Loks mátti lið Akureyringa lúta í gras á Króknum
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Íþróttir, Vestur-Húnavatnssýsla, Lokað efni
24.07.2025
kl. 22.58
Það urðu talsvert tíðindi í kvöld þegar lið Tindastóls tók á móti vinum okkar í Þór/KA í Bestu deildinni í knattspyrnu. Stólastúlkur höfðu aldrei borið sigurorð af grönnum sínum í leik á Íslandsmóti en á því varð kærkomin breyting og þetta var enginn heppnissigur. Heimaliðið skapaði sér betri færi í leiknum með góðri pressu og snöggum og hnitmiðuðum skyndisóknum á meðan að gestirnir voru meira með boltann en sköpuðu fá ef einhver færi. Lokatölur 2-0 og þrjú góð stig í sarpinn.
Meira
