vegar í félagsheimilinu Tjarnarlundi, Saurbæ í Dölum, laugardaginn 12. júlí nk. Hátíðin hefst kl 14 á Staðarhóli, þar sem stóð bær Sturlu Þórðarsonar. Sturlunefndin hefur haft forgöngu um að setja þar upp söguskilti og hafa þau að geyma margvíslegan fróðleik sem í senn tengist sögu staðarins en umfram allt auðvitað Sturlungu.
Meira

Fiskeldi og samfélagsábyrgð | Eyjólfur Ármannsson skrifar

Fiskeldi hefur átt mikinn þátt í þeirri endurreisn sem íbúar Vestfjarða eru að upplifa. Fiskveiðar hafa verið helsta atvinnugrein á svæðinu en þegar aflaheimildir fluttust í stórum stíl til annarra landshluta fækkaði störfum með tilheyrandi áhrifum á byggðaþróun. Frá upphafi 9. áratugarins fækkaði íbúum Vestfjarða mikið eða þangað til að viðsnúningur varð árið 2017. Óumdeilt er að fiskeldið spilar hér lykilhlutverk. Fiskeldi hefur verið mikilvægt fyrir atvinnuuppbyggingu á landsbyggðinni og er líklega ein mikilvægasta byggðaaðgerð síðustu ára.
Meira

Þemasýning um Þórdísi spákonu í Listakoti Dóru

Laugardaginn 5. júlí næstkomandi kl. 13.00 opnar Dóra Sigurðardóttir listakona áhugaverða sýningu í galleríinu sínu Listakoti Dóru á jörð sinni, Vatnsdalshólum í Húnabyggð, aðeins 2 km suður af Hringveginum. Sýningin er opin á opnunartíma Listakots Dóru, frá kl. 13–18 alla daga nema mánudaga en sýningin sjálf stendur til 20. september.
Meira

Húnvetningar máttu sætta sig við tap í Garðabænum

Lið Kormáks/Hvatar sótti Garðabæinn heim og spilaðði við lið KFG á Samsungvellinum í dag og var leikið fyrir framan 63 áhorfendur. Garðbæingar voru sæti neðar en Húnvetningar og mátti því reikna með jöfnum leik og spennandi. Það fór svo að heimamenn höfðu betur og liðin skiptu því um sæti í deildinni. Lokatölur 2-1 fyrir KFG.
Meira

„Það er svipuð tilfinning að halda á jólapakka og hreindýrahorni“

Guðmundur Bergmann Jóhannsson býr á Blönduósi með sambýliskonu sinni og þremur köttum. Guðmundur er fæddur og uppalinn í Holti í Svínadal og sem ungur drengur gekk hann í skóla á Húnavöllum. Síðan stundaði hann búfræðinám frá Hvanneyri, tók stóra vinnuvélanámskeiðið, meiraprófið og vann í nærri 30 ár á stórvirkum þungavélum um allt land. Guðmundur varð að hætta að vinna í lok árs 2021 sökum heilsubrests og er öryrki í dag.
Meira