A-Húnavatnssýsla

Er að prufa að prjóna sokka í fyrsta skiptið

Guðrún Aníta Hjálmarsdóttir er fædd og uppalin á Sauðárkróki og flutti á Austurland vorið 2020 til þess að vinna í lögreglunni. Síðan þá er hún búin að kaupa hús á Eskifirði og er í sambúð með Ívari Birni Sandholt sem vinnur einnig í lögreglunni og eignuðust þau stelpu í byrjun ágúst 2021. Guðrún Aníta er aðallega að prjóna á börn í fjölskyldunni og svo núna á hennar eigið. Hún er reyndar byrjuð á tveimur fullorðinspeysum en þær eru ekki tilbúnar ennþá.
Meira

Bjarni Haraldsson - Minning

Það er með djúpri virðingu og þakklæti sem ég að leiðarlokum kveð tengdaföður minn Bjarna Haraldsson, kaupmann á Sauðárkróki. Bjarni hefur verið órjúfanlegur hluti af lífi mínu frá því að ég kynntist honum Lárusi Inga. Örfáum árum áður höfðu Dísa tengdamamma, sem þá var orðin ekkja og Bjarni hafið búskap. Ástarsaga Dísu og Bjarna er um margt sérstök, þau kynnast ung, þekkjast í áratugi og sennilega hefur hann Bjarni beðið lengi eftir henni Dísu sinni. Afrakstur ástar þeirra er hann Lárus minn sem naut þess í raun að eiga tvo feður, dásamlega menn sem báðir reyndust honum vel.
Meira

Fráveita á Skagaströnd í útboð

Sveitarfélagið Skagaströnd hefur óskað eftir tilboðum í fyrsta áfanga á fráveitu við Hólanes og Einbúastíg á Skagaströnd. Í verkinu felst vinna við sniðræsi fráveitu, frá Hólanesi til vesturs og norðurs meðfram Hólanesvegi og Strandgötu, allt að Einbúastíg, en þar opnast lögnin um bráðabirgðaútrás til sjávar vestan við Skagastrandarhöfn.
Meira

Edda Hlíf ráðin prestur í Þingeyrarklaustursprestakalli

Á heimasíðu Biskupsstofu kemur fram að sr. Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, hafi staðfest kosningu valnefndar sem vildi Skagfirðinginn Eddu Hlíf Hlífarsdóttur, mag. theol., til að gegna embætti sóknarprests í Þingeyraklaustursprestakalli í Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi.
Meira

Bændur fá stuðning vegna hækkunar áburðaverðs

Matvælaráðuneytið hefur tekið ákvörðun um ráðstöfun 700 m. kr. framlags í fjárlögum 2022 til að koma til móts við aukinn kostnað vegna áburðarkaupa. Gert er ráð fyrir að verja 650 m. kr. í beinan stuðning við bændur og 50 m. kr. í sérstakt átak um bætta nýtingu áburðar og leiðir til að draga úr notkun hans sem Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins (RML) verður falið að framkvæma samkvæmt sérstökum samningi þess efnis.
Meira

Matgæðingur vikunnar - Gúllassúpa og gerbollur

Það er Árni Geir Sigurbjörnsson sem er matgæðingur vikunnar, tbl 6 2022, að þessu sinni en hann er fæddur og uppalinn á Sauðárkróki. Konan hans, Katla Gísladóttir, á einnig rætur að rekja í Skagafjörðinn en er uppalin á Suðurlandi. Þau eiga saman tveggja ára tvíburastelpur, Hildi Ingu og Telmu Rún. Árni Geir starfar sem smiður og Katla vinnur hjá Mannvit og starfar við brunahönnun.
Meira

Svf. Skagafjörður tekur þátt í stofnun Húsnæðissjálfseignarstofnun á landsbyggðinni

Sveitarstjórn samþykkti í gær að Sveitarfélagið Skagafjörður taki þátt í stofnun fyrirhugaðrar húsnæðissjálfseignarstofnunar og mun sveitarstjóri taka þátt í stofnfundi og undirrita stofnskjöl fyrir hönd sveitarfélagsins. Samþykkt var að leggja fram allt að 100.000 kr. stofnfé.
Meira

Mikilvægar kosningar framundan – Leiðari Feykis

Nú er rétt rúm vika í sameiningarkosningar og spennan alveg að fara með mannskapinn, eða ekki! En hvernig sem spennan er þá verður kosið þann 19. febrúar næstkomandi um sameiningu Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps annars vegar og Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar hins vegar.
Meira

Rafrænn háskóladagur aðra helgi

Allir háskólar landsins kynna námsframboð sitt á einum vettvangi á stafrænum háskóladegi sem haldinn verður 26. febrúar nk. kl. 12-15. Þá gefst áhugasömum tækifæri til að kynna sér allt háskólanám sem er í boði á landinu á einum vettvangi. Á vefsíðunni haskoladagurinn.is gefst áhugasömum tækifæri til að leita í öllum námsleiðum sem eru í boði í íslenskum háskólum.
Meira

Fjórar umsóknir bárust um stöðu rektors

Frestur til að sækja um stöðu rektors hjá Háskólanum á Hólum rann út í gær og hefur listi yfir umsækjendur verið opinberaður.
Meira