A-Húnavatnssýsla

„Ef leikurinn tapast verður veturinn þungur og erfiður“

Það er leikur á föstudaginn. Neinei, ekki körfuboltaleikur. Það er sjaldgæfur undanúrslitaleikur og alvöru grannaslagur í Fótbolti.net bikarnum. Ef þessi leikur væri frímerki þá væru allir safnararnir óðir og uppvægir í að komast yfir hann. Við erum að tala um aðra innbyrðisviðureign Tindastóls og Kormáks/Hvatar í sögunni. Slagurinn um montréttinn á Norðurlandi vestra. Feykir tók púlsinn á varafyrirliða Kormáks/Hvatar, Sigurði Pétri Stefánssyni, og spurði meðal annars hvað hann gæti sagt okkur fallegt um lið Tindastóls...
Meira

Uppbyggingarsjóður Norðurlands vestra auglýsir eftir umsóknum

Uppbyggingarsjóður Norðurlands vestra auglýsir eftir umsóknum um styrki vegna ársins 2026. Hægt er að sækja um atvinnuþróunar- og nýsköpunarstyrki, verkefnastyrki á menningarsviði og stofn- og rekstrarstyrki á menningarsviði.
Meira

Miðasalan hafin á Jólin heima

Nú fyrir stundu hófst miðasalan á jólatónleikana Jólin heima hér hjá okkur á  feykir.is. Í fyrra seldist upp svo nú er um að gera að tryggja sér miða og missa ekki af þessari tónlistarveislu. 
Meira

Þekja Ásgarðs steypt

Feykir sagði frá því á mánudag að framkvæmdir við Ásgarð í Skagastrandarhöfn gangi vel. Í gær var síðan enn eitt skrefið stígið í endurbyggingunni þegar hafist var handa við að steypa planið.
Meira

Oft lent harðar en þetta

Eins og sagt hefur verið frá varð flugslys á Blönduósflugvelli nú á mánudag og voru þeir fjórir sem um borð voru færðir á sjúkrahúsið á Blönduósi til skoðunar. Í frétt á Húnahorninu segir að allir fjórir hafi gengið frá borði óstuddir og enginn þurft að leggjast á sjúkrabörur. Það var sjálfur sagnameistarinn Magnús Ólafsson á Sveinsstöðum sem flaug vélinni en með honum voru þrír bændur sem voru að leita að fé.
Meira

„Það hefur gengið rosalega vel“

Íþróttagarpur Feykis að þessu sinni er Hrafney Lea Árnadóttir sem býr á Hólaveginum á Króknum. Hún er fædd árið 2011 og hefur búið í Noregi, Reykjavík, á Skagaströnd og nú á Sauðárkróki. Foreldrar hennar eru Árni Max Haraldsson og Inga Jóna Sveinsdóttir. Hrafney Lea á þrjú systkini; Sævar Max 20 ára, Jóhönnu Dagbjörtu 7 ára og Harald Max 4 ára.
Meira

Dvalarleyfin eru ekki vandamálið | Hjörtur J. Guðmundsson

Tal Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur, dómsmálaráðherra og þingmanns Viðreisnar, um að taka þurfi á veitingu dvalarleyfa hér á landi í því skyni að taka útlendingamálin fastari tökum er í bezta falli broslegt í ljósi þess að mikill meirihluti þeirra sem komið hafa til landsins á undanförnum árum hafa ekki þurft slík leyfi. Ástæðan er sú að þeir hafa komið frá eða í gegnum önnur ríki innan Evrópska efnahagssvæðisins (EES) þaðan sem frjálst flæði fólks er til landsins.
Meira

Bleik grafa á uppboði fyrir Bleiku slaufuna

„Bleika slaufan hefur alltaf snert við mér,“ segir Arnar Logi Ólafsson Hólm, framkvæmdastjóri Ljárdals, fyrirtækis sem sérhæfir sig í sölu á alls konar vinnuvélum, m.a. smærri gröfum. „Þegar ég var að leita leiða til að gefa til baka eftir góða byrjun hjá fyrirtækinu fæddist sú hugmynd að sérpanta fagurbleika gröfu frá framleiðandanum okkar og bjóða hana upp.“
Meira

Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir að flugvél hlekktist á

Í tilkynningu frá Lögreglunni á Norðurlandi vestra segir að LNV hafi verið látin vita fyrr í dag um að einshreyfils flugvél hafi hlekkst á í lendingu á Blönduósflugvelli. Um borð í vélinni voru flugmaður og þrír farþegar. Þeir voru fluttir til skoðunar á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Blönduósi. Meiðsl þeirra eru ekki talin alvarleg á þessari stundu.
Meira

Miðasala hefst á miðvikudag

Miðasala á jólatónleikana Jólin heima 2025 er að hefjast, en tónleikarnir fara fram í Miðgarði laugardaginn 6. desember. Miðasalan fer fram í gegnum hlekk á feyki.is, og hún opnar miðvikudaginn 17. September kl. 10.
Meira