A-Húnavatnssýsla

Samantekt KPMG frá íbúafundi í Húnavatnshreppi

Opinn íbúafundur var haldinn í Húnavatnshreppi þann 28. nóvember síðastliðinn. Fundurinn bar yfirskriftina „Vilt þú taka þátt í að skapa framtíð samfélagsins?“ Á fundinum var farið yfir áherslur í fjárhagsáætlun fyrir árið 2020 og að því loknu fór fram vinnustofa sem ráðgjafar KPMG stýrðu. Fundinn sóttu um 40 íbúar. Samantekt frá fundinum hefur nú verið birt á vef Húnavatnshrepps.
Meira

Tindastóll – Stjarnan :: Miðasala hafin á bikarleikinn

Miðasala á leik Tindastóls og Stjörnunnar í undanúrslitum bikarkeppni KKÍ 12. febrúar nk. er hafin hjá TIX.is. Stuðningsmönnum Tindastóls er bent á að kaupa miða í gegnum körfuknattleiksdeildina en þá rennur allur hagnaður af þeirri miðasölu beint til hennar.
Meira

Opið fyrir umsóknir um hetjuupplifanir á Norðurstrandarleið

Þessa dagana stendur yfir umsóknarferli fyrir hetjuupplifanir á Norðurstrandarleið. Hetjuupplifanir eru upplifanir sem sérstaklega eru valdar út og dregnar fram sem eitthvað sérstakt sem einkennir Norðurstrandarleið. Slíkar upplifanir eru nú í boði hjá Síldarminjasafninu á Siglufirði, Brimslóð á Blönduósi, Norðursiglingu, Arctic Trip, Ytra Lóni og Hvalaskoðun og Ektafiski á Hauganesi.
Meira

Afgreiðslu frestað vegna kauptilboðs Brunavarna Austur-Húnvetninga

Á fundi sveitarstjórnar Húnavatnshrepps sem fram fór í gær, miðvikudaginn 22. janúar, var afgreiðslu frestað á kauptilboði og veitingu ábyrgðar vegna kaupa Brunavarna Austur-Húnavetninga á fasteign að Efstubraut 2 á Blönduósi. Sveitarstjórn Blönduóss samþykkti í síðustu viku, fyrir sitt leyti, kauptilboð og að veita ábyrgð vegna lántöku til kaupanna. Brunavarnir Austur-Húnvetninga eru í eigu Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps.
Meira

Hvassviðri eða stormur með vindhraða á bilinu 18-25 m/s

Það fer nánast að verða fréttaefni ef ekki er gul viðvörun vegna veðurs á landinu bláa en nú er í gildi appelsínugul viðvörun vegna veðurs fyrir Vestfirði en fyrir höfuðborgarsvæðið, Suðurland, Faxaflóa, Breiðafjörð, Strandir og norðurland vestra, Norðurland eystra og Miðhálendi er gul viðvörun. Vegurinn um Þverárfjall er lokaður vegna veðurs sem og um Öxnadalsheiði.
Meira

Auglýst eftir tilnefningum til framúrskarandi verkefna

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra auglýsa á vef sínum eftir tilnefningum til framúrskarandi verkefna á Norðurlandi vestra á árinu 2019. Hér er um er ræða nýjung í starfinu en ætlunin er að viðurkenningin verði framvegis veitt á úthlutunarhátíð Uppbyggingarsjóðs Norðurlands vestra.
Meira

8,5% íbúa Norðurlands vestra eru erlendir ríkisborgarar

Þjóðskrá Íslands hefur gefið út tölur yfir hlutfall erlendra ríkisborgara eftir sveitarfélögum og landsvæðum. Þar kemur fram að hlutfallið er afar mismunandi eftir sveitarfélögum. Hæst er það í Mýrdalshreppi þar sem 44% íbúa hefur erlent ríkisfang eða 319 af 717 íbúum hreppsins þann 1. desember sl. Það sveitarfélag sem hefur lægst hlutfall erlendra ríkisborgara er Svalbarðshreppur en aðeins einn íbúi hreppsins hefur erlent ríkisfang sem ígildir einu prósenti íbúanna.
Meira

Skýrsla um kolefnisspor Norðurlands vestra komin út

Út er komin skýrslan Kolefnisspor Norðurlands vestra sem er hluti af áhersluverkefni Sóknaráætlunar Norðurlands vestra árin 2018-2019. Skýrslan er unnin af Stefáni Gíslasyni hjá Umhverfisráðgjöf Íslands ehf. (Environice) fyrir Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, SSNV.
Meira

Sveitarfélög á Norðurlandi vestra leggjast gegn frumvarpi um hálendisþjóðgarð

Sveitarstjórnir fjögurra sveitarfélaga á Norðurlandi vestra; Húnavatnshrepps, Húnaþings vestra, Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps, hafa samþykkt sameiginlega umsögn við frumvarp umhverfis- og auðlindaráðherra til laga um Hálendisþjóðgarð. Málið hefur verið til kynningar í samráðsgátt stjórnvalda en sveitarfélögin hafa fjallað um málið á fyrri stigum og leggjast gegn framgangi þess í núverandi mynd.
Meira

Miðstöð um ofbeldi gegn börnum stofnuð

UNICEF á Íslandi afhenti í gær Ásmundi Einari Daðasyni, félags- og barnamálaráðherra, 11.430 undirskriftir úr nýlegu ofbeldisvarnarátaki sem bar yfirskriftina ,,Stöðvum feluleikinn” og var ætlað að vekja athygli á ofbeldi gegn börnum á Íslandi. Á vef Stjórnarráðsins kemur fram að átakinu hafi verið hrundið af stað í kjölfar birtingar UNICEF síðastliðið vor á tölum sem gáfu til kynna að af þeim rúmlega 80 þúsund börnum sem búa á Íslandi verði rúmlega þrettán þúsund fyrir líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi fyrir átján ára aldur. Í ljósi alvarleika málsins kallaði UNICEF á Íslandi eftir vitundarvakningu og aðgerðum.
Meira