Rokkkór Húnaþings vestra hnyklar vöðvana
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Listir og menning
06.02.2025
kl. 08.35
Vikuna 22.-29. mars nk. mun Rokkkórinn úr Húnaþingi vestra fara á stjá með þrenna tónleika. Já, það er ekki bara farið suður á höfuborgarsvæðið 22. mars, heldur líka austur í Skagafjörð fimmtudaginn 27. mars og svo heima á Hvammstanga 29. mars. Síðustu helgina í apríl mun kórinn svo halda vestur í Búðardal og koma fram á Jörfagleðinni. Það er því nóg fyrir stafni hjá kórnum á næstunni en hafa æfingar staðið yfir með hléum frá því um haustið 2023.
Meira