Er að prufa að prjóna sokka í fyrsta skiptið
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla
12.02.2022
kl. 13.15
Guðrún Aníta Hjálmarsdóttir er fædd og uppalin á Sauðárkróki og flutti á Austurland vorið 2020 til þess að vinna í lögreglunni. Síðan þá er hún búin að kaupa hús á Eskifirði og er í sambúð með Ívari Birni Sandholt sem vinnur einnig í lögreglunni og eignuðust þau stelpu í byrjun ágúst 2021. Guðrún Aníta er aðallega að prjóna á börn í fjölskyldunni og svo núna á hennar eigið. Hún er reyndar byrjuð á tveimur fullorðinspeysum en þær eru ekki tilbúnar ennþá.
Meira