A-Húnavatnssýsla

Sumarleg hádegismáltíð

Matgæðingar í tbl 30 voru hjónin Guðrún Lára Magnúsdóttir og Guðni Þór Ólafsson á Melstað í Miðfirði í Húnaþingi vestra. Guðrún Lára er leikskólastjóri á Hvammmstanga og Guðni Þór er sóknarprestur í Melstaðarprestakalli.
Meira

Þess vegna erum við á móti ríkisábyrgð fyrir Icelandair

Þingflokkur Pírata greiðir í dag atkvæði gegn því að veita Icelandair Group ríkisábyrgð upp á 15 milljarða króna. Upplýst ákvarðanataka er leiðarstef í grunnstefnu Pírata og þetta er ekki léttvæg ákvörðun, enda er Icelandair félag með langa sögu, hefur verið stór vinnuveitandi og mikilvægur hlekkur í samgöngum þjóðarinnar. Það breytir því ekki að forsendurnar fyrir svo kostnaðarsamri ákvörðun verða að vera að tryggja flugsamgöngur, fara vel með almannafé, draga úr tapi lífeyrissjóðanna og vernda starfsfólk. Það er því að vel ígrunduðu máli sem við leggjumst gegn 15 milljarða ríkistryggðri lánalínu til Icelandair.
Meira

Alhvít jörð hjá gangnamönnum á Haukgilsheiði

Það hefur verið heldur hryssingslegt veðrið síðasta sólarhringinn á Norðurlandi, norðan garri og beljandi rigning á láglendi en snjókoma til fjalla. Heldur er að draga úr atganginum og má búast við því að gula veðurviðvörunin sem Veðurstofan gaf fyrir Norðurland falli úr gildi um hádegið. Smalar hafa gengið á heiðum Norðurlands vestra þessa viku og birti Jón, bóndi á Hofi í Vatnsdal, mynd frá Álkuskála í morgunsárið en þá var alhvít jörð. Álkuskáli tilheyrir Haukgilsheiði, er fram með ánni Álku sem sameinast svo Vatnsdalsá niðri í Vatnsdal.
Meira

Hlutdeildarlánin samþykkt á Alþingi

Alþingi samþykkti í gærkvöldi frumvarp Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra, um hlutdeildarlán sem ætlað er að auðvelda tekju- og eignalitlum einstaklingum að eignast sína fyrstu íbúð. Hlutdeildarlánin eru að skoskri fyrirmynd og brúa bilið á milli lána veittum af fjárámálafyrirtækjum og lífeyrissjóðum annars vegar og kaupverðs hins vegar. Hægt verður að sækja um lánin frá 1. nóvember næstkomandi.
Meira

Sértækir styrkir til íþrótta- og ungmennafélaga vegna COVID-19: 150 milljónum kr. úthlutað

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) hefur tilkynnt um úthlutun sértækra styrkja til íþróttahreyfingarinnar til að mæta áhrifum Covid-19. Úthlutunin nemur rúmlega 150 milljónum kr. og kemur í kjölfar 300 milljóna kr. framlags ríkisins til íþróttahreyfingarinnar sem úthlutað var í maí. Rúmar þrjár milljónir komu til tveggja íþróttafélaga á Norðurlandi vestra.
Meira

September mildur en vætusamur - Veðurspá Veðurklúbbsins á Dalbæ

Þann 1. september kl. 14 komu tíu félagar Veðurklúbbsins á Dalbæ saman til fundar og fóru yfir síðasta spágildi. Samkvæmt skeyti frá Dalvík voru þeir allir mjög sáttir með hvernig veðrið gekk eftir. Í skeyti Dalbæinga kviknaði ríkjandi tungl þann 19. ágúst sl. en nýtt tungl kviknar þann 17. september kl 11 í suðaustri.Telja veðurspámenn september verða mildan en vætusaman.
Meira

Verkfærakassinn, fyrsti þáttur Hrafnhildar Ýrar í dag

Í dag klukkan 18 mun Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir setja í loftið fyrsta þáttinn af Verkfærakassanum þar sem hún mun skoða ýmsar áhugaverðar leiðir til sjálfshjálpar, leiðir sem oft hafa talist óhefðbundnar eða fyrir utan normið. Leiðir sem af mörgum teljast framandi og jafnvel í sumum tilfellum forboðnar eða furðulegar. Þátturinn er á vegum verkefnisins Þú skiptir máli sem er forvarnaverkefni gegn einelti, fíkn og sjálfsskaða eða sjálfsvígum.
Meira

Sauðfjárbændur krefjast þess að afurðaverð verði birt

Landssamtök sauðfjárbænda skora á stjórnir og stjórnendur sláturleyfishafa að birta afurðaverð fyrir sauðfjárframleiðslu haustsins 2020 þegar í stað en engin verð hafa verið gefin út af þeirra hendi þrátt fyrir að sláturtíð sé víða hafin. Í áskorun samtakanna segir að verði ekki veruleg leiðrétting á verði til bænda þurfi að fylgja þeirri ákvörðun gild rök. Landssamtök sauðfjárbænda skora jafnframt á sömu aðila að gefa samhliða út raunhæfa áætlun um stefnu fyrirtækisins varðandi afurðaverð sauðfjárafurða til næstu tveggja ára með eðlilegum fyrirvörum.
Meira

Vinnuhópur um bóluefni gegn Covid-19

Undirbúningur sem snýr að framkvæmd kaupa á bóluefni gegn Covid-19 er hafinn í vinnuhópi sem heilbrigðisráðherra skipaði 26. ágúst síðastliðinn og er verið að skoða hvaða leiðir eru færar í þessum efnum. Á heimasíðu stjórnarráðsins kemur fram að fyrir liggur að kaup Íslands á bóluefnum gegn COVID-19 munu fara fram á grundvelli samninga Evrópusambandsins við lyfjaframleiðendur, líkt og kynnt var á fundi ríkisstjórnarinnar síðastliðinn föstudag.
Meira

Norðan hríð í kortunum og gular veðurviðvaranir í gildi

Það er ekki bjart framundan í veðrinu því spáð er vaxandi norðanátt á morgun með rigningu á norður- og austanverðu landinu og slyddu eða snjókomu til fjalla um kvöldið og segir í athugasemd veðurfræðings á heimasíðu Veðurstofunnar að færð gæti því spillst á fjallvegum annað kvöld. Einnig er spáð hvössum vindstrengjum undir Vatnajökli og á Austfjörðum annað kvöld, sem getur reynst varasamt ökutækjum með aftanívagna.
Meira