A-Húnavatnssýsla

Íbúar Norðurlands vestra móta framtíð landshlutans í nýrri sóknaráætlun fyrir árin 2020-2024

Ný Sóknaráætlun Norðurlands vestra fyrir árin 2020-2024 var samþykkt samhljóða á haustþingi samtakanna sem fram fór þann 18. október sl. á Sauðárkróki og hefur vinna við gerð áætlunarinnar staðið yfir frá því á vordögum. Á heimasíðu SSNV kemur fram að lögð afi verið rík áhersla á víðtækt samráð við íbúa og aðra hagaðila og mætti ætla að vel á fimmta hundrað manns hafi komið að gerð áætlunarinnar með einum eða öðrum hætti.
Meira

Fella brott 1090 reglugerðir í landbúnaði og sjávarútvegi

Íslenskt regluverk verður að vera aðgengilegt og auðskiljanlegt segja þau Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar-, og nýsköpunarráðherra sem í dag kynntu aðgerðaráætlun um einföldun regluverks. Kristján Þór hefur fellt brott 1090 reglugerðir á sviði sjávarútvegs og landbúnaðar.
Meira

Rúnar Gíslason nýr gjaldkeri VG

Á landsfundi Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs sem haldinn var á Grand hóteli um helgina var kjörin ný stjórn flokksins. Alls barst 21 framboð í stjórn en hún er skipuð ellefu aðalmönnum og fjórum varamönnum. Rúnar Gíslason, lögreglumaður á Norðurlandi vestra, var á meðal frambjóðenda í gjaldkerastöðuna og hlaut kosningu. „Ég hef haft mikla ánægju af að starfa innan VG til þessa og trúi að ég geti komið að frekara gagni. Það er ástæðan fyrir þessari framhleypni,“ sagði Rúnar í framboðstilkynningu sinni. Bjarni Jónsson, sveitarstjórnarfulltrúi Svf. Skagafjarðar situr í varastjórn.
Meira

Sveitarfélagið Skagaströnd fellir niður gatnagerðargjöld

Sveitarstjórn Skagastrandar hefur auglýst afslátt allra gatnagerðargjalda vegna bygginga á lóðum við þegar tilbúnar götur. Er það gert í framhaldi af samþykkt sveitarstjórnar frá 20. ágúst sl. Umsóknarfrestur um lóðirnar er til 1. maí 2020 og skulu byggingarframkvæmdir á lóðunum hafnar innan árs frá úthlutun.
Meira

Að sjá eitthvað fullskapað er ótrúlega skemmtilegt

Hrútafjarðarkonan Hafdís Brynja Þorsteinsdóttir, eða Haddý á Hvalshöfða, sagði lesendum Feykis frá handavinnuferli sínum í 15. tbl. Feykis árið 2018. Haddý segist ekki hafa verið áhugasöm um handavinnu í barnæsku og dáist að þrautseigju handavinnukennarans sem hún hafði á grunnskólaárunum. Nú er öldin önnur og nú þykir henni afskaplega notalegt að grípa í prjónana að loknu dagsverki.
Meira

Gúllassúpa með focaccia brauði

Sólborg Indíana Guðjónsdóttir var matgæðingur Feykis í 40. tbl. 2017: „Ég ólst upp í firðinum fagra og á mikla tengingu þangað. Í dag eyði ég nær öllum mínum frítíma þar. Matur hefur alltaf verið mér ofarlega í huga og hef alltaf borðað vel. Bestu stundir lifsins eru líklega tengdar mat af einhverju leyti. Margar sögur eru til af mér í eldhúsinu og standa tvær líklega upp úr. Önnur fjallar um það þegar ég sauð upp af kartöflunum og brenndi þær. Hin er þegar ég bauð systur minni, sem er kokkur, í mat og hafði pakkapasta,“ segir skagfirski matgæðingurinn Sólborg Indíana. Hún gefur okkur uppskrift af gúllassúpu sem hún segir að hafi verið elduð oft á hennar heimili við ýmis tilefni. „Hún er einföld og bragðgóð. Ég fékk uppskriftina í upphafi af Eldhússögum. Ég hef ég lika oft Focaccia brauð með, sem einfalt í bakstri,“ segir Sólborg.
Meira

GG blús á Bjarmanesi í kvöld

Í kvöld klukkan 22:00 heldur dúettinn GG blús tónleika í Bjarmanesi á Skagaströnd. Blúsdúettinn er frá Álftanesi og samanstendur af tveimur Guðmundum, annar spilar á gítar og hinn á trommur. Þeir nafnar hafa marga fjöruna sopið. Guðmundur Jónsson var t.d. í Sálinni hans Jóns míns og Janus, og Guðmundur Gunnlaugsson spilaði með Centaur, Sixties og fleirum.
Meira

Kaldavatnslaust á Blönduósi

Lokað verður fyrir kalda vatnið vestan við Blöndu frá klukkan 13:00 í dag vegna tenginga á stofnlögn vatnsveitu Blönduóss. Á vef sveitarfélagsins segir að stefnt sé að því að lokunin vari að hámarki í tvær til þrjár klukkustundir. Notendur vatnsveitunnar vestan Blöndu munu því verða kaldavatnslausir á meðan viðgerð stendur yfir.
Meira

Vatnsnesvegur kominn á samgönguáætlun

Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra kynnti í morgun endurskoðaða samgönguáætlun fyrir árin 2020-2034. Í frétt á vef RÚV segir ráðherra að ávinningur af samgönguáætluninni sé aukið öryggi, stytting vegalengda og efling atvinnusvæða. Endurskoðuð samgönguáætlun fyrir árin 2020 til 2034 er nú komin í samráðsgátt og gerir ráðherra ráð fyrir að hún verði lögð fram á þingi um miðjan nóvember.
Meira

Leikskólar í Húnavatnssýslum og Strandabyggð héldu sameiginlegan starfsdag

Sameiginlegur starfsdagur leikskólanna í Húnavatnssýslum og Strandabyggð var haldinn í Húnavallaskóla föstudaginn 11. október. Starfsdagurinn markar upphaf að þróunarverkefni skólanna „Færni til framtíðar“. Í upphafi verkefnisins er áhersla lögð á að kynna hugmyndafræði jákvæðrar sálfræði fyrir starfsfólki skólanna og hvernig hægt sé að nýta hana bæði í starfi og einkalífi. Markmiðið er að starfsfólk öðlist aukna færni í að vinna með mannlega hegðun og hafa áhrif á börn og nærumhverfi.
Meira