A-Húnavatnssýsla

Breytingar :: Áskorandapenninn - Magnús Ólafsson á Sveinsstöðum

Það eru ártugir síðan ég fermdist. Það var bjartur og fallegur dagur þegar ég stóð við altarið í Þingeyrakirkju eftir undirbúning hjá sr. Þorsteini, prófasti á næsta bæ. Það var fámennt við altarið, þá sveið að skarð var fyrir skyldi. Jafnaldri sem átti að standa þarna með okkur hafði verið hrifinn burt úr þessum heimi, fyrsta dráttavélaslysið sem ég kynntist af raun. Hafði þau sterku áhrif að vinar var saknað á fermingadegi, en varð til þess að ávallt síðar umgekkst ég hættur vélknúinna tækja af virðingu.
Meira

Breyttar reglur vegna COVID-19 á morgun

Á morgun, mánudaginn 15. júní, tekur gildi auglýsing heilbrigðisráðherra um frekari tilslökun á samkomubanni vegna COVID-19. Í frétt á vef heilbirgðisráðuneytisins segir að meginbreytingin felist í því að fjöldamörk á samkomum hækka úr 200 í 500. Núgildandi takmarkanir á gestafjölda sundlauga og líkamsræktarstöðva við 75% af leyfilegum hámarksfjölda falla jafnframt niður. Aðrar breytingar verða ekki.
Meira

Beikonvafðar döðlur, chilibollur og fljótlegur skyrdesert

Björn Magnús Árnason og Eva María Sveinsdóttir sáu um Matgæðingaþátt Feykis í 24 tbl. ársins 2018. Þau fluttu á Sauðárkrók frá Reykjavík vorið 2014 með strákana sína tvo, Svein Kristinn, og Eyþór Inga. Síðan þá hafa kynjahlutföllin í fjölskyldunni jafnast og tvær stúlkur bæst í hópinn, þær Ragnhildur Emma og Hólmfríður Addý. Björn Magnús er menntaður landfræðingur og vinnur á Stoð ehf. verkfræðistofu og Eva María er menntaður hársnyrtir sem eftir þrjú ár heimavinnandi starfaði þá í sumarafleysingum á dagdvöl aldraðra ásamt því að þjálfa sund. Þau buðu upp á þrjár girnilegar uppskriftir.
Meira

Skemmtibát hvolfdi á Skagaheiði

Björg­un­ar­sveit­ir á Norður­landi voru kallaðar út um miðjan dag í gær eft­ir að skemmti­bát hvolfdi á Langavatni á Skagaheiði. Í frétt á mbl.is segir að þrír hafi verið um borð í bátnum og hafi allir komist á kjöl. Björgunarsveitarmen voru komnir að vatninu um klukkan fjögur og komu fólkinu á þurrt þar sem sjúkraflutningamenn tóku við og hlúðu að því. Enginn slasaðist en fólkið var kalt og hrakið.
Meira

Rekstur Blönduósbæjar jákvæður á síðasta ári

Á fundi sveitarstjórnar Blönduóss þann 9. júní síðastliðinn voru ársreikningar sveitarfélagsins teknir til síðari umræðu og samþykktir. Sveitarfélagið var rekið með 23,3 milljón króna hagnaði á árinu 2019.
Meira

Aflatölur vikunnar

Þar sem ekki var pláss fyrir aflatölur síðustu viku í nýjasta Feyki eru þær birtar hér að þessu sinni: Í síðustu viku lönduðu 25 bátar á Skagaströnd, flestir handfærabátar, og var samanlagður afli þeirra rúmlega 61 tonn. Aflahæstur var línubáturinn Sævík GK 757 með rúm 14 tonn. Á Sauðárkróki var landað rúmum 411 tonnum og var það Málmey SK 1 sem átti tæp 273 tonn af þeim afla. Tveir bátar löduðu á Hofsósi rúmum þremur tonnum og á Hvammstanga landaði einn bátur rúmum átta tonnum. Heildarafli vikunnar á Norðurlandi vestra þessa fyrstu viku júnímánaðar var 484.128 kíló.
Meira

Þjóðhátíðarkaffi fellur niður í Skagabúð

Ekkert verður af árvissu þjóðhátíðarkaffihlaðborði í Skagabúð þetta árið. Vonandi sjáumst við að ári í þjóðhátíðarstuði. Njótið þjóðhátíðar með fjölskyldu og vinum og förum varlega í sumar.
Meira

Vinna við endurskoðun byggðaáætlunar hafin

Hafin er vinna við endurskoðun byggðaáætlunar 2018-2024 en í gær, þann 11. júní, voru liðin tvö ár frá samþykki hennar. Af því tilefni boðaði samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra til samráðsfundar í Hafnarborg í Hafnarfirði og var tilgangur fundarins að hefja formlegt ferli endurskoðunarinnar.
Meira

Golfnámskeið á Blönduósi um helgina

Golfáhugamenn á Blönduósi og nágrenni, jafnt byrjendur sem lengra komnir, ættu að geta átt skemmtilega helgi í vændum þegar boðið verður upp á mikið úrval námskeiða á golfvellinum í Vatnahverfi. Þórður Rafn Gissurarson, atvinnukylfingur, verður á Blönduósi frá föstudegi til sunnudags og mun hann bjóða upp á fjögur námskeið, byrjendanámskeið, krakkanámskeið, hóp- og einkakennslu og námskeiðið Æfðu eins og atvinnukylfingur.
Meira

Breytingar í byggðarráði og nýr forseti sveitarstjórnar Blönduósbæjar

Á fundi sveitarstjórnar Blönduósbæjar þann 9. júní síðastliðinn urðu breytingar á byggðarráði samkvæmt samþykktum Blönduósbæjar og nýr forseti sveitarstjórnar valinn. Hjálmar Björn Guðmundsson er nýr forseti sveitarstjórnar og tekur við af Sigurgeiri Þór Jónassyni. Fyrsti varaforseti er Arnrún Bára Finnsdóttir og Anna Margrét Sigurðardóttir er annar varaforseti. Guðmundur Haukur Jakobsson verður áfram formaður byggðarráðs og Sigurgeir Þór Jónasson kemur inn sem aðalmaður fyrir Hjálmar Björn af L-lista. Gunnar Tryggvi Halldórsson og Birna Ágústsdóttir skipta um sæti og verður Gunnar Tryggvi nú aðalamaður en Birna varamaður fyrir Ó-lista. Varamenn í byggðaráði fyrir L-lista eru Hjálmar Björn og Arnrún Bára.
Meira