A-Húnavatnssýsla

Litið til baka - Áskorendapenninn Birgitta H. Halldórsdóttir A-Hún.

Það er óhætt að segja að þetta ár sem nú er að renna sitt skeið hefur heldur betur sett okkur öll á annan stað í lífinu, stað sem að minnsta kosti ég hefði aldrei getað ímyndað mér að ég ætti eftir að upplifa. Fyrir nákvæmlega ári síðan var ég ásamt nokkrum góðum vinkonum úr Kvenfélagi Svínavatnshrepps að spóka mig í Crawley á Englandi, svo hamingjusöm og grunlaus um hvað myndi bíða okkar er heim kæmi. Þetta var dásamleg ferð, en við rétt komumst heim þegar skall á óveðrið sem byrjaði 10. desember og olli afar miklum skaða, bæði hér og annars staðar.
Meira

Góðir þorskhnakkar og marengsterta

Uppskriftir 37. tölublaðs 2018 komu úr Skagafirðinum en það voru hjónin Hulda Björg Jónsdóttir og Konráð Leó Jóhannsson sem gáfu okkur þær. Þau búa á Sauðárkróki og starfa bæði hjá FISK Seafood, Konráð sem viðhaldsmaður og Hulda er starfsmanna- og gæðastjóri. Þau telja því vel við hæfi að gefa uppskrift af ljúffengum þorskhnökkum sem þau segja að vel sé hægt að nota spari líka og ekki saki að fá sér marengstertusneið í eftirrétt.
Meira

Til veiga, til veiga vér vekjum sérhvern mann - kominn er illviðrakonungurinn þorri enn.

Í dag er bóndadagur eða fyrsti dagur þorra samkvæmt gamla íslenska tímatalinu og er hann þar fjórði mánuður vetrar, næstur á eftir mörsugi. Þorri hefst ætíð á föstudegi á tímabilinu 19.-25. janúar og lýkur á laugardegi fjórum vikum síðar en næsti mánuður, góan, heilsar á sunnudegi.
Meira

Ámundakinn eignast húsnæði Arionbanka á Blönduósi

Ámundakinn ehf. hefur eignast húseign Arion banka hf. að Húnabraut 5 á Blönduósi en fulltrúar þeirra undirrituðu um miðjan desember samning um kaupin.
Meira

Kirkjan á Sauðárkróki lýst appelsínugul í tilefni vitundarvakningar Krafts

Kraftur, stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur, hóf vitundarvakningu og fjáröflunarherferð í gær sem stendur til 4. febrúar nk. Markmið herferðarinnar er að vekja athygli á hversu marga krabbamein hefur áhrif á, selja húfur til styrktar félaginu og starfsemi þess sem og afla styrkja fyrir félagið.
Meira

Fróðleiksfundur um COVID úrræði stjórnvalda

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra og KPMG bjóða til gagnvirks fræðslufundar um COVID úrræði stjórnvalda þann 29. janúar næstkomandi.
Meira

Blönduósbær með hæst hlutfall erlendra ríkisborgara á Norðurlandi vestra

Þjóðskrá Íslands birti nýlega upplýsingar um fjölda erlendra ríkisborgara með skráða búsetu hér á landi eftir sveitarfélögum. Tölurnar miðast við 1. desember 2020. Hlutfall erlendra ríkisborgara er afar breytilegt milli sveitarfélaga, frá rúmum 44% niður í 1% en að jafnaði er hlutfallið um 14% sé horft til allra sveitarfélaga.
Meira

Fyrstu alíslensku þorralögin aðgengileg á Spotify

Bóndadagurinn er á morgun og gengur þá þorri í garð. Árni Björnsson segir í riti sínu Saga daganna að um fyrsta dag þorra hafi Jón Halldórsson í Hítardal (f. 1665) skrifað til Árna Magnússonar 1728, að sú hefð væri meðal almennings að húsmóðirin færi út kvöldið áður og bjóði þorrann velkominn, og inn í bæ, eins og um tiginn gest væri að ræða. Þau tímamót verða nú að fyrstu alíslensku þorralögin eru aðgengileg á Spotify og geta hljómað allan þorramánuðinn.
Meira

Gul viðvörun til hádegis

Gul veðurviðvörun er nú í gildi á Norðurlandi og verður svo fram til hádegis. Hvöss norðan og norðaustan átt er á landinu og verður áfram næstu daga. Spáin gerir ráð fyrir stífri norðan og norðaustan átt en hvassari á stöku stað með talsverðri snjókomu, einkum á Tröllaskaga þar sem er óvissustig vegna snjóflóða og hættustig á Siglufirði.
Meira

Geðhjálp býður 30 skammta af G-vítamíni á þorranum

Við þurfum öll að rækta og vernda geðheilsu okkar. Rétt eins og með líkamlega heilsu, þar sem öllum er ráðlagt að taka vítamín daglega, gerir margt smátt eitt stórt í geðrækt,“ segir í tilkynningu frá Geðhjálp sem býður því 30 skammta af G-vítamíni á þorranum; ráðleggingar sem er ætlað að bæta geðheilsu. Á næstu dögum mun dagatal með G-vítamínsskömmtum verða sent inn á hvert heimili á Íslandi en einnig verður hægt að nálgast dagatalið í völdum sundlaugum og verslunum um allt land.
Meira