A-Húnavatnssýsla

Mikilvægur sigur hjá K/H

Á laugardaginn fengu Kormákur/Hvöt (K/H) lið Snæfells í heimsókn á Hvammstangavelli. Fyrir leikinn var K/H í þriðja sæti með 23. stig fimm stigum á eftir Snæfelli og Hvíta riddaranum. Heimamenn skoruðu eina mark leiksins og var það úr vítaspyrnu.
Meira

Héraðið - ný íslensk kvikmynd

Héraðið, ný íslensk kvikmynd eftir leikstjórann Grím Hákonarson, verður frumsýnd miðvikudaginn 14. ágúst í bíóhúsum um allt land. Grímur leikstýrði m.a. hinni margverðlaunuðu kvikmynd Hrútar og heimildamyndunum Hvelli og Litlu Moskvu.
Meira

Beitukóngur, sveigjanleg glás og rabarbarakaka

Í 28. tbl. ársins 2017 var skyggnst í pottana hjá Erlu Björk Örnólfsdóttur, sjávarlíffræðingi og rektor Háskólans á Hólum. Erla hefur búið á Hólum frá því í maí 2012 og var þá að hefja sitt sjötta starfsár við háskólann. „Ég nýt búsetu á Hólum, umlukin tignarlegum fjöllum og fádæma veðursæld,“ sagði Erla. „Uppskriftir þær sem ég deili eru mínar uppáhalds, en uppruni dálætisins er af nokkuð ólíkum toga. Aðalrétturinn, sem er orkuríkt vetrarfóður, og kakan eiga það sammerkt að vera árstíðabundin í matargerð og aðgengilegt hráefni á meðan erfiðara er að nálgast beitukóng til matreiðslu en hann er afar skemmtilegt hráefni. Beitukóngur er sæsnigill, sem finnst víða á grunnsævi, t.d. í Húnaflóa og Skagafirði, þó eingöngu hafi hann verið veiddur í Breiðafirði og þá til útflutnings. Verði þessi uppskrift einhverjum hvatning til að skella niður gildru og safna beitukóngi, þá væri það frábært. Það er dálítið maus að hreinsa beitukónginn, en vel þess virði,“ segir Erla.
Meira

Jaaaá, Hemmi minn

Það verður talsvert um tuðruspark á Norðurlandi vestra nú um helgina. Stólastúlkur renna á vaðið í kvöld þegar Haukar úr Hafnarfirði mæta á teppið. Á laugardag taka síðan Tindastólsmenn á móti liði Fjarðabyggðar í 2. deild karal og í 4. deildinn fær lið Kormáks/Hvatar Snæfell í heimsókn á Hvammstangavöll. Þannig að það er ljóst að þeim sem eru alltaf í boltanum ætti ekki að þurfa að leiðast.
Meira

Miðfjarðará enn í þriðja sætinu

Afli úr húnvetnsku laxveiðiánum er enn tregur þó örlítill kippur hafi orðið síðustu dagana samkvæmt því sem fram kemur á heimasíðu Landssambands veiðifélaga yfir aflahæstu laxveiðiár landsins. Ef litið er á veiðitölur síðustu ára má sjá að veiðin er almennt um helmingi minni en á síðasta ári og sé litið enn lengra aftur er munurinn enn meiri. Nú hefur veiðst 1351 lax í ánum sjö sem á listanum eru, á sama tíma í fyrra voru þeir 2.664 en árið 2017 var veiðin 3.565 laxar.
Meira

Vill styrkja húsnæðismarkaðinn á landsbyggðinni

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, hefur birt tillögur um breytingar á lögum og reglugerðum til að styrkja húsnæðismarkaðinn á landsbyggðinni og koma þar með til móts við áskoranir sem fjölmörg sveitarfélög standa frammi fyrir í húsnæðismálum.
Meira

Tíu daga matarhátíð á Norðurlandi vestra

Matarhátíðin Réttir verður haldin í fyrsta skipti á Norðurlandi vestra dagana 16. – 25. ágúst. Það eru veitingahúsaeigendur og framleiðendur á svæðinu sem standa að hátíðinni.
Meira

Flotbryggjur settar upp á Skagaströnd

Nú stendur yfir uppsetning á nýjum flotbryggjum fyrir minni báta í höfninni á Skagaströnd og var lokið við hluta af uppsetningu þeirra í gær. Frágangi vegna framkvæmdanna er enn ekki lokið og hafa bryggjurnar því ekki verið teknar í notkun, en formlega opnun verður tilkynnt síðar. Frá þessu er sagt á vef Sveitarfélagsins Skagastrandar.
Meira

Golfklúbburinn Ós býður upp á námskeið

Golfklúbburinn Ós stendur fyrir námskeiðum í golfi á morgun, föstudag, og á laugardaginn þar sem hinn þekkti golfkennari, John Garner, mun leiðbeina. Námskeiðin eru ætluð börnum og unglingum og einnig verður boðið upp á sérstakt kvennanámskeið.
Meira

Öxnadalsheiði lokuð vegna umferðaslyss

Um ellefu leytið í morgun þurfti að ræsa lögreglu, slökkviliðið og sjúkrabíl út vegna umferðaslyss á Öxnadalsheiði. Um er að ræða olíubifreið sem valt út af veginum.
Meira