A-Húnavatnssýsla

Skagaströnd tekur þátt í verkefninu Barnvæn sveitarfélög

Á vef Skagastrandar segir af því að Alexandra Jóhannesdóttir, sveitarstjóri, hafi heimsótt Höfðaskóla á þessum fallega föstudegi til að skrifa undir samninginn Barnvæn sveitarfélög við UNICEF og Mennta- og barnamálaráðuneytið í viðurvist nemenda úr Höfðaskóla. Um er að ræða verkefni sem styður sveitarfélög við að innleiða Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í alla sína stjórnsýslu og starfsemi.
Meira

Arctic Cat Snocross í Tindastólnum - á sunnudaginn!

Í hádeginu sunnudaginn 27. mars verður keppt í Arctic Cat Snocross á skíðasvæðinu í Tindastólnum – athugið breyttan keppnisdag. Þeir sem elska Formúlu, býflugnahljóð og benzínilm snemma að morgni ættu að skella sér í Stólinn og fylgjast með spennandi keppni. Samkvæmt upplýsingum Feykis er reiknað með um 40 þátttakendum á alvöru keppnissleðum en keppt verður í þremur flokkum.
Meira

Vilhjálmur hafði betur í slagnum við Þórarin um formannssæti SGS

Í morgun var kosið um nýjan formann Starfsgreinasambands Íslands á þingi sambandsins sem nú fer fram á Akureyri. Valið stóð milli tveggja frambjóðenda; Þórarins G. Sverrisson, formanns Öldunnar stéttarfélags í Skagafirði annars vegar, og Vilhjálms Birgissonar, formanns Verkalýðsfélags Akraness hins vegar. Fór svo að Vilhjálmur hafði nauman sigur, hlaut 70 atkvæði en Þórarinn 60 en kjörsókn var 93%, 130 greiddu atkvæði af 135.
Meira

Magnús Þór Ásmundsson ráðinn forstjóri RARIK ohf.

Magnús Þór Ásmundsson hefur verið ráðinn í starf forstjóra RARIK ohf. og tekur hann við starfinu frá 1. maí næstkomandi af Tryggva Þór Haraldssyni sem stýrt hefur fyrirtækinu frá árinu 2003.
Meira

„Ekki nóg að mæta bara í hnakknum“

Hofsósingurinn góðkunni, Gísli Einarsson, hefur leitt lið Landans á RÚV til margra ára og er einkar laginn við að þefa uppi forvitnilegar hliðar mannlífsins. Nú á dögunum var hann staddur í Skagafirði, nánar tiltekið í reiðhöllinni Svaðastöðum á Sauðárkróki, þar sem nemendur FNV héldu svokallað Fjörmót en þeir þurfa að sjá um allt er viðkemur mótshaldinu, bæði utan vallar og innan.
Meira

H-listinn býður fram í nýju sveitarfélagi í Austur-Hún

Það er orðið kristaltært að íbúar í sameinuðu sveitarfélagi Húnavatnshrepps og Blönduósbæjar geta í það minnsta valið milli tveggja lista í komandi sveitarstjórnarkosningum. Þegar hafði D-listi Sjálfstæðismanna og óháðra verið kynntur til sögunnar og nú í vikunni bættist H-listinn í pottinn en það er Jón Gíslason á Stóra-Búrfelli, núverandi oddviti Húnavatnshrepps, sem leiðir listann.
Meira

Matgæðingur í tbl 12 - Eldbökuð pizza og ís með Mars-sósu

Matgæðingur í tbl 12 í ár er Magnús Barðdal en hann er fæddur og uppalinn á Króknum. Magnús er giftur Önnu Hlín Jónsdóttur og eru þau að sjálfsögðu búsett á Sauðárkróki og eiga saman fjögur börn. Magnús vinnur í dag hjá SSNV sem verkefnisstjóri fjárfestinga en saman eiga þau hjónin gistiheimilið Hlín Guesthouse sem staðsett er á Steinsstöðum í Lýdó.
Meira

Þvílíkur hvalreki :: Leiðari Feykis

Eins og fram kemur á forsíðu Feykis þessa vikuna rak stærðarinnar hval upp í fjöru í landi Bessastaða í Húnaþingi vestra. Í orðabókum er hvalreki m.a. skilgreindur sem óvænt stórhapp en eins og flestir vita var litið á hvalreka sem mikinn happafeng á öldum áður og dæmi um að slíkt hafi bjargað fjölda fólks frá hungurdauða.
Meira

Þórarinn í Öldunni sækist eftir formennsku í Starfsgreinasambandinu

Þórarinn G. Sverrisson, formaður Öldunnar stéttarfélags í Skagafirði, býður sig fram til formennsku í Starfsgreinasambandi Íslands, nú þegar Björn Snæbjörnsson hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér. Þórarinn segir Björn hafa reynst farsæll formaður og tekist að halda góðum friði og starfsanda innan sambandsins í sinni formannstíð.
Meira

Rúmar 20 milljónir úr Húsafriðunarsjóði á Norðurland vestra

Alls bárust 285 umsóknir um styrk úr húsafriðunarsjóði árið 2022 alls upp á ríflega 1,2 milljarða króna en einungis var úthlutað fjórðungi þeirrar upphæðar eða 300 milljónir til 242 umsókna sem hlutu náð fyrir augum matsnefndar. Nokkur verkefni á Norðurlandi vestra hlutu styrki upp á rúmar 20 milljónir.
Meira