Búrhval ber upp við Blönduós
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
18.03.2020
kl. 11.24
Nú á upphafsdögum samkomubanns vegna COVID-19 hefur náttúran sent Blönduósingum sérkennilegan snúningsbolta í líki hvalreka, en hér fyrr á tímum þótti slíkur reki sérstakt happ og bjargaði jafnvel heilu sveitunum frá bjargarskorti og hungursneyð. Húni.is segir frá því að hval hafi rekið upp í fjöruna við ósa Blöndu og að líklega sé um búrhval að ræða.
Meira
