A-Húnavatnssýsla

Ráðherra í stríð við strandveiðar

Fyr­ir­hugaðar breyt­ing­ar sjáv­ar­út­vegs­rá­herra um að taka upp svæðaskipt­ingu á kvóta strand­veiðanna á nýj­an leik er at­laga að brot­hætt­um sjáv­ar­byggðum lands­ins. Ákvörðunin er óskilj­an­leg m.t.t. fag­ur­gala VG í kosn­inga­bar­átt­unni sl. haust. Flokk­ur fólks­ins for­dæm­ir þess­ar hug­mynd­ir sjáv­ar­út­vegs­ráðherra.
Meira

Heldur meiri laxveiði í Húnavatnssýslum í ár en í fyrra

Á Húnahorninu var rennt yfir gang mála í laxveiðiám í Húnavatnssýslum nú fyrir helgi og ku Miðfjarðará vera aflahæst laxveiðiáa þar það sem af er sumri. Þar hafa veiðst 109 laxar en næst þar á eftir kemur Blanda með 75 laxa. Víðidalsá á var með 63 laxa og svo Laxá á Ásum með 60 laxa en veiðst hafa 32 laxar úr Vatnsdalsá og átta úr Hrútafjarðará.
Meira

Húnvetningar höfðu sigur á Hlíðarenda

Lið Kormáks/Hvatar náði að styrkja stöðu sína í 3. deildinni nú um helgina en þá var leikin síðasta umferðin í fyrri umferð mótsins. Þá sóttu Húnvetningar heim kappana í Knattspyrnufélagi Hlíðarenda sem er einskonar B-lið Vals og var leikið á Valsvellinum. Eftir rólegheit í fyrri hálfleik létu liðin sverfa til stáls í þeim síðari. Heimamenn náðu fyrsta högginu en í kjölfarið fylgdi leiftursókn gestanna sem unnu að lokum 1-3 sigur og náðu þar með að lyfta sér upp úr mestu botnbaráttunni.
Meira

Auglýst eftir rekstraraðilum fyrir Fellsborg

Sveitarfélagið Skagaströnd auglýsir á vef sínum eftir rekstraraðilum fyrir Félagsheimilið Fellsborg og afgreiðslu skólamáltíða fyrir Höfðaskóla fyrir komandi haust.
Meira

Gul viðvörun á Norðurlandi vestra

Á vef Veðurstofun Íslands kemur fram að gul viðvörun er í gildi fyrir stóran hluta landsins, þar á meðal á Ströndum og Norðurlandi vestra.
Meira

Eyþór, Birna og Grímur sigurvegarar á Meistaramóti Golfklúbbsins Óss

Eyþór Franzon Wechner, Birna Sigfúsdóttir og Grímur Rúnar Lárusson sigruðu í sínum flokkum á Meistaramóti Golfklúbbsins Óss sem haldið var dagana 1. og 2. júlí síðastliðinn. Eyþór sigraði í meistaraflokki karla, Birna í meistaraflokki kvenna og Grímur í 1. flokki karla.
Meira

Hilmar Þór krækti í stig fyrir Kormák/Hvöt

Það var leikið á Blönduósvelli í gærkvöldi í tíundu umferð 3. deildar. Þá tóku heimamenn í Kormáki/Hvöt á móti Kópavogspiltum í liði Augnabliks. Það fór svo að liðin sættust á skiptan hlut og eru Húnvetningar nú í níunda sæti deildarinnar með 11 stig. Úrslit leiksins voru 1–1.
Meira

Sjónhorni og Feyki seinkar

Af óviðráðanlegum ástæðum seinkar útgáfu Sjónhornsins og Feykis í þessari viku og eru áhangendur, auglýsendur og áskrifendur beðnir afsökunar á því. Miðlarnir fara að öllum líkindum í dreifingu á morgun, fimmtudag, og ættu því allflestir á drefingarsvæðinu að vera komnir með Sjónhornið í hendur fyrir helgi eins og vanalega.
Meira

4,5 milljónir til styrkvega

Vegagerðin hefur samþykkt 4,5 milljón króna fjárveitingu á þessu ári til svokallaðra styrkvega í Húnabyggð en um er að ræða tilteknar samgönguleiðir sem ekki falla undir skilgreiningar vega samkvæmt lögum. Byggðaráð Húnabyggðar fagnar fjárveitingunni og hefur lagt til ráðstöfun á henni til fjögurra verkefna.
Meira

Blóðtaka úr hryssum mikilvægur þáttur í landbúnaði Húnabyggðar

Byggðaráð Húnabyggðar telur að blóðtaka úr fylfullum hryssum sé mikilvægur þáttur í landbúnaði í sveitarfélaginu og hafi um árabil verið mikilvæg stoð í atvinnulífi í dreifbýli þess. Ráðið telur eðlilegt að skerpt sé á umgjörð um blóðtöku og að unnið sé markvisst að því að tryggja velferð og heilbrigði þess búfénaðar sem um ræðir.
Meira