A-Húnavatnssýsla

Rúmlega 170 ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur á NV í júlí

Alls voru 605 mál skráð til úrvinnslu hjá embætti lögreglustjórans á Norðurlandi vestra í júlí og var það svipaður fjöldi og mánuðina á undan. Í yfirferð á síðu LNV segir að júlí sé gjarnan mikill ferðamánuður, veður hafi veirð með besta móti og tvær bæjarhátíðir; Húnavaka og Eldur í Húnaþingi ásamt minni hátíðum, hafi verið haldnar í mánuðinum. Ekki var teljandi aukning verkefna sem má tengja beint við hátíðirnar að öðru leyti en viðamikið samstarf var samkvæmt venju á milli viðburðahaldara og lögreglu.
Meira

Styrkjum til tækjakaupa fyrir lífræna framleiðslu úthlutað í fyrsta sinn

Á vef Stjórnarráðsins kemur fram að Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra hafi úthlutað styrkjum til tækjakaupa fyrir lífræna framleiðslu. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkum styrkjum er úthlutað og er styrkveitingin ein aðgerða í aðgerðaráætlun til eflingar á lífrænni framleiðislu sem kom út í ágúst 2024.
Meira

Rabb-a-babb 239: Peta

Það er Péturína Laufey Jakobsdóttir, fædd árið 1980, sem svarar Rabb-a-babbi að þessu sinni. Peta býr á Skagaströnd og er gift Reyni Lýðs Strandamanni en saman eiga þau þrjú börn; Jóhann Almar 23 ára, Anton Loga 16 ára og Katrínu Söru 12 ára. „Ég er dóttir Katrínar Líndal og Jakobs Jónssonar sem búa á Bakka í Vatnsdal. Ég er fædd og uppalin á Blönduósi, átti sama herbergið til 16 ára aldurs á Hlíðarbrautinni. Þá flutti ég að heiman, mjög fullorðin að eigin mati, og ekki búin að átta mig á hversu ómetanlegt það er að vera á hótel mömmu. Mamma og pabbi eru nýlega flutt í sveitina en pabbi er frá Bakka í Vatnsdal og mamma er frá Bakkakoti í Refasveit.“
Meira

Lið Kormáks/Hvatar í fjórða sætið

Lið Kormáks/Hvatar spilaði síðasta heimaleik sinn þetta sumarið í dag en þá komu gaurar í Garðabænum í heimsókn á Blönduós. Gestirnir voru í fallbaráttu og þurftu því meira á stigunum að halda en húnvetnskir heimamenn sem sigla lygnan sjó í efri hluta 2. deildar. Það var þó engin miskunn hjá Birni bónda og bætti lið Kormáks/Hvatar þremur stigum í sarpinn og situr í fjórða sæti fyrir lokaumferðina.
Meira

Aðeins 54 laxar hafa veiðst í Blöndu

„Laxveiði í húnvetnsku ánum mallar rólega, líkt og hún hefur gert í allt sumar, en full rólega að mati margra laxveiðimanna,“ segir í frétt í Húnahorninu en flestar helstu laxveiðiár í Húnavatnssýslum loka í þessum mánuði og haustveiðin því hafin. Mest hefur veiðin verið í Miðfjarðará í sumar en hún ætti að vera komin upp fyrir þúsund laxa múrinn eftir helgi.
Meira

„Bækur eru þolinmóðastir hluta“ | Hallgrímur Helgason svarar Bók-haldi

Það er myndlistarmaðurinn og rithöfundurinn Hallgrímur Helgason sem fer yfir bók-haldið sitt í Feyki að þessu sinni. Hallgrímur er einn ástsælasti höfundar þjóðarinnar, margverðlaunaður og liggur sjaldnast á skoðunum sínum. Hann er fæddur árið 1959, býr í 104 Reykjavík, er í sambúð og faðir fjögurra barna og afi tveggja barnabarna.
Meira

Erum við að láta fjársjóð renna okkur úr greipum?

Helsti vaxtarbroddurinn í atvinnulífi landsmanna frá aldamótum er ferðaþjónustan og eftir nokkru að slægjast fyrir ferðaþjónustufyrirtæki og sveitarfélög að eigna sér hlutdeild í því ævintýri. Í Glefsum á heimasíðu SSV (Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi) hefur Vífill Karlsson farið yfir vægi ferðaþjónustu í útsvarsgrunni sveitarfélaga á Íslandi og þar má sjá að láninu – ef svo mætti kalla – ser annarlega misskipt. Sveitarfélögin á Norðurlandi vestra skora ekki hátt í þeirti úttekt en aðeins Húnaþing vestra er í efri hluta töflunnar en á botninum er Skagaströnd.
Meira

Stólastúlkur mörðu mikilvægan sigur gegn Fram

Það voru um 200 manns sem sóttu leik Tindastóls og Fram í Bestu deild kvenna á Króknum í gærkvöldi. Leikurinn var gríðarlega mikilvægur fyrir lið Tindastóls sem varð hreinlega að vinna leikinn til að koma sér betur fyrir í baráttunni um að halda sæti sínu í deildinni og að halda liði Fram í seilingarfjarlægð. Það hafðist því Stólastúlkur uppskáru 1-0 sigur eftir baráttuleik þar sem Gen í marki Tindastóls var hreint frábær.
Meira

Freyja Lubina keppir í EuroSkills 2025

Freyja Lubina Friðriksdóttir keppir í húsasmíði fyrir Íslands hönd í EuroSkills 2025 – European Championship of Young Professionals sem fram fer í Herning í Danmörku 9.-13. september 2025. Freyja útskrifaðist sem húsasmiður frá FNV og henni til halds og trausts verður Hrannar Freyr Gíslason, kennari í húsasmíði við FNV.
Meira

Brautarholtsslagurinn í kvöld í Bestu deildinni

Stólastúlkur þurfa í kvöld allan stuðning sem völ er á þegar Brautarholtsprinsinn mætir með sínar Framdömur til leiks á skagfirska knattspyrnuengið á Króknum. Leikurinn hefst á slaginu sex og eru stuðningsmenn hvattir til að taka með fjölskyldumeðlimi og vini og fylla stúkuna. Það er hlýtt og bara smá norðangola sem stoppar á stúkunni. Óskar Smári, þjálfari Fram, lofar veseni í 90 mínútur en lengra nær það ekki. Það þarf auðvitað ekki að minna á það að Brautarholtsprinsinn er bróðir Brautarholtsprinsessunnar, Bryndísar Rutar, sem er fyrirliði Tindastóls.
Meira