Það hleypur á hleðslusnærið hjá Skagstrendingum
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Lokað efni
11.09.2025
kl. 09.39
Á vef Skagastrandar er sagt frá því að af hleðslustöðvarmálum í sveitarfélaginu séu góðar fréttir en það styttist í að uppsetning á hraðhleðslustöð verði klár. Um er að ræða 150 kW Alpitronic hraðhleðslustöð opna almenningi með tveimur CCS2 tengjum. Hægt verður að hlaða tvo rafbíla samtímis. Stöðin verður staðsett á lóð Olís við Oddagötu 2. Hraðhleðslustöðina má finna í Ísorku appinu og verður aðgengileg með hleðslulykli Ísorku og með Ísorku appinu.
Meira
