A-Húnavatnssýsla

Sveitarfélagið Skagaströnd óskar eftir tilnefningum

Á heimasíðu Sveitarfélagsins Skagastrandar segir að sveitarfélagið ætli að veita viðurkenninguna Eldhugi/eldhugar ársins 2023 og óska því eftir tilnefningum frá íbúum. Tilnefna má einstaklinga, félagasamtök og fyrirtæki og verður viðurkenningin veitt á Þorrablóti Kvenfélagsins Einingar í Fellsborg þann 17. febrúar.
Meira

Þriggja rétta hjá Pavel Ermolinski matgæðingi Feykis

Matgæðingar vikunnar í tbl 11, 2023, voru Pavel Ermolinski og konan hans Ragna Margrét Brynjarsdóttir en á þeim tíma voru þau nýflutt á Sauðárkrók úr Reykjavík. Pavel tók þá við þjálfun á karlaliði Tindastóls í körfubolta og Ragna Margrét starfaði þá sem verkefnastjóri hjá sálfræðideild Háskóla Reykjavíkur. Þau eiga saman tvo drengi, Emil, sem er þriggja ára og Anton sem verður eins árs á þessu ári. „Ég þakka fyrir áskorunina. Ég legg allt undir þegar ég fer í eldhúsið. Skil ekkert eftir á gólfinu, fyrir utan allt ruslið,“ segir Pavel. 
Meira

Tindastóll mætir Álftanesi í VÍS-bikarnum

Dregið var í 4-liða úrslitum í VÍS-bikarnum sl. mánudag en í pottinum voru Tindastólsmenn ásamt Álftanesi, Keflavík og Stjörnunni.
Meira

Fimmtán landanir sl. viku á Norðurlandi vestra

Á tímabilinu frá 28. janúar til 3. febrúar lönduðu þrír bátar/togarar á Króknum tæpum 232 tonnum í sex löndunum. Drangey og Málmey lönduðu báðar yfir 100 tonnum hver og segir á fisk.is að þær hafi báðar verið við veiðar á Sléttugrunni og uppistaða aflans þorskur.
Meira

Kormákur/Hvöt semur við Negue Kante

á Facebook-síðu Kormáks/Hvatar segir að skrifað hefur verið undir samning við fransk-malíska varnarmanninn Negue Kante, sem væntanlegur er í Húnaþing á vormánuðum. Kante spilar stöðu miðvarðar, er örvfættur og 191 sentímetrar á hæð.
Meira

Meistaraflokkur kvenna sótti tvö stig í Skógarselið um helgina

Sl. laugardagskvöld sótti meistaraflokkur kvenna í Tindastól tvö stig í Skógarsel í Reykjavík þegar þær mættu ÍR-ingum, lokastaðan í leiknum var 56-87.
Meira

Mexíkósk kjúklingasúpa og eplabaka

Matgæðingar vikunnar í tbl 10, 2023, eru Ísak Óli Traustason og Bríet Guðmundsdóttir. Ísak og Bríet eru búsett á Sauðárkróki ásamt Maroni Helga syni sínum. Ísak er íþróttakennari í Árskóla og stundar frjálsar íþróttir og Bríet vinnur á pósthúsinu. „Við reynum að elda sem oftast heima og okkur finnst gaman að bjóða vinum og fjölskyldu í mat og góða samverustund,“ segir Ísak Óli.
Meira

Lambalundir með sætkartöflumús og sveppasósu

Matgæðingar vikunnar í tbl 9, 2023, eru Skagfirðingarnir Margrét Helga Hallsdóttir og Helgi Freyr Margeirsson. Margrét vinnur í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra og Helgi í útibúi Landsbankans á Króknum auk þess sem hann er þjálfari meistaraflokks kvenna í körfunni ásamt ýmsu öðru. Þau eiga saman þrjú börn, Hall Atla, Maríu Hrönn og Hólmar Daða.
Meira

Gaman að flestri handavinnu, allt frá því að skreyta kökur yfir í prjón

Auður Haraldsdóttir, er uppalin á Siglufirði en flutti á Sauðárkrók fyrir 33 árum. Hún lauk stúdentsprófi frá FNV og hefur aðallega unnið við skrifstofustörf síðan þá, t.d. hjá Pósti og síma, sem ritari á Heilbrigðisstofnuninni Sauðárkróki en síðustu 20 ár hjá RARIK.
Meira

UMSS með þrjá fulltrúa á Reykavíkurleikunum

UMSS er með þrjá fulltrúa á  Reykjavík International í frjálsum. Reykjavíkurleikarnir eru haldnir til að auka samkeppnishæfni íslenskra íþróttamanna og draga úr ferðakostnaði þeirra með því að búa til einstakan alþjóðlegan viðburð í Reykjavík sem dregur til sín sterka erlenda keppendur. Íþróttamenn þurfa að ná árangri á tímabilinu 1. okt. 2023 – 30. jan 2024 til að komast inn á topplistann.
Meira