Varað við skriðuföllum og ofanflóðum á Siglufjarðarleið
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
04.06.2025
kl. 08.34
Það er enn rok og rigning í boði á Norðurlandi vestra en spár Veðurstofunnar gera ráð fyrir því að heldur dragi úr vætu og vindi þegar líður á daginn. Eitthvað örlítið hafa hitatölur þokast upp á við og því fellur úrkoman að mestu sem rigning en ekki snjór. Þó veðrið sé heldur að ganga niður gera spár ráð fyrir norðanátt og kulda svo langt sem spáin nær en þó er líklegt að við fáum svolitla sólargeisla á föstudaginn.
Meira