A-Húnavatnssýsla

Ráðstefna og gæðaúttekt á Háskólanum á Hólum

Föstudaginn 28. ágúst nk. kl. 13-16 verður haldin ráðstefna í samstarfi Háskólans á Hólum og gæðaráðs íslenskra háskóla þar sem niðurstöður gæðaúttektar á starfi skólans verða kynntar og ræddar, samhliða umræðu um gæðamál íslenskra háskóla almennt og mikilvægi þeirra fyrir samfélagið. Ráðstefnan verður á netinu, fer fram á ensku og er öllum opin. Dagskrá og skráningu má nálgast á vef skólans: www.holar.is
Meira

Ein ferna og tveir þristar á Blönduósvelli

Meira

Vegagerðin ætlar að rjúfa varnalínu búfjárveikivarna

Vegagerðin áformar að fjarlægja þrjú ristahlið á Þjóðvegi 1, tvö hlið í Húnavatnssýslu og eitt hlið við Héraðsvötn en þau eru mikilvægur þáttur í búfjárveikivörnum milli varnarhólfa. Landbúnaðarnefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar krefst þess að varnarlínum búfjárveikivarna verði haldið við samkvæmt lögum þar um og benda á að það grindarhlið sem fjarlægja á í Skagafirði skilur að virkasta riðusvæðis landsins og öðru sem hefur verið laust við riðu í tvo áratugi.
Meira

Sveitarfélagið Skagaströnd skorar á sjávarútvegsráðherra að grípa til aðgerða vegna strandveiða

Sveitarfélagið Skagaströnd skorar á sjávarútvegsráðherra að grípa til aðgerða til þess að tryggja öllum strandveiðibátum tólf leyfilega veiðidaga í ágúst. Þetta kemur fram í bókun sem sveitarstjórn samþykkti á fundi sínum í síðustu viku. Í henni segir að fyrirséð sé að heildarafli sem ætlaður hafi verið til strandveiða muni klárast á næstu dögum með þeim afleiðingum að veiðar fjölda báta um allt land stöðvist.
Meira

Nýr slökkvibíll væntanlegur á Skagaströnd

Slökkvilið Skagastrandar ætlar að fjárfesta í nýjum slökkvibíl. Á sveitarstjórnarfundi Skagastrandar í síðustu viku var lagt fram tilboð frá fyrirtækinu Feuerwehrtechnik Berlin í bifreið af tegundinni Man TGM. Bíllinn er með 3.000 lítra vatnstank og 300 lítra froðutank ásamt því að vera búin öllum helsta búnaði sem nauðsynlegur er til slökkvistarfa. Bíllinn kostar um 35 milljónir króna og var sveitarstjóra falið að ganga frá samningi um kaupin.
Meira

Ekkert staðfest smit á Norðurlandi vesta

Enginn er í einangrun vegna kórónuveirunnar á Norðurlandi vestra en einn er í sóttkví, samkvæmt nýjum upplýsingum á vefnum covid.is. Síðustu tvær vikur hefur einn verið skráður í einangrun og mest voru 15 í sóttkví. Á landinu öllu eru nú 122 í einangrun og 494 í sóttkví. Flestir eru á höfuðborgarsvæðinu eða 79 í einangrun og 359 í sóttkví. Staðfest kórónuveirusmit er í öllum landshlutum nema á Norðurlandi vestra.
Meira

Norðurlands Jakinn um helgina

Norðurlands Jakinn, aflraunakeppni sterkustu manna landsins, fer fram á Norðurlandi um næstu helgi, dagana 22. og 23. ágúst. Keppt verður í sex greinum í nokkrum bæjarfélögum á Norðurlandi, m.a. á Hvammstanga og Skagaströnd. Aðgangur er ókeypis og er almenningur hvattur til að mæta og sjá sterkustu menn landsins sýna krafta sína.
Meira

Blanda komin á yfirfall og veiði hætt

Miðfjarðará rauf þúsund laxa múrinn í vikunni og að kvöldi 12. ágúst var búið að veiða 1.121 lax í ánni. Vikuveiðin var 201 lax og er því góður gangur í laxveiðinni þar. Miðfjarðará er þriðja aflamesta á landsins samkvæmt vef Landssambands veiðifélaga. Blanda, sem nú er komin á yfirfall, er komin í 475 laxa sem er heldur minni veiði en á sama tíma í fyrra en talsverðar breytingar voru gerðar á veiðifyrirkomulagi í ánni í sumar. Maðkur var bannaður og sleppiskylda sett á stórlax og kvóti á smálax. Veiði hefur nú verið hætt í Blöndu á meðan hún er á yfirfalli.
Meira

Rugludalur í Blöndudal - Torskilin bæjarnöfn

Nafnið er víst afargamalt. Finst fyrst í jarðaskiftabrjefi frá 1390 (DI. III. 452-3) ritað Rýglu- tvívegis, en í athugagr. neðanmáls er þess getið að lesa megi ruglu- í brjefinu, og auk þess er brjefið afrit „með norsku handarlagi“. Í reikningi Reynistaðarklausturs 1446 stendur: Rögla- og það á bersýnilega að vera Ruglu- því skráin er víða norsku-skotin (DL IV. 701).
Meira

Sögur frá landi í Sjónvarpinu í kvöld

Það má sennilega fullyrða að Norðurland vestra hafi fengið óvenju mikla athygli í sjónvarpsstofum landsmanna í sumar en bæði N4 og Landaþættir RÚV hafa verið duglegir að banka upp á hjá okkur. Í kvöld sýnir RÚV fyrsta þátt af þremur sem kallast Sögur frá landi og eru teknir upp á Norðurlandi vestra.
Meira