A-Húnavatnssýsla

Lögreglan á Norðurlandi vestra vill minna á að blessuð börnin segja frá flestu - verum fyrirmyndir!

Á Facebook-síðunni Lögreglan á Norðurlandi vestra segir að nú séu öll börn á fimm ára aldursári búin að fá heimsókn frá lögreglunni. Tilgangurinn með þessari heimsókn var að spjalla við þau um mikilvægi þess að nota öryggisbelti og endurskinsmerki. En frá ýmsu segja blessuð börnin og þau hafa greinilega verið vitni af að einhverjir í kringum þau noti hvorki endurskinsmerki né bílbelti sem er mjög alvarlegt mál ef eitthvað kemur upp á. Lögreglan vill því minna á að þeir sem eldri eru eru fyrirmyndir þeirra yngir og ávallt á að nota öryggisbelti og annan öryggisbúnað í bílum sem hæfir aldri og þorska barna, slysin gera ekki boð á undan sér þó svo viðkomandi sé jafnvel að aka á heimatúninu eða rétt úr í fjós.
Meira

Stólastúlkur unnu Aþenu í framlengdum leik

Það komu gleðitíðindi frá Austurberginu í Reykjavík í gær, föstudaginn 16. febrúar, þegar Stólastúlkur unnu Aþenu í framlengdum leik 86 - 87. Fyrir leikinn voru stelpurnar í 3. sæti en sitja nú í því 4. en eiga leik til góða. Á Facebook-síðu Körfuknattleiksdeildar Tindastóls segir að leikurinn hafi byrjaði vel og var jafn og fór fyrsti leikhluti 24 - 25 fyrir Tindastól. Annar leikhluti var ekki jafn góður fyrir Stólastúlkur og vann Aþena hann 18 - 8 og staðan 42 - 33 fyrir Aþenu í hálfleik.
Meira

Fíkniefnaleitarhundurinn Olly tekur til starfa

Á Facebooksíðu Lögreglan á Norðurlandi vestra segir frá því að síðastliðin miðvikudag afhenti Lögreglan á Norðurlandi vestra Tollgæslunni fíkniefnaleitarhundinn Olly. Olly kemur frá Englandi og er af tegundinni Enskur Springer Spaniel.
Meira

Varnarjaxlinn Fannar Örn Kolbeinsson genginn til liðs við Kormák/Hvöt

Á Aðdáendasíðu Kormáks/Hvatar segir að varnarjaxlinn reyndi Fannar Örn Kolbeinsson er genginn til liðs við Kormák Hvöt frá Hvíta Riddarnum í Mosfellsbæ. Fannar ættu margir glöggir knattspyrnuunnendur á Norðurlandi vestra að þekkja vel því hann lék á árum áður næstum 200 leiki með Tindastóli.
Meira

Úlfur Úlfur með nýtt myndband við lagið Myndi Falla

Vísir.is frumsýndi í dag myndband við lagið Myndi Falla af nýjustu plötu sveitarinnar, Hamfarapopp. Platan er fjórða plata rappdúettsins en hana skipa Skagfirðingarnir Arnar Freyr og Helgi Sæmundur Guðmundsson. Í samtali við vísir.is segir Arnar Freyr „Við höfum gert nokkur helvíti góð myndbönd með Magga Leifs en þetta er okkar besta verk hingað til, ekki spurning,“  Leikstjóri myndbandsins er Magnús Leifsson en hann á heiðurinn af eftirminnilegum myndböndum strákanna, meðal annars við lögin Tarantúlur, Brennum Allt og Bróðir.
Meira

Sigtryggur og Þórir í landsliðshópnum

Á heimasíðu KKÍ segir að landslið karla hefur verið kallað saman til æfinga og undirbúnings en framundan eru tveir landsleikir í nýrri undankeppni EM, EuroBasket 2025, sem hefst í næstu viku. Landsliðsglugginn stendur yfir dagana 19.-26. febrúar og leikur Ísland sinn fyrri leik í Laugardalshöllinni gegn Ungverjalandi fimmtudaginn 22. febrúar kl. 19:30 og þann síðari í Istanbúl gegn Tyrklandi sunnudaginn 25. febrúar kl. 13:00 að íslenskum tíma (16:00 að staðartíma ytra). RÚV mun sýna báða leikina beint.
Meira

Tap gegn Njarðvík

Þessi frétt verður eflaust ekki lesin af neinum þar sem fyrirsögnin segir allt sem enginn vildi heyra eða sjá eftir gærkvöldið en staðan er því miður þannig að Tindastóll tapaði gegn Njarðvík í furðulegum leik þar sem nokkrir dómar voru vafasamir. Þar sem ég er ekki vön að lasta einn né neinn segi ég ekki meir og við leyfum sögusögnum bæjarins bara að fljóta því þær hafa í þessu tilviki sannleiksgildi. 
Meira

Metár í sjúkraflutningum hjá Brunavörnum Skagafjarðar

Á Facebook-síðu Brunavarna Skagafjarðar voru settir fram nokkrir tölfræðimolar á stafinu og segir að sjúkraflutningar í umdæminu hafi verið 485 talsins, sem er mesti fjöldi sjúkraflutninga á einu ári hjá Brunavörnum Skagafjarðar frá því mælingar hófust. Stærsti mánuður ársins var janúar, en í honum voru 55 sjúkraflutningar. Flestir sjúkraflutningar eru frekar tímafrekir því í tæplega 57% tilfella var farið með sjúkling á Sjúkrahúsið á Akureyri.
Meira

FoodSmart Nordic á Blönduósi valið á Fjárfestahátíð Norðanáttar

Á vef SSNV segir að átta fyrirtæki hafa verið valin til þátttöku á Fjárfestahátíð Norðanáttar sem fer fram á Siglufirði þann 20. mars næstkomandi og var eitt fyrirtæki frá Norðurlandi vestra í hópnum en það er FoodSmart Nordic á Blönduósi. Er þessi hátíð góður vettvangur fyrir frumkvöðla og fyrirtæki sem leita eftir fjármagni og eru tilbúnir að fá fjárfesta að borðinu.
Meira

Tökum samtalið og kveikjum neistann

Fræðslunefnd Skagafjarðar bókaði á fundi sínum í gær, miðvikudaginn 14. febrúar, að skipa tvo vinnuhópa sem snúa að starfsemi leik- og grunnskóla í Skagafirði og að skipuleggja kynningu á verkefninu Kveikjum neistann. Með þessari grein viljum við kynna forsendur nánar fyrir íbúum.
Meira