A-Húnavatnssýsla

Kirkjuklukkur hljóma til stuðnings heilbrigðisstarfsfólki

Biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, hefur óskað eftir því við samstarfsfólk sitt í kirkjum landsins að kirkjuklukkum í sóknum þeirra verði hringt kl. 14.00 á mánudögum í tvær mínútur til að lýsa yfir stuðningi við heilbrigðisstarfsfólk og önnur þau er koma að málum sem lúta að kórónuveirunni, covid-19.
Meira

Óvenjulegur pálmasunnudagur

Það er pálmasunnudagur í dag og alla jafna væru allir veislusalir víðast hvar á landinu nú fullir af uppáklæddu fólki að háma í sig hnallþórur eða sötrandi súpur og knúsa sælleg fermingabörn. En það fermist ekkert barn í dag, enda hefur öllum fermingum verið slegið á frest vegna samkomubanns í tilefni af COVID-19.
Meira

Rafbækur í rólegheitum: Átta fríar rafbækur frá Þorgrími Þráinssyni

Nú er tími sem aldrei fyrr til að lesa og hefur þjóðin fengið að gjöf átta rafbækur eftir Þorgrím Þráinsson sem er frjálst að sækja og lesa eins og hvern listir. Í tilkynningu segir að bækurnar átta höfði til breiðs hóps lesenda allt frá 1. til 10. bekkjar og jafnvel til þeirra eldri sem vilja rifja upp góðar lestrarstundir.
Meira

Appelsínugul viðvörun um land allt

Veðurstofan hefur gefið út appelsínugula veðurviðvörun um land allt í dag og á morgun. Reiknað er með að veðrið verði verst á sunnanverðu landinu í dag en gangi í norðaustan storm eða rok með hríð eða stórhríð á öllu landinu í nótt og fyrramálið. Ekkert ferðaveður verður á landinu meðan veðrið gengur yfir og er fólki bent á að fylgjast með færð á vef Vegagerðarinnar.
Meira

Grænmetisfiskréttur og eplakaka

Matgæðingar Feykis í 14. tbl. ársins 2018 voru Árný Björk Brynjólfsdóttir og Agnar Logi Eiríksson. Þau eru búsett á Blönduósi ásamt sonum sínum tveim þar sem Árný starfar á leikskólanum Barnabæ og Agnar er rafvirki hjá Tengli. Þau deildu með lesendum uppskrift að grænmetis-fiskrétti og ljúffengri eplaköku.
Meira

Samkomubann framlengt til 4. maí

Ákveðið hefur verið að framlengja þær takmarkanir á samkomum og skólahaldi sem áttu að falla úr gildi 13. apríl næstkomandi til 4. maí. Sú ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra er í samræmi við tillögu sóttvarnalæknis. Á vef heilbrigðisráðuneytisins segir að þótt vel hafi gengið að halda útbreiðslu smita í skefjum veldur áhyggjum hve alvarlega veikum einstaklingum sem þurfa á gjörgæslu að halda hefur fjölgað hratt.
Meira

Friður, sátt og sanngirni

Lífið á flestum heimilum landsins er með óvenjulegum brag um þessar mundir, raunar á það við um alla heimsbyggðina. Hér á landi eigum við því láni að fagna að umsjón aðgerða til að sporna við stjórnlausri útbreiðslu Covid veirunnar hefur verið í höndum afburða fagfólks og það er vel. Því er ekki að heilsa í öllum samfélögum. Haft er á orði að þessi faraldur sé ein mesta ógn sem heimurinn hefur staðið frammi fyrir frá stríðslokum, og margir eru uggandi um friðinn.
Meira

Íbúum Akrahrepps fjölgar hlutfallslega mest

Þjóðskrá Íslands sendi frá sér tölur um íbúafjölda í byrjun aprílmánaðar eins og vant er um mánaðamót. Þar kemur fram að Íslendingum hefur fjölgað um 0,5% frá 1. desember eða um 1.735 manns og eru landsmenn nú 365.863. Fjölgun hefur orðið í öllum landshlutum nema Vestfjörðum og á Norðurlandi vestra þar sem varð lítilsháttar fækkun.
Meira

Prjónagleði frestað um ár

Ákveðið hefur verið að fresta Prjónagleðinni sem halda átti dagana 12.-14. júní í sumar um ár eða til 11. - 13. júní 2021. Er það gert vegna COVID-19 faraldursins sem nú leikur allt samkomuhald í landinu grátt. Engu að síður verður áður auglýst prjónasamkeppni haldin en mun nú fara fram á netinu og verður almenningi gefinn kostur á að kjósa sína uppáhaldshönnun. Einnig verður haldið áfram að kynna einstaklinga og fyrirtæki sem vinna með ull á Textílslóð Norðurlands vestra.
Meira

Ráðið í þrjár stöður við þróunarsvið Byggðastofnunar

Ráðið hefur verið í þrjú störf sérfræðinga á þróunarsviði Byggðastofnunar en þau voru auglýst laus til umsóknar í febrúar sl. Alls bárust 36 umsóknir, 17 frá konum og 19 frá körlum. Ákveðið hefur verið að ráða þau Reinhard Reynisson, Ölfu Dröfn Jóhannsdóttur og Þorkel Stefánsson í störfin og er reiknað með að þau hefji störf í maí nk. að því er segir á vef Byggðastofnunar.
Meira