A-Húnavatnssýsla

Sigur í æfingaleik gegn FH í frumraun bandarísku stúlknanna

Lið Tindastóls í Bestu deild kvenna í knattspyrnu hefur samið við þrjár bandarískar stúlkur um að leika með liðinu í sumar. Það eru Grace Pettet sem er örvfættur varnarmaður, framherjinn Makala Woods og markvörðurinn Genevieve Crenshaw en hún er reyndar enn ekki kominn með leikheimild þó Donni þjálfari sé bjartsýnn á að það styttist í það. Áður var búið að segja frá því að hin þýska Nicole Hauk væri genginn til liðs við lið Tindastóls.
Meira

Hljómbrá á Löngumýri

Tríóið Hljómbrá sem skipað er „brussunum úr Blönduhlíðinni“ þeim Gunnu í Miðhúsum, Kollu á Úlfstöðum og Írisi Olgu í Flatatungu heldur sína fyrstu tónleika á Löngumýri, þriðjudaginn 1. apríl kl. 20.00.
Meira

Miklu stærra en Icesave-málið | Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Málið sem kennt er við bókun 35 við EES-samninginn er í raun miklu stærra en bæði Icesave-málið og málið varðandi þriðja orkupakka Evrópusambandsins. Miklir fjárhagslegir hagsmunir voru í húfi í Icesave-málinu sem snerist þó einungis um eina tiltekna lagagerð sambandsins. Tilskipun þess um innistæðutryggingar. Þriðji orkupakkinn varðar að sama skapi mikla hagsmuni í orkumálum en snýst þó að sama skapi um afmarkað regluverk.
Meira

Húnvetningar úr leik í Mjólkurbikarnum eftir framlengdan leik

Kormákur/Hvöt atti kappi við lið Magna frá Grenivík í Boganum á Akureyri og fór leikurinn fram seinni partinn. Um var að ræða leik í 1. umferð Mjólkurbikarsins. Heimamenn í Magna leiddu í hálfleik en leikar æstust í síðari hálfleik og endaði leikurinn 2-2. Þá þurfti að grípa til framlengingar þar sem lið Húnvetninga missti snemma mann af velli og Grenvíkingar gengu á lagið og unnu leikinn 4-2.
Meira

Fasteignagjöld víða hærri í landsbyggðum en á höfuðborgarsvæði

Byggðastofnun hefur fengið Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) til að reikna út fasteignamat á sömu viðmiðunarfasteigninni um land allt. Viðmiðunareignin er einbýlishús sem er 161,1 m² að grunnfleti og 476 m³ á 808 m² lóð. Fasteignagjöld eru reiknuð út af Byggðastofnun samkvæmt álagningarreglum ársins 2025 eins og þær eru í hverju sveitarfélagi, út frá fasteignamatinu sem HMS reiknar og gildir frá 31. desember 2024. Útreikningar voru gerðir fyrir 103 matssvæði í 48 sveitarfélögum.
Meira

Rarik endurnýjar mæla í Húnabyggð

Á heimasíðu Húnabyggðar segir að í næstu viku munu starfsmenn frá Rarik hefja endurnýjun snjallmæla fyrir hita og rafmagn á Blönduósi. Haft verður samband við viðskiptavini fljótlega og upplýsingar sendar um mælaskiptin bæði með SMS skilaboðum og nánari upplýsingum í tölvupósti. Þá munu Rarik starfsmenn vera í sambandi til að finna tíma sem hentar. 
Meira

Opið fyrir umsóknir um framlög til verkefna á sviði almenningssamgangna

Innviðaráðherra hefur opnað fyrir umsóknir um framlög til verkefna á sviði almenningssamgangna, sem veitt eru á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2022-2036, aðgerð A.10 - Almenningssamgöngur á milli byggða. Markmiðið er að styðja við áframhaldandi þróun almenningssamgangna milli byggða, m.a. til að tengja ýmsa sérakstursþjónustu við almenningssamgöngur.
Meira

Karlakór Bólstarhlíðarhrepps í Miðgarði

Á morgun laugardaginn 29. mars heimsækir Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps Miðgarð í Skagafirði með afmælisprógrammið sitt, í tilefni 100 ára afmæli kórsins.
Meira

Menntaskólinn við Hamrahlíð hafði betur í Gettu betur

Lið Menntaskólans á Akureyri og Menntaskólans við Hamrahlíð mættust í úrslitum Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna, í gærkvöldi. Á meðal keppenda Menntaskólans á Akureyri var fyrrum nemandi Höfðaskóla á Skagaströnd, Skagamærin Sólveig Erla Baldvinsdóttir frá Tjörn á Skaga.
Meira

Gamli bærinn á Blönduósi verður aðdráttarafl ferðamanna

Á vef SSNV segir frá því að undirritaður hefur verið viðaukasamningur vegna verkefnisins Gamli bærinn á Blönduósi – aðdráttarafl ferðamanna, sem styrkt er á grundvelli sóknaráætlunar landshlutans fyrir hönd Húnabyggðar. Samningurinn er gerður með vísan í aðgerð C.1 Sértæk verkefni sóknaráætlanasvæða í stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2022–2036.
Meira