A-Húnavatnssýsla

Vestfirðingar í Vörusmiðju BioPol

Um síðustu helgi kom hópur Vestfirðinga frá Fræðslumiðstöð Vestfjarða í námsdvöl í Vörusmiðju BioPol á Skagaströnd. Heimsóknin var lokahnykkurinn á 80 klukkustunda námskeiði sem nefndist „Matarkistan Vestfirðir - beint frá býli" en þar var kennt samkvæmt námsskrá Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins frá 2015 líkt og gert var á sambærilegum námskeiðum á Norðurlandi vestra tvo síðastliðna vetur.
Meira

Gul veðurviðvörun víðst á landinu

Gul viðvörun vegna veðurs er í gildi fyrir Suðurland, Faxaflóa, Breiðafjörð, Strandir og Norðurland vestra, Austurland að Glettingi, Austfirði, Suðausturland og Miðhálendi en appelsínugul viðvörun er í gildi fyrir Vestfirði.
Meira

Viðbrögð Almannavarna á NV-landi vegna COVID-19 faraldursins

Eins og alþjóð veit þá geisar nú skæður veirufaraldur, sem veldur veikinni COVID-19. Síðan síðastliðinn föstudag, 6. mars, hafa almannavarnir á Íslandi starfað á neyðarstigi almannavarna, sem er hæsta viðbúnaðarstig þeirra. Hluti af viðbrögðum almannavarna er samkomubann, sem tekur gildi á miðnætti aðfaranótt mánudagsins 16. mars og stendur í fjórar vikur. Bannið gerir samkomur með fleiri en 100 þáttakendum óheimilar. Á sama tíma eru settt þau skilyrði á samkomur með færri en 100 þátttakendum að þar sé það pláss að hægt sé að hafa a.m.k. 2 metra á milli manna. Einnig er sett bann við skólahaldi í framhalds- og háskólum, en á okkar svæði er um að ræða Fjölbrautaskóla Norðurlands Vestra og Háskólann á Hólum. Nánari útfærslur á því hvernig staðið er að þessum lokunum hjá skólunum má finna á heimasíðum þeirra.
Meira

Pönnufiskur og pæ á eftir

Það voru þau Sigurveig Sigurðardóttir og Sigmar Guðni Valberg á Stóru-Giljá í Húnavatnshreppi sem gáfu lesendum uppskriftir í ellefta tölublaði ársins 2018. Sigurveig starfar sem íþróttakennari í Húnavallaskóla og Sigmar er rafvirki hjá Tengli en auk þess reka þau ferðaþjónustu á Stóru-Giljá. Saman eiga þau þrjú börn sem öll sækja nám við leikskólann Vallaból. „Fyrir valinu varð pönnufiskur og eplapæ, hvoru tveggja auðveldir en verulega bragðgóðir réttir,“ segja þau.
Meira

Frumvarp til að tryggja að sveitarstjórnir geti starfað við neyðarástand

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis hefur lagt fram frumvarp um breytingu á sveitarstjórnarlögum sem ætlað er að skapa sveitarfélögum svigrúm til að bregðast við neyðarástandi og tryggja að sveitarstjórnir verði starfhæfar. Í frumvarpinu er lagt til að ráðherra geti veitt sveitarstjórnum tímabundna heimild að til víkja frá tilteknum ákvæðum sveitarstjórnarlaga til að sveitarstjórn sé starfhæf við neyðarástand og til að auðvelda ákvarðanatöku að því er segir á vef stjórnarráðsins.
Meira

HVAÐ ÞÝÐIR SAMKOMUBANN?

Samkvæmt nýjustu upplýsingum á vef Stjórnarráðsins kemur fram að með samkomubanni er átt við skipulagða viðburði þar sem fleiri en 100 manns koma saman. Við öll minni mannamót þarf auk þess að tryggja að nánd milli manna sé að minnsta kosti yfir tveir metrar og að aðgengi að handþvotti og handspritti sé gott.
Meira

Samkomubann á Íslandi eftir helgi

Tilkynnt var á blaðamannafundi í Ráðherrabústaðnum í Tjarnargötu kl. 11 í morgun að samkomubann muni taka gildi á landinu frá og með miðnætti 15. mars nk. og standa yfir í fjórar vikur. Háskólar og framhaldsskólar landsins munu loka en grunn- og leikskólar starfa áfram með ákveðnum skilyrðum.
Meira

Hætta vegna snjósöfnunar undir háspennulínum

Mikill snjór er nú á Þverárfjalli á Skaga og hefur m.a. hlaðist upp undir háspennulínu RARIK á svæðinu frá bænum Þverá til Hvammshlíðar. Aðstæður á þessu svæði er nú orðinn þannig að vírinn,, þar sem hann er lægstur, er kominn niður fyrir tvo metra. Á heimasíðu RARIK kemur fram að reynt verði að ryðja snjó undan línunni ef aðstæður leyfa og verður það líklega gert nk. mánudag.
Meira

SSNV bjóða ráðgjöf í gegnum fjarfundarforrit

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra bjóða nú upp á aðstoð eða ráðgjöf í gegnum fjarfundarforritið Zoom. Í frétt á vef SSNV segir að forrit þetta sé einfalt í notkun, hægt að tengjast með myndbandi eða án og deila skjá á milli fundaraðila.
Meira

Mottudagurinn er á morgun - er allt klárt?

Sjálfur Mottudagurinn er á morgun föstudaginn, 13. mars og hvetur Krabbameinsfélagið alla til að taka þátt, gera sér glaðan dag og vekja athygli á baráttunni gegn krabbameinum í körlum.
Meira