A-Húnavatnssýsla

Opið bréf til nýkjörinna sveitarstjórnarfulltrúa!

Til hamingju með að ná kjöri. Nú er mikilvægt að vanda sig. Eitt af því sem kjörnir fulltrúar bera ábyrgð á er að þeirra sveitarfélag hafi samráð við fatlað fólk. Nú er lag að nýjar og endurkjörnar sveitarstjórnir gæti að lagaskyldu sinni til að koma upp notendaráðum fatlaðs fólks í hverju sveitarfélagi. Fjölmörg sveitarfélög hafa nú þegar góða reynslu af slíku fyrirkomulagi sem skilar sér í betri ákvörðunum og betri nýtingu á fjármagni, auk þess sem samfélög sem viðhafa samráð verða betri staðir til að búa á.
Meira

„Ég er aldrei með bækur á náttborðinu“

Nú ræðst Bók-haldið ekki á garðinn þar sem hann er lægstur og bankar kurteislega á dyrnar hjá blaðamanninumm og bókmenntagagnrýnandanum Kolbrúnu Bergþórsdóttur. Þetta er nú kannski ekki alveg satt. Kolbrún, sem fæddist í Reykjavík árið 1957 og býr þar, fær raunar aðeins sendan tölvupóst með spurningalista Bók-haldsins...
Meira

Hornfirðingar lögðu Húnvetninga

Kormákur/Hvöt spilaði á Hornafirði í dag við lið Sindra í 3. deildinni. Húnvetningar voru í öðru sæti deildarinnar að loknum þremur leikjum en máttu lúta í gras í dag. Lokatölur 2-1.
Meira

Myndasyrpa frá brautskáningu FNV

Alls brautskráðust 112 nemendur frá Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra í gær. Athöfnin var sannarlega hátíðleg og létt yfir mannskapnum, enda lífið fengið fleiri liti í kjölfar tveggja ára í skugga Covid-19. Feykir fékk leyfi til að birta nokkrar myndir frá brautskráningardeginum; frá myndatöku, undirbúningi athafnar, athöfninni sjálfri og glaðbeittum nemendum og gestum að henni lokinni.
Meira

Saga hrossaræktar – félagskerfið, þriðja grein :: Kristinn Hugason skrifar

Í síðustu grein var fjallað allítarlega um hrossaræktarsamböndin og starfið innan þeirra en það var auk umsvifamikils stóðhestahalds töluvert og þá að mestu í tengslum við búnaðarsamböndin og landsráðunautanna í hrossarækt, s.s. söfnun og frágangur folaldaskýrslna, aðkoma að sýningahaldi o.fl. Samstarfsvettvangur þeirra, Hrossaræktarsamband Íslands, nýttist og verulega þegar unnið var á sínum tíma að skilgreiningu dómskalans, stigunarkvarðanum, sem tekin var upp formlega árið 1990.
Meira

Útgáfu brautskráningarskírteina HÍ í tilteknum heilbrigðisgreinum flýtt

Háskóli Íslands hefur fallist á ósk heilbrigðisráðuneytisins um að flýta útgáfu brautskráningarskírteina þeirra nemenda í læknis- hjúkrunar- og lyfjafræði sem útskrifast í vor. Þetta er gert svo unnt sé að afgreiða starfsleyfi þessara stétta sem fyrst.
Meira

Norðanátt hlýtur 20 millj. króna styrk

Nýverið var undirrituð samstarfsyfirlýsing milli SSNV, SSNE, Eims og umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytisins um Norðanátt, verkefni sem styður við nýsköpun með áherslu á loftlagsmál og hringrásarhagkerfið. Um er að ræða stuðning í gegnum Sóknaráætlanir landshlutanna.
Meira

Sjaldséðir fuglar á Norðurlandi :: Bleshæna og hvítur hrossagaukur

Fágætir og sjaldséðir fuglar á Íslandi hafa prýtt forsíðu Feykis síðustu tveggja blaða en þar voru á ferðinni bleshæna við Blönduós, sem Höskuldur Birkir Erlingsson náði að mynda, og hvítur hrossagaukur sem Elvar Már Jóhannsson fangaði á mynd við Hofsós.
Meira

Blönduskóli fær 3D prentara að gjöf

Á heimasíðu Blönduskóla kemur fram að í gær afhenti Grímur Rúnar Lárusson fyrir hönd foreldrafélags Blönduskóla skólanum nýjan 3D prentara af gerðinni Prusa MK3S+ frá 3D verk ehf.
Meira

Ragnheiður Björk Þórsdóttir opnar sýninguna ÞRÁÐLAG á Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi.

Sýningin stendur yfir frá 1. júní til 31. ágúst og er opin frá kl 10:00 – 17:00 alla daga.
Meira