A-Húnavatnssýsla

Fiskibollur með bleikri sósu og eplakaka

Þorgerður Eva Þórhallsdóttir á Sauðárkróki var matgæðingur í 20. tbl. ársins 2018. „Ég hef alltaf haft gaman af að elda og á erfitt með að fylgja uppskrift en hér koma tvær góðar,“ sagði Þorgerður sem bauð upp á fiskibollur með bleikri sósu og íslenskum jurtum og eplaköku með vanillusósu og ís á eftir.
Meira

Búrhvalstarfur í Kálfshamarsvík á Skaga

Á heimasíðu Náttúrustofu Norðurlands vestra segir í gær frá því að búrhvalstarf hafi rekið í Kálfshamarsvík á Skaga. Er þetta annar hvalurinn sem rekið hefur á land á svæðinu á stuttum tíma en ekki er langt síðan að búrhval rak á land við ósa Blöndu. Þessi reyndist um meter lengri en sá fyrri, mældist 13,6 m langur, og virðist nokkuð síðan hann drapst.
Meira

Með landið að láni - Áskorandi Ingvar Björnsson á Hólabaki

Sem bóndi á ég allt mitt undir sól og regni og þeim gæðum sem náttúran færir mér. Bændur framtíðarinnar verða í sömu stöðu og ég en þeir munu einnig eiga sitt undir því hvernig ég og mín kynslóð mun skila landinu áfram til þeirra.
Meira

Námsmaraþon í Blönduskóla

Nemendur 10. bekkjar Blöndskóla á Blönduósi eru aldeilis ekki búnir að fá nóg af námsbókunum eftir veturinn en þeir ætla að vera í skólanum og læra í 24 klukkustundir í námsmaraþoni sem stendur frá deginum í dag, föstudeginum 8. maí og til morgundagsins. Námsmaraþonið er hluti af fjáröflun bekkjarins vegna vorferðar sem áætluð er í lok maí.
Meira

Norðvesturumdæmi öflugasta sauðfjársvæðið

Í nýjasta tölublaði Bændablaðsins, sem út kom í gær, kemur fram að sauðfjáreign landsmanna hefur ekki verið minni en nú undanfarin 40 ár, samkvæmt hagtölum landbúnaðarins. Hins vegar hefur nautgripum fjölgað um 35% frá árinu 1980. Sé sauðfjáreign skoðuð eftir landshlutum kemur fram að Norðvesturumdæmi er öflugasta sauðfjársvæðið en nautgripir eru flestir í Suðurumdæmi.
Meira

Nýprent og Feykir breyta afgreiðslutíma

Vegna Covid áhrifa og breyttra aðstæðna í þjóðfélaginu verða breytingar á starfsemi Nýprents og Feykis næstu þrjá mánuðina. Vegna minnkaðs starfshlutfalls starfsfólks verður afgreiðslutími fyrirtækjanna styttur en opið verður milli klukkan 8 og 12 alla daga.
Meira

Nýr og ferskur Feykir kominn út

Nýr Feykir vikunnar hefur litið dagsins ljós en þar má finna ýmislegt gagnlegt og gott. Til að mynda er viðtal við Sigurð Guðjónsson, gjarnan kenndur við Sjávarborg í Skagafirði, en hann lét af störfum eftir 43 ára starf hjá KS og tengdum fyrirtækjum nú um mánaðamótin. Merkilegt þykir að þrír ættliðir náðu að vinna saman á Vélaverkstæðinu en þeir feðgar Þorgeir sonur Sigga og Jóhann Þór sonarsonur unnu með honum sl. ár.
Meira

Íslendingar hvattir til að ferðast innanlands

Ferðamálastofa stendur í sumar fyrir átaki til að hvetja Íslendinga til að ferðast innanlands í sumar og kaupa vörur og þjónustu hjá ferðaþjónustufyrirtækjum. Áhersla verður á kynningu á net- og samfélagsmiðlum og verður umferð beint inn á vefinn ferdalag.is en þar verður hægt að nálgast nánari upplýsingar um fjölbreytta ferðaþjónustu um allt land.
Meira

REKO afhendingar á Blönduósi og Sauðárkróki

REKO afhendingar verða á Blönduósi og Sauðákróki á morgun, fimmtudaginn 7. maí, en þar geta neytendur pantað vörur milliliðalaust frá hinum ýmsu framleiðendum á svæðinu. Markmiðin með REKO eru m.a. að koma upp sölu- og dreifingarkerfi sem sparar tíma og peninga, að auka viðskipti með vörur úr héraði og efla nærsamfélagsneyslu og gera matarhandverki og heimavinnslu hærra undir höfði.
Meira

Sjóðir sem frumkvöðlum stendur til boða að sækja í

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, SSNV, hafa birt á vef sínum yfirlit yfir ýmsa sjóði sem standa frumkvöðlum til boða fyrir hin ýmsu verkefni. Í flestum þeirra er auglýst eftir umsóknum einu sinni á ári og fellur það yfirleitt á sama tímabili á hverju ári.
Meira