A-Húnavatnssýsla

Gunni Birgis setti Eurovisionbrölt til hliðar á miðvikudagskvöldið og stillti á Síkið

Það hefur væntanlega ekki farið fram hjá nokkrum manni að það stefnir í alvöru Júrópartý annað kvöld eftir að VÆB-bræður komu, sáu og skutust í úrslitakvöldið með flottri frammistöðu í undankeppni Eurovision sl. þriðjudagskvöld. Annar lýsanda keppninnar verður fjölmiðlamaðurinn og Króksarinn geðþekki, Gunnar Birgisson, en ekki er langt síðan sjónvarpsáhorfendur börðu hann augum í Síkinu, sitjandi svalur með sólgleraugu í félagi við nokkrar valinkunnar kempur. Feykir spurði hann rétt áðan hvort það sé ekki tóm vitleysa að vera að þvælast í Eurovision í miðju úrslitaeinvígi Stólanna?
Meira

Atvinnufrelsi | Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar

Ég hef nú mælt fyrir mikilvægu frumvarpi á Alþingi um veiðistjórn á grásleppu sem færir veiðistjórnina í fyrra horf með dagakerfi sem tryggir sjómönnum aftur rétt sinn til veiða og afnemur þau ólög sem sett voru á 2024 með kvótasetningu og framsal.
Meira

Áfram sól og blíða um allt land

Þetta veður á skilið aðra veðurfrétt. Áframhald er á þessari bongóblíðu og léttskýjað og hlýtt á öllu landinu í dag en spáin segir að sums staðar gæti læðst inn þoka við ströndina.  Hit­inn verður á bil­inu 12 til 23 stig og verður hlýj­ast eins og síðustu dag á Norður- og Aust­ur­landi.
Meira

Síðasta sýningin í kvöld

Nú er síðasti séns að sjá Flæktur í netinu hjá Leikfélaginu á Sauðárkróki, því nú er komið að lokum.
Meira

Diddi Frissa nýr rekstraraðili á Húnavöllum

Nýr rekstraraðili, Diddi Frissa, hefur tekið við á Húnavöllum og er að keyra starfsemina í gang í þessum skrifuðu orðum. Didda langar að bjóða íbúum Húnabyggðar í heimsókn á föstudaginn og bjóða upp á súpu í leiðinni. Gamlir nemendur og starfsmenn Húnavallaskóla eru boðnir sérstaklega velkomnir.
Meira

Sauma nú myndir úr Vatnsdælureflinum

Á vef Húnabyggðar er sagt frá hefðarkonum sem  komu saman í kvennaskólanum á Blönduósi í gær. Nú þegar lokið hefur verið við sum á Vatnsdælureflinum eru þær aftur sestar við saum og  hafa hafist handa við að sauma út myndir úr Vatnsdælureflinum sem seldar verða seinna í sumar þegar refilinn verður sýndur.
Meira

Alþjóðlegi safnadagurinn hjá Byggðasafni Skagfirðinga á sunnudaginn

Í tilefni safnadagsins þann 18. maí n.k. verður í fyrsta sinn boðið upp á opið hús í varðveislurými safnsins í Borgarflöt 17D á Sauðárkróki kl. 14-16.
Meira

Enn á ný hægt að komast til himna í Húnavatnssýslu

Það styttist í að enn á ný verði hægt að stíga til himna í Austur-Húnavatnssýslu. Feykir sagði frá því á síðasta ári að tvívegis tók Himnastiginn á Skúlahóli í Vatnsdalnum flugið í ofsaroki. Nú í vikunni var hafist handa við setja hann saman og festa niður á ný.
Meira

Samtal um náttúruvernd og ganga um Spákonufellshöfða með SUNN

Laugardaginn 17. maí verður viðburður á vegum SUNN, Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi sem  býður til samtals á Norðurlandi vestra, nánar tiltekið á Skagaströnd. Viðburðurinn hefst á gönguferð um friðlandið í Spákonufellshöfða, þar sem Einar Þorleifsson náttúrufræðingur sér um leiðsögn. Skoðum fugla, plöntur og áhugaverða jarðfræði svæðisins.
Meira

Nýprent heldur utan um alla viðburði á Norðurlandi vestra

SSNV og Nýprent hafa gert með sér samkomulag um að Nýprent haldi utan um nýja viðburðasíðu sem auðveldar íbúum Norðurlands vestra að fylgjast með öllu því fjölbreytta mannlífi og viðburðum sem fram fara á svæðinu. Verkefnið er hluti af áhersluverkefnum SSNV og byggir á Sóknaráætlun landshlutans þar sem eitt af meginmarkmiðum er að auka sýnileika viðburða og efla samfélagslíf.
Meira