A-Húnavatnssýsla

Laxveiðin enn dræm

Enn er veiði dræm í laxveiðiám landsins þó vætutíð undanfarinna daga hafi vakið vonir um að eitthvað fari nú að rætast úr. Heildarveiðin á Norðurlandi vestra er nú komin í 881 fiska en var 1954 á sama tíma í fyrra.
Meira

Leikir helgarinnar í boltanum

Um helgina munu fara fram þrír leikir í boltanum. Einn á föstudagskvöldið og tveir á laugardaginn.
Meira

Brúin yfir Blöndu verður lokuð vegna viðgerðar

Hér fyrir neðan má sjá tilkynningu frá vegagerðinni.
Meira

Tveggja bíla árekstur við Húnsstaði

Tveggja bíla árekstur varð við bæinn Húnsstaði í Húnavatnshreppi upp úr klukkan ellefu í morgun. Kona sem var farþegi í öðrum bílnum var flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar á slysadeild Landspítalans í Fossvogi. Samkvæmt upplýsingum lögreglu var konan með höfuðáverka en ekki þungt haldin.
Meira

Blómlegt starf hjá USAH

Það er mikiðum að vera hjá USAH þessa dagana en þar er nýlokið héraðsmóti og í dag er það svo yngsta kynslóðin sem fær að njóta sín á barnamóti. Framundan er svo Blönduhlaupið sem haldið er á Húnavöku ár hvert.
Meira

Táragasi beitt gegn lögreglu

Hér fyrir neðan má sjá fréttatilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi vestra.
Meira

Landslið Íslands í hestaíþróttum kynnt

Landslið Íslands fyrir Heimsmeistaramót íslenska hestsins, sem fram fer í Berlín 4.-11. ágúst, var kynnt í verslun Líflands í gær. Sigurbjörn Bárðarson landsliðþjálfari fór yfir val á knöpum og hestum í liðið en horft var til árangurs á þremur WorldRanking-mótum og var Íslandsmótið í byrjun júlí síðasta af þeim. Einnig var horft til árangurs íslenskra knapa á stórmótum erlendis.
Meira

Góður útisigur hjá K/H

Laugardaginn 13. júlí klukkan 16:00 mættust KM og Kormákur/Hvöt (K/H) á KR-velli í 4. deild karla. Fyrir leikinn var K/H í þriðja sæti með sautján stig en KM í því sjöunda með sex stig. K/H átti leikinn frá upphafi til enda og unnu leikinn sannfærandi 6-0.
Meira

Torskilin bæjarnöfn - Harrastaðir í Vesturhópi og Skagaströnd

Bæirnir eru 2 í Húnavatnssýslu (af 3 samnefndum á landinu) og heita rjettu nafni Harrastaðir, eins og eftirgreindar heimildir sýna: Landamerkjabrjef Finnsstaða frá 1387 hefir Harra- (DI. III. 398) og sölubrjef um Hól í Bolungarvík, ársett 1449, sömul. Harra. (DI. IV. 755.) Úr miðri 15. öld (sjá t.d. Auðunarmáldaga og Auðbrekkubrjef frá, 146l og 1445. DI. V. 354 og DI. IV. 664) bólar á afbökuninni Hara- og eftir 1500 virðist rjetta nafnið týnt. (Sjá t.d. DI. VII. 302 og DI. IX. 154 o.v.) Harrastaðanafnið Í Vesturhópi hefir þó breyzt fyr, því 1344 (DI. V. bls. 2) er það ritað Hara, en getur vel verið misritun, því Harra- er það skrifað árið 1472 tvívegis í sama brjefi, sem geymst hefir á skinni.
Meira

Klassísk grillmáltíð með meiru

Hjónin Ína Björk Ársælsdóttir og Reimar Marteinsson búa á Hvammstanga ásamt þremur börnum. Þau voru matgæðingar Feykis í 26. tbl. ársins 2017. Reimar er kaupfélagsstjóri KVH og Ína Björk starfar við umhverfismál og fleira á framkvæmda-og umhverfissviði Húnaþings vestra. Þau segja að grillið sé mikið notað yfir sumartímann og finnst því tilvalið segja frá einni klassískri grillmáltíð á heimilinu og bæta við rabbarbaraböku sem er án hveitis og sykurs. „Einnig ætlum við að gefa hugmynd að næringardrykk, „boosti", sem er gott að fá sér eftir hlaup eða æfingu. Íslensk bláber, rabbarbari og grænmeti úr garðinum gegna stóru hlutverki í uppskriftunum og er án efa allt saman hollt, hagkvæmt og gott,“ segja matgæðingarnir okkar.
Meira