Litið til baka - Áskorendapenninn Birgitta H. Halldórsdóttir A-Hún.
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Aðsendar greinar
23.01.2021
kl. 10.20
Það er óhætt að segja að þetta ár sem nú er að renna sitt skeið hefur heldur betur sett okkur öll á annan stað í lífinu, stað sem að minnsta kosti ég hefði aldrei getað ímyndað mér að ég ætti eftir að upplifa. Fyrir nákvæmlega ári síðan var ég ásamt nokkrum góðum vinkonum úr Kvenfélagi Svínavatnshrepps að spóka mig í Crawley á Englandi, svo hamingjusöm og grunlaus um hvað myndi bíða okkar er heim kæmi. Þetta var dásamleg ferð, en við rétt komumst heim þegar skall á óveðrið sem byrjaði 10. desember og olli afar miklum skaða, bæði hér og annars staðar.
Meira