A-Húnavatnssýsla

Breytingar í starfsmannahaldi hjá Kormáki/Hvöt

Tveir leikmenn hafa í vikunni samið við Kormák/Hvöt um að spila með liðinu út tímabilið nú þegar leikmannaglugginn hefur opnað. Það eru Federico Ignacio Russo Anzola sem lék áður með KF og Bocar Djumo sem ku hafa raðað inn mörkum í 4. deild í Þýskalandi. Á móti kemur að Acai Elvira Rodriguez og Jaheem Burke hafa hoppað af húnvetnska vagninum sem og Ingvi Rafn Ingvarsson fyrrum þjálfari liðsins.
Meira

Bríet í Gránu og Krúttinu

Bríet hefur ferðast um landið í sumar með vinum sínum Magnúsi Jóhanni og Bergi Einari og spila þau fyrir ykkur uppáhalds lögin ykkar og kynna fyrir ykkur glæný lög í leiðinni.
Meira

„Algerlega sturlað flott hjá þeim að vera taplausar í sumar“

Það var stúlknaleikur á Sauðárkróksvelli í gær þegar lið Tindastóls/Hvatar(Kormáks tók á móti Hafnfirðingum í sameinuðu liði FH/ÍH í B-deild 2. flokks. Þegar kom að þessum leik hafði liðið okkar unnið alla fimm leiki sína í sumar og sat í efsta sæti deildarinnar. Gestirnir komust snemma í forystu en heimastúlkur jöfnuðu og lokatölur 2-2.
Meira

Mikil ánægja með Húnavöku

Húnavaka var haldin 17. – 20. júlí á Blönduósiog tókst með eindæmum vel til. Feykir hafði samband við Kristínu Lárusdóttur, menningar og tómstundaráðgjafa í Húnabyggð, og spurði út þessa metnaðarfullu og fjölbreyttu bæjarhátíð.
Meira

Ingibergur bar sigur úr býtum á Opna Húnavökumótinu

Opna Húnavökumót Golfklúbbsins Óss á Blönduósi í samstarfi við Borealis fór fram laugardaginn 19. júlí í mildu veðri á Vatnahverfisvelli. Alls voru 27 keppendur skráðir til leiks og var ræst út stundvíslega kl. 10 af formanni klúbbsins, Eyþóri Franzsyni Wecher, og mótastjóra, Valgeiri M. Valgeirssyni. Leiknar voru 18 holur í punktakeppni með forgjöf í einum flokki.
Meira

Framkvæmdir við Vatnsdalsveg dragast saman

Vegagerðin hefur ákveðið breytingar á framkvæmdum við Vatnsdalsveg. Upphaflega var áætlað að endurbyggja samtals 14,9 kílómetra kafla frá Hringvegi og suður að afleggjara að Undirfellsrétt en síðar var ákveðið að stytta framkvæmdakaflann niður í 13 kílómetra. Nú áformar Vegagerðin að kaflinn verði níu kílómetrar og er ástæðan sögð verða boð um niðurskurð hjá stofnuninni. Byggðarráð Húnabyggðar mótmælir þessari ákvörðun harðlega og krefst svara frá Vegagerðinni og ráðherra samgöngumála.
Meira

Austfirðingar fengu á baukinn á Blönduósi

Lið Kormáks/Hvatar fékk Austfirðinga í heimsókn á Blönduós í gærdag. Húnvetningar áttu harma að hefna eftir að lið KFA fór vægast sagt illa með gesti sína í fyrstu umferð 2. deildar og vann leikinn 8-1. Leikurinn í gær var um margt líkur fyrri leiknum nema nú voru liðsmenn KFA sem fóru hnípnir heim með skottið á milli lappanna eftir 5-1 tap.
Meira

Húnvetningar dansa á Spáni

Eins og Feykir hefur sagt frá áður þá fór góður hópur af húnvetnskum krökkum til Spánar að keppa í dansi og eru þau nýkomin heim úr þeirri ferð. Feykir hafði samband við eina úr hópnum, Íseyju Waage sem á heima í Skálholtsvík í Húnaþingi vestra og spurði hana út í þetta ævintýri.
Meira

Sigurdís Sandra bæði á Hólum og Heimilisiðnaðarsafninu

Sigurdís Sandra Tryggvadóttir tónskáld, píanóleikari og söngkona verður með tvenna tónleika á Norðurlandi vestra á morgun, sunnudaginn 20. júlí. Hún hefur leik í Hóladómkirkju kl. 11:00 og drífur sig svo vestur á Blönduós þar sem hún spilar á sumartónleikum Heimiisiðnaðarsafnsins kl. 15:00 og slær þannig lokahöggið á Húnavöku.
Meira

HÚNAVAKA : „Það verður fullt hús hjá okkur hjónunum“

Það er víst ótrúlega oft hægt að plata Auðun Sigurðsson í að gera hitt og þetta. Því plataði Feykir hann til að svara örfáum spurningum um Húnavökuna. „Ég bý á Blönduósi og hef gert það lungan úr mínu lífi. Þessa dagana er ég einna helst að sinna minni vinnu, ditta að heima hjá mér og leika golf í frístundum,“ segir þessi fyrrum markvörður Hvatar í fótboltanum.
Meira