A-Húnavatnssýsla

Verkefnastyrkir NORA

Norræna Atlantssamstarfið (NORA) auglýsir á vef Byggðastofnunar verkefnastyrki fyrir árið 2020 en markmiðið með starfi NORA er að styrkja samstarf á Norður Atlantssvæðinu. Í því skyni eru m.a. veittir verkefnastyrkir tvisvar á ári til samstarfsverkefna á milli Íslands og a.m.k. eins annars NORA-lands, en starfssvæði NORA nær til Grænlands, Íslands, Færeyja og strandhéraða Noregs. Landfræðileg lega, sameiginleg einkenni, viðfangsefni, saga, stofnanir svo og menningarleg bönd tengja NORA-löndin. Umsóknarfrestur er til 2. mars 2020.
Meira

1-1-2 dagurinn á Blönduósi heppnast einstaklega vel

1-1-2 dagurinn var haldinn hátíðlegur á Blönduósi í gær og var gestum og gangandi við það tækifæri boðið að kynnast viðbragðsaðilum af svæðinu og búnaði þeirra, eftir að viðbragðstækin höfðu keyrt hring um bæinn. Einnig var Hauki Eldjárni Gunnarssyni úr Blönduskóla veitt verðlaun fyrir þátttöku og rétt svör í eldvarnargetrauninni sem 3.bekkingar í Blönduskóla og Húnavallaskóla tóku þátt eftir árlegt eldvarnarátak.
Meira

Tónleikar Heimis á Blönduósi 20. febrúar - LEIÐRÉTT DAGSETNING

Þau leiðu mistök urðu að dagsetning tónleika Karlakórsins Heimis í Blönduóskirkju misritaðist í auglýsingu í nýjasta tölublaði Sjónhornsins. Tónleikarnir verða haldnir fimmtudaginn 20. febrúar næstkomandi klukkan 20:30 en ekki þann 13. eins og kom fram í auglýsingu.
Meira

Selarannsóknir við Selasetur Íslands 2008-2020

Opinn fyrirlestur verður haldinn á Selasetri Íslands á Hvammstanga 20 febrúar þar sem flutt verður samantekt af selarannsóknum sem hafa verið stundaðar við Selasetrið, ásamt þýðingu þeirra fyrir samfélag og selastofna.
Meira

Miklar hækkanir lægstu launa í nýjum kjarasamningi Samband íslenskra sveitarfélaga

Samband íslenskra sveitarfélaga leggur Lífskjarasamninginn, sem gerður var á almennum markaði á síðasta ári, algjörlega til grundvallar í kjaraviðræðum við stéttarfélög enda hefur hann þegar skapað skilyrði til lægri vaxta og minni verðbólgu. Þetta kemur fram á heimasíðu Samband íslenskra sveitarfélaga. En í gær var samþykktur nýr kjarasamningur sambandsins Starfsgreinasambandið (SGS), með 80% greiddra atkvæða. Kjarasamningurinn gildir frá 1. janúar 2020 til 30. september 2023.
Meira

Opinn fundur um eftirmál desemberveðursins

Næstkomandi fimmtudag, þann 13. febrúar, klukkan 20:00 boðar Búnaðarsamband Húnaþings og Stranda til opins fundar í Víðihlíð um eftirmál óveðursins sem gerði fyrir miðjan desember síðastliðinn.
Meira

Fyrir og eftir rafmagn :: Áskorandapenni Bragi Guðmundsson

Það var myrkur í Svínadal þegar ég var að alast upp á sjötta og sjöunda áratug liðinnar aldar. Myrkur í þeim skilningi að veiturafmagn var ekki komið í dalinn og heimarafstöð aðeins á einum bæ, Grund. Þar lýsti ljós sem vakti aðdáun og barninu e.t.v. dálitla undrun.
Meira

Nýtt meistaranám í útivistarfræðum á Hólum

Háskólinn á Hólum, The Swedish School of Sport and Health Sciences, Norwegian School of Sport Sciences og University of South East Norway hafa gert með sér samkomulag um þróun meistaranáms á sviði útivistar (Outdoor Studies eða Friluftsliv). Um er að ræða hagnýtt meistaranám, sem m.a. miðar að því að mæta aukinni eftirspurn atvinnulífsins fyrir starfsfólk með víðan bakgrunn er nýtist til uppbyggingar á útivist og sjálfbærri ferðaþjónustu. Námið hentar því vel t.d. fyrir kennara, íþróttaþjálfara, stjórnendur frístundastarfs og starfsmenn í ferðaþjónustu.
Meira

Mamma Mía í uppsetningu leikhóps NFNV á YouTube

Nemendafélag Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra sýndi tók þráðinn upp á ný og bætti við fjórum aukasýningum í lok janúar á leikritinu Mamma Mía en frumsýnt var 22. nóvember sl. Nú er leiknum lokið en þó kannski ekki alveg þar sem hægt er að nálgast upptöku á YouTube.
Meira

112 dagurinn í Húnaþingi vestra og á Blönduósi

Viðbragðsaðilar í Húnaþingi vestra ætla að efna til hópaksturs um Hvammstanga í tilefni 112 dagsins sem haldinn er á morgun, þann 11.2. Á Blönduósi verður einnig farið í hópakstur en þar verður lagt upp frá lögreglustöðinni.
Meira