A-Húnavatnssýsla

Rekstraröryggi hitaveitu Blönduóss og Skagastrandar aukið

Undanfarin ár hefur verið unnið að viðbótar vatnsöflun á Reykjum við Húnavelli fyrir hitaveitu Blönduóss og Skagastrandar. Lokið var við að bora fjórðu vinnsluholuna fyrr á þessu ári. Sú hola er 1.200 metra djúp og auk þess var eldri borhola endurfóðruð niður á 350 metra dýpi.
Meira

Fyrstu skammtarnir af bóluefni komnir til landsins

Fyrstu skammtarnir af bóluefni gegn kórónuveirunni bárust til landsins um níuleytið í morgun þegar vél með tíu þúsund skammta af bóluefni Pfizer og BioNTech lenti á Keflavíkurflugvelli.
Meira

Engir í einangrun eða sóttkví á Norðurlandi vestra

Aðeins greindust þrjú ný kórónuveirusmit innanlands í gær og voru tveir þeirra sem greindust í sóttkví við greiningu. Samkvæmt upplýsingum á vefnum Covid.is liggja nú 25 á sjúkrahúsi vegna sjúkdómsins og er einn þeirra á gjörgæslu. 239 einstaklingar eru í sóttkví og 143 eru í einangrun. Í dag eru nákvæmlega tíu mánuðir frá því veiran greindist fyrst á Íslandi.
Meira

Þungt, lærdómsríkt og óútreiknanlegt

„Hljóðið á Akureyri,“ segir Rakel Hinriksdóttir þegar Feykir spyr hvað hafi verið broslegast á árinu. Rakel býr á Akureyri, er grafískur hönnuður en starfar við dagskrárgerð og verkefnastjórn hjá N4. Hún notar skónúmer 38 og er í tvíburamerkinu. Í þremur orðum var árið þungt, lærdómsríkt og óútreiknanlegt að mati Rakelar.
Meira

Kosið um Jólahús ársins á Blönduósi

Húnahornið stendur fyrir vali á Jólahúsi ársins á Blönduósi líkt og gert hefur verið undanfarin ár. Um er að ræða samkeppni eða jólaleik um fallega jólaskreytt hús, hvort sem það er íbúðarhús eða fyrirtækjahús. Samkeppnin um Jólahúsið 2020 verður með svipuðu sniði og síðust ár. Þetta er í 19. sinn sem Húnahornið stendur fyrir vali á Jólahúsi ársins á Blönduósi.
Meira

Horft um öxl með Hagstofunni

Hagstofan hefur gefið út nýtt myndband sem nefnist Horft um öxl. Þar er litið yfir farinn veg og fjallað um nokkrar helstu breytingar á árinu.
Meira

Breytingar á staðgreiðslu um áramót

Síðari áfangi breytinga á tekjuskatti einstaklinga tekur gildi nú um áramótin. Felur hann í sér lækkun á grunnþrepi tekjuskatts um 3,60 prósentustig og hækkun á miðþrepi tekjuskatts um 0,75 prósentustig. Nýju skattprósenturnar verða því 17% í grunnþrepi og 23,5% í miðþrepi. Við prósenturnar bætist síðan útsvarsprósenta sveitarfélaga.
Meira

Ekki fleiri fjarfundi

„Að vinna heima er ekki eins eftirsóknarvert og áður var talið,“ segir fjölmiðlaséníið Atli Fannar Bjarkason þegar hann er spurður að því hver uppgötvun ársins hafi verið. Atli Fannar býr í Vesturbænum, er ættaður frá Sjávarborg í Skagafirði í móðurætt og starfar nú sem samfélagsmiðlastjóri RÚV. Hann notar skó númer 43 og súmmerar upp árið 2020 með eftirtöldum þremur orðum: „Ekki fleiri fjarfundi.“
Meira

Torskilin bæjarnöfn - Skoptastaðir í Svartárdal

Mjer finst rjett að taka þetta nafn með, þótt áður hafi verið bent á rjetta nafnið: Skopta (sjá Safn lV. bls. 433). Því að öðru leyti er það alveg órannsakað. Frumheimild þessa nafns er að finna í fjárheimtuskrá Þingeyrarklausturs árið 1220 (eða fyr). Klaustrinu er þar eignaður sauðatollur á „Scoptastodom“ (DI. I. 400).
Meira

Híbýli vindanna og Lífsins tré í miklum metum

Kristín Árnadóttir, djákni og fyrrverandi skólastjóri, svarar spurningum Bók-haldsins að þessu sinni. Kristín hefur verið mikill bókaunnandi frá blautu barnsbeini þegar hún beið eftir því að fá bækur að gjöf á afmælum og um jól. Fræðibækur, æviminningar og skáldsögur eru meðal þess efnis sem hún les mest þó lestrarefnið spanni vítt svið.
Meira