A-Húnavatnssýsla

Rekstur Húnabyggðar skilaði 210 milljóna afgangi

Rekstur Húnabyggðar gekk vonum framar á síðasta ári og samkvæmt ársreikningi 2024 varð rekstrarniðurstaðan jákvæð um rúmlega 210 milljónir króna. Eigið fé í lok árs 2024 nam 1,5 milljarði. Í frétt á Húnahorninu segir að rekstrartekjur sveitarfélagsins í fyrra námu rúmum 2,9 milljörðum og þar af voru skatttekjur tæpir 1,3 milljarðar. Rekstrargjöld námu um 2,4 milljörðum og þar af voru laun og launatengd gjöld um 1,4 milljarður. Afskriftir námu 149 milljónum og fjármagnsgjöld tæpum 180 milljónum. Niðurstaðan er 184 milljónum betri en áætlun gerði ráð fyrir.
Meira

161 nemandi brautskráðist frá FNV í gær

Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra var slitið við hátiðlega athöfn miðvikudaginn 28. maí. Frá skólanum brautskráðust 161 nemandi af öllum brautum skólans. Ingileif Oddsdóttir, skólameistari, og Þorkell V. Þorsteinsson, aðstoðarskólameistari, stýrðu athöfninni. Þau sérstöku tímamót verða við skólann að loknu þessu skólaári að þrír stjórnenda skólans; Ingileif skólameistari, Keli aðstoðarskólameistari og Kristján Bjarni Halldórsson áfangastjóri, láta af störfum.
Meira

Sjómenn til hamingju! | Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar

Sjómenn Íslands fyrr og nú eiga heiður skilinn fyrir framlag sitt til íslensks samfélags. Það þarf sterk bein til að sækja sjó því það er ekki alltaf logn og blíða og veður geta oft verið válynd og æðruleysi og dugnaður hefur einkennt íslenska sjómannastétt.
Meira

Rannsóknir efldar á vatnasviði Blöndu

Landsvirkjun og Veiðifélag Svartár og Blöndu komust í vetur að samkomulagi um kostun Landsvirkjunar á vöktun seiðastofna í báðum ám. Í frétt Húnahornsins segir að Landsvirkjun muni einnig kosta úttekt Hafrannsóknastofnunar á ástandi laxastofnsins í Blöndu. Þá er fyrirhuguð rannsókn á fiskstofnum í bergvatnsánum uppi á Auðkúluheiði og Eyvindarstaðaheiði sem falla til Blöndulóns.
Meira

Farskólinn óskar eftir að ráða verkefnastjóra

Þau leiðu mistök urðu í auglýsingu Farskólans í Sjónhorninu sem kom út í dag að óskað var eftir að ráða skólastjóra til starfa en raunin er að Farskólinn leitast eftir að ráða verkefnastjóra. Í auglýsingunni segir að Farskólinn leitar að öflugum og jákvæðum einstaklingi/einstaklingum til að takast á við lifandi og fjölbreytt starf verkefnastjóra í símenntun. Náin og þétt teymisvinna starfsfólks er ríkjandi í verkefnum Farskólans. Til greina kemur að ráða í fleiri en eina stöðu og starfshlutfall og vinnutími getur verið umsemjanlegur.
Meira

Arney og Lydía hlutu viðurkenningar á Hólum

Síðastliðinn laugardag fór fram reiðsýning brautskráningarnema til BS prófs í reiðmennsku og reiðkennslu við Háskólann á Hólum. Tíu nemendur útskrifast frá skólanum með BS próf í reiðmennsku og reiðkennslu nú í vor. Brautskráning fer fram miðvikudaginn 6.. júní í hátíðarsal skólans.
Meira

Skagstrendingar óttast að hækkun veiðigjalda ýti undir sölu aflaheimilda frá staðnum

Í frétt á vef SSV er sagt frá því að þegar skoðað er hvernig hækkun veiðigjalds gæti hækkað eftir stærð fiskiskipa, í veiðimagni talið, kemur í ljós að hún er hlutfallslega mest hjá þeim smæstu. Það eru þau sem veiða á bilinu 1 til 349 tonn á ári en þetta leiða útreikningar í ljós. Lítill kvóti er eftir til skiptanna á Skagaströnd og Feykir spurði Halldór Gunnar Ólafsson oddvita á Skagaströnd hvort sveitarstjórn hefði áhyggjur af hækkun veiðigjalda í ljósi þessa.
Meira

Allir með

UMSS, Svæðisstöðvar íþróttahéraða og Íþróttasamband fatlaðra (ÍF) boða til vinnustofu fyrir forsjáraðila, íþróttaþjálfara, starfsfólk skóla og áhugafólk um íþróttir. Á vinnustofunni ætlum við að ræða hvernig við getum komið af stað skipulögðum æfingum eða komið fötluðum og þeim sem finna sig ekki í almennum íþróttum betur inn í það íþróttastarf sem er nú þegar í boði í Skagafirði.
Meira

Prjónagleði um helgina

Prjónagleðin er prjónahátíð sem haldin hefur verið árlega og nú í ár verður hátíðin haldin í níunda sinn dagana 30.maí- 1.júní á Blönduósi. Markmið Prjónagleðinnar hefur frá upphafi verið að sameina prjónafólk og skapa því vettvang til þess að hittast og miðla prjónasögum, nýjum hugmyndum og aðferðum, gömlum hefðum og síðast en ekki síst prjónagleðinni í öllum sínum fjölbreytileika.
Meira

Vilja frekar slátra á Selfossi en á Króknum

Í frétt á RÚV.is segir að einhverjir sauðfjárbændur í Húnavatnssýslum hafi óskað eftir því að fara með fé í slátrun hjá SS á Selfossi enda ekki lengur slátrað á Blönduósi í kjölfar uppsagna starfsmanna SAH afurða og lokunar sláturhússins. Fullbókað mun vera í sláturhúsið á Hvammstanga og því komast ekki allir bændur í Húnavatnssýslum þangað með fé til slátrunar í haust og þurfa að leita annað.
Meira