A-Húnavatnssýsla

Friður, sátt og sanngirni

Lífið á flestum heimilum landsins er með óvenjulegum brag um þessar mundir, raunar á það við um alla heimsbyggðina. Hér á landi eigum við því láni að fagna að umsjón aðgerða til að sporna við stjórnlausri útbreiðslu Covid veirunnar hefur verið í höndum afburða fagfólks og það er vel. Því er ekki að heilsa í öllum samfélögum. Haft er á orði að þessi faraldur sé ein mesta ógn sem heimurinn hefur staðið frammi fyrir frá stríðslokum, og margir eru uggandi um friðinn.
Meira

Íbúum Akrahrepps fjölgar hlutfallslega mest

Þjóðskrá Íslands sendi frá sér tölur um íbúafjölda í byrjun aprílmánaðar eins og vant er um mánaðamót. Þar kemur fram að Íslendingum hefur fjölgað um 0,5% frá 1. desember eða um 1.735 manns og eru landsmenn nú 365.863. Fjölgun hefur orðið í öllum landshlutum nema Vestfjörðum og á Norðurlandi vestra þar sem varð lítilsháttar fækkun.
Meira

Prjónagleði frestað um ár

Ákveðið hefur verið að fresta Prjónagleðinni sem halda átti dagana 12.-14. júní í sumar um ár eða til 11. - 13. júní 2021. Er það gert vegna COVID-19 faraldursins sem nú leikur allt samkomuhald í landinu grátt. Engu að síður verður áður auglýst prjónasamkeppni haldin en mun nú fara fram á netinu og verður almenningi gefinn kostur á að kjósa sína uppáhaldshönnun. Einnig verður haldið áfram að kynna einstaklinga og fyrirtæki sem vinna með ull á Textílslóð Norðurlands vestra.
Meira

Ráðið í þrjár stöður við þróunarsvið Byggðastofnunar

Ráðið hefur verið í þrjú störf sérfræðinga á þróunarsviði Byggðastofnunar en þau voru auglýst laus til umsóknar í febrúar sl. Alls bárust 36 umsóknir, 17 frá konum og 19 frá körlum. Ákveðið hefur verið að ráða þau Reinhard Reynisson, Ölfu Dröfn Jóhannsdóttur og Þorkel Stefánsson í störfin og er reiknað með að þau hefji störf í maí nk. að því er segir á vef Byggðastofnunar.
Meira

Fjárstuðningur vegna afleysingaþjónustu fyrir bændur sem fá COVID-19

Vinnumálastofnun og stjórn Tryggingasjóðs sjálfstætt starfandi einstaklinga gert samkomulag við Bændasamtök Íslands um fjárstuðning vegna afleysingaþjónustu fyrir bændur sem veikjast af kórónuveirunni sem veldur COVID-19 sjúkdómnum og geta af þeim sökum ekki sinnt bústörfum. Samkomulagið er afturvirkt frá 15. mars og gildir til og með 31. maí.
Meira

Flestir í sóttkví á Króknum á Norðurlandi vestra

Sjö ný Covid-19 smit hafa greinst á Norðurlandi vestra síðasta sólahringinn og eru þá orðin alls 29 en fjöldi einstaklinga í sóttkví hefur snarminnkað, úr 363 í 160, þ.e. fækkað um 203. Þeir sem á annað borð sæta einangrun á svæðinu eru flestir staðsettir í dreifbýli Húnaþings með póstnúmer 531, eða tíu manns en fæstir á Sauðárkróki þar sem þrír eru í einangrun en aftur á móti eru flesti í sóttkví þar eða 40 manns.
Meira

Oft var þörf – nú er nauðsyn

Það þarf ekki að hafa mörg orð um ástandið þessa dagana og vikurnar. Eins og Víðir segir þá virkar ekkert í samfélagi okkar nú eins og það virkar alla jafna. Ekki er hægt að segja til um hversu lengi það ástand varir. Áhrif þess eru og munu verða víðtæk. Starfsemi fjölmargra, ef ekki allra, fyrirtækja og stofnana er skert eða breytt frá því sem áður var. Það eru því fjölmargir sem búa við óvissu, óöryggi og afkomuáhyggjur.
Meira

Ráðist í miklar fjárfestingar í samgöngum, fjarskiptum og byggðamálum til að vinna gegn samdrætti

Alþingi samþykkti nýverið aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins og yfirvofandi atvinnuleysis og samdráttar í hagkerfinu. Markmið átaksins er að ráðast í arðbærar fjárfestingar og um leið auka eftirspurn eftir vinnuafli og örva landsframleiðslu á tímum samdráttar.
Meira

Heilun samfélagsins

Við erum að renna inn í þriðju viku samkomubanns og samfélagið dregur sig inn í skel. Margir vinna heima og aðrir eru komnir heim, þar sem fyrirtæki hafa stoppað meðan þessi stormur gengur yfir. Það má vera ljóst að fólk óttast ekki einungis um heilbrigði sitt heldur líka um afkomu sína og hvaða raunveruleiki blasi við þegar plágan er gengin hjá. Nú reynir á stoðir nærsamfélagsins og hver og einn skiptir máli í því sambandi.
Meira

Reynt við fyrsta heimsmetið í lestri

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hleypir í dag af stokkunum lestrarverkefni fyrir þjóðina, þar sem börn og fullorðnir eru hvött til að nýta til lesturs þann tíma sem gefst við núverandi aðstæður.
Meira