A-Húnavatnssýsla

Frábær stemning á Húnavöku

Húnvetningar unnu stóra pottinn í veðurlottóinu þegar fjölskyldudagskrá Húnavöku fór fram í dag og fallegi Blönduós skartaði sínu fegursta. Enda var fjölmenni á svæðinu við íþróttamiðstöðina þar sem Villi Naglbítur kynnti fjölbreytta dagskrárliði og var með skemmtiatriði. Taylor's Tivoli sló í gegn hjá yngstu kynslóðinni svo eitthvað sé nefnt. Að dagskránni lokinni var fótboltaleikur, sundlaugarpartý og kótilettukvöld og nú í kvöld stjórnaði Magni Ásgeirs brekkusöng og senn hefst stórdansleikur með hljómsveitinni Á móti sól.
Meira

Þolinmæði, útsjónarsemi og góður undirbúningur lykillinn að því að ná góðum myndum af fuglum

Ljósmyndir Blönduósingsins, Róberts Daníels Jónssonar, af hafarnarhreiðri hafa vakið verðskuldaða athygli en nú í vikunni fór hann með sérfræðingum frá Náttúrufræðistofnun Íslands til að merkja og mynda hafarnarunga. „Ég átti stórkostlegan dag, VÁ hvað þetta var geggjað! Ég var að upplifa draum sem ég hef átt síðan ég var barn,“ segir Róbert á Facebook-síðu sinni þar sem sjá má fjölda hreint frábærra mynda úr ferðinni. Feykir hafði samband við Robba Dan og forvitnaðist um galdurinn við að taka góðar fuglamyndir.
Meira

Útitónleikar Húnavöku í kvöld og stútfull dagskrá alla helgina

Húnavaka á Blönduósi hófst í gær og er þetta í 19. skipti sem þessi metnaðarfulla bæjar- og fjölskylduhátíð er haldin. Dagskráin er fjölbreytt og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Samkvæmt frétt Húnahornsins þá verða útitónleikar á Húnavöku í kvöld og fara þeir fram aftan við íþróttamiðstöðina á Blönduósi.
Meira

Pétur Arason verður fyrsti sveitarstjóri Húnabyggðar

Sveitarstjórn Húnabyggðar hefur ráðið Pétur Arason sem sveitarstjóra. Alls sóttu 14 umsækjendur um starfið en sex drógu umsóknir sínar til baka. Pétur rekur ráðgjafafyrirtækið Manino sem sérhæfir sig í stjórnendaráðgjöf, kennslu og ráðstefnuhaldi með áherslu á nýsköpun í stjórnun. Pétur er reynslumikill stjórnandi sem starfað hefur bæði hjá erlendum og innlendum fyrirtækjum og m.a. hjá Marel í 10 ár. Sem ráðgjafi hefur Pétur unnið með fjölda fyrirtækja, sveitarfélaga, stofnana og félagasamtaka. Hann hefur umfangsmikla reynslu af stefnumótunar- og umbreytingaverkefnum bæði í alþjóðlegu viðskiptaumhverfi og á íslenskum atvinnumarkaði. Pétur hefur einnig kennt við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík og haldið fjölmörg námskeið um nútíma stjórnunaraðferðir.
Meira

Skagfirski kammerkórinn á Heimilisiðnaðarsafninu á sunnudag

Næstkomandi sunnudag, í enda Húnavöku, syngur Skagfirski kammerkórinn á Stofutónleikum Heimilisiðnaðarsafnsins á Blönduósi að Árbraut 29. Stjórnandi tónleikanna er Helga Rós Indriðadóttir.
Meira

Íslenska smáforritið HorseDay notað við kennslu í hestafræðideild Háskólans á Hólum

Í vor var íslenska snjallforritinu HorseDay hleypt af stokkunum en með forritinu fæst mikilvæg yfirsýn yfir þjálfun hesta og umhirðu, bein tenging við WorldFeng og GPS skráning við þjálfun hesta og á hestaferðum líkt og þekkist innan annarra tómstunda auk samfélagsumhverfis fyrir íslenska hestinn.
Meira

Gunnlaug Sigríður sýnir verk sín í gallerý HÚN

Nýr listamaður opnar sýningu sína í gallerý HÚN á Blönduósi í dag kl. 14:00 og mun sú sýning verða uppi fram yfir miðjan ágúst. Listamaðurinn er að þessu sinni heimamaður, Gunnlaug Sigríður Kjartansdóttir, og verða átta akrílverk til sýnis sem hún hefur gert á námskeiðum hjá Inese Elferte myndlistarkennara.
Meira

Af ökuþórum og óþokkum :: Áskorandapenndinn Anna Margrét Sigurðardóttir

Þegar áskorunin um að skrifa í Feyki barst mér vildi svo til að ég var stödd úti á Tenerife með fjölskyldunni. Þegar kom að því að byrja að skrifa ræddi ég við manninn minn um hvað ég ætti mögulega að skrifa og sagði honum að ég nennti eiginlega hvorki að skrifa um skóla- eða sveitarstjórnarmál (vanalega fyrsta val), enda í fríi og það er mikilvægt að taka fríin sín alvarlega.
Meira

Alls konar veður eða veðurleysur í júlí

Í skeyti Veðurklúbbs Dalbæjar segir að eftir allskonar veður í júní, eins og klúbburinn hafði spáð í byrjun mánaðarins, þá sé nú komið að spá júlímánaðar. Þar kemur einnig fram að spáin fyrir júlí sé á flestan hátt svipuð og í fyrri mánuði nema von sé á hærra meðaltals hitastigi.
Meira

Frábær árangur frjálsíþróttakrakka af Norðurlandi vestra á MÍ um helgina

Meistaramót Íslands 11-14 ára fór fram á íþróttavelli UFA og Þórs á Akureyri um helgina þar sem um 200 keppendur frá tólf félögum reyndu með sér í frjálsum íþróttum. Fjölmargir keppendur af Norðurlandi vestra mættu til leiks og náðu framúrskarandi árangri. Um stigakeppni var að ræða sem fer þannig fram að sigurvegari í hverri grein fær 10 stig og koll af kolli þannig að 10. sæti fær 1 stig.
Meira