Kristín virkilega sátt með Húnavökuhelgina
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Listir og menning
23.07.2022
kl. 13.02
„Hátíðin gekk virkilega vel,“ tjáði Kristín Ingibjörg Lárusdóttir Feyki að aflokinni Húnavöku en Kristín er skipuleggjandi Húnavökunnar og starfar sem menningar-, íþrótta- og tómstundafulltrúi Húnabyggðar. „Ég gerði miklar breytingar á staðsetningum á hátíðarsvæði og breytingin hitti í mark. Allir viðburðir voru mjög vel sóttir og mikið af fólki í bænum. Ég er ekki frá því að þetta hafi verið fjölmennasta Húnavaka hingað til,“ segir Kristín sem var hin ánægðasta þegar Feykir tók púlsinn á henni.
Meira
