A-Húnavatnssýsla

Hvað er málið með stjórnarskrána ?

,,Á Íslandi er lýðræði” og þar með er málið afgreitt og þarf ekki að ræða frekar, meirihlutinn ræður – eða er það ekki annars? Vangaveltur fagfólks, umræða og nánari skoðanir hafa leitt í ljós að þetta er hreint ekki alveg svona einfalt og vaxandi fjöldi fólks er orðin efins, ekki síst vegna aukinnar misskiptingar, ójafnræðis og forgangsröðunar sem augljóslega geta ekki talist til hagsbóta fyrir meirihlutann.
Meira

Kormákur/Hvöt komnir á toppinn að nýju

Í gær fór fram hörkuleikur í Egilshöllinni í Grafarvogi þar sem Björninn tók á móti liði Kormáks/Hvatar. Var þetta tíundi leikur liðanna í B-riðli 4. deildar en flest liðin eiga nú eftir að spila tvo leiki. Með sigri var toppsætið gestanna og það var einmitt það sem gerðist, Húnvetningarnir reyndust sterkari og unnu leikinn 1-2.
Meira

Húsnæðisþörf metin fyrir iðn- og tæknimenntun

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað starfshóp um greiningu á húsnæðisþörf fyrir iðn- og tæknimenntun á Íslandi. Aðsókn í slíkt nám hefur aukist mikið undanfarið, m.a. vegna aukinnar áherslu stjórnvalda á eflingu þess.
Meira

Aukin þjónusta við krabbameinsgreinda á landsbyggðinni

Síðastliðinn föstudag 28. ágúst, var stigið mikilvægt skref í að bæta endurhæfingarferli krabbameinsgreindra á landsbyggðinni með undirritun samnings Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis og Heilbrigðisráðuneytis við Ljósið um fjarheilbrigðisþjónustu í endurhæfingu krabbameinsgreinda. Þeir sem greinast með krabbamein og eru búsettir á landsbyggðinni hafa hingað til í litlum mæli haft kost á að nýta sér þjónustu Ljóssins, enda er hún eins og sakir standa nær eingöngu aðgengileg í húsnæði Ljóssins að Langholtsvegi í Reykjavík.
Meira

Lið Kormáks/Hvatar nálgast úrslitakeppni 4. deildar

Lið Kormáks/Hvatar styrkti stöðu sína í B-riðli 4. deildar á miðvikudagskvöldið þegar þeir sóttu lið Álafoss heim á Tungubakkavöll í Mosfellsbæ. Þegar upp var staðið höfðu Húnvetningarnir gert sex mörk en heimamenn náðu ekki koma boltanum í netið – nema reyndar einu sinni í vitlaust mark. Lokatölur því 0-6 og lið Kormáks/Hvatar í öðru sæti riðilsins, stigi á eftir KFR en eiga leik til góða.
Meira

Aðalfundur kjördæmisráðs Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi

Kjördæmisráð Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi boðar til aðalfundar sunnudaginn 13. september 2020 kl. 12-16 í Menntaskóla Borgarfjarðar. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf. Guðjón Brjánsson, þingmaður kjördæmisins, og Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, ávarpa fundinn og taka þátt í umræðum.
Meira

Sögur frá landi slá í gegn - Síðasti þáttur í kvöld

Þriðji og síðast þáttur af Sögum frá landi, sem sýndur er á RÚV, verðu á dagskrá í kvöld en þar fara þau Hlédís Sveinsdóttir og Hallgrímur Ólafsson um Norðurland vestra og kynna sér sögu, menningu og matargerðarlist á svæðinu. Þættirnir hafa notið mikilla vinsælda og koma, samkvæmt mælingum, fast á eftir fréttum, íþróttum og veðri.
Meira

Alþjóðleg brúðulistahátíð á Hvammstanga

Hvammstangi International Puppet Festival, HIP, er ný brúðulistahátíð á Hvammstanga, þar sem brúðuleiksýningar og -kvikmyndir verða í hávegum hafðar. Hátíðin verður haldin 9. - 11. október en á hátíðinni verður boðið upp á tólf sýningar með listamönnum af níu þjóðernum, úrvali vinnusmiðja fyrir fólk á öllum aldri, bæði byrjendur og atvinnumenn, og úrval brúðubíómynda sem eru sérvaldar af Handmade Puppet Dreams, fyrirtæki Heather Henson í Bandaríkjunum. Yfir 60% viðburða hátíðarinnar eru ókeypis fyrir áhorfendur en alla dagskrá hennar má nálgast á www.thehipfest.com.
Meira

Hlutabótaleiðin framlengd um tvo mánuði og áframhaldandi greiðslur vegna launa í sóttkví

Ríkisstjórnin samþykkti í gær frumvarp Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra, um breytingu á lögum er varða vinnumarkaðinn til að mæta efnahagslegum áhrifum Covid-19 heimsfaraldursins. Með frumvarpinu mun réttur til tekjutengdra atvinnuleysisbóta fara úr þremur mánuðum í sex mánuði, enda séu ákveðin skilyrði uppfyllt, og hlutabótaleiðin verður framlengd um tvo mánuði. Greiðslur launa vegna einstaklinga í sóttkví munu einnig halda áfram.
Meira

Tækifærin í Covid

Það er líklega kaldhæðni fólgin í því að tala um tækifæri í Covid í ljósi áhrifa faraldursins á heilsu og efnahag heimsbyggðarinnar allrar. Það er hins vegar ekki hægt að horfa framhjá því að strax í upphafi faraldurs, og eftir því sem honum fram vindur, höfum við séð breytingar á hegðun okkar á mjög margan hátt. Einhverjir hafa fullyrt að heimurinn verði ekki samur – hvort það er rétt skal ósagt látið en ljóst er að margt af því sem breyst hefur er komið til að vera.
Meira