A-Húnavatnssýsla

Er þjóðarbúið sjálfbært og þjóðarheimilið blessað?

Háskólinn á Hólum verður vettvangur 13. ráðstefnunnar um íslenska þjóðfélagið, sem hefst á morgun 16. maí. Alls verða flutt 64 erindi af ýmsum fræðasviðum samfélagsins á þeim tveimur dögum sem hún stendur yfir. Ráðstefnan er á vegum háskólanna og haldin reglulega á mismunandi stöðum á landinu og núna í Háskólanum á Hólum.
Meira

Staða skólastjóra Tónlistarskóla A-Hún laus til umsóknar

Auglýst hefur verið laus staða skólastjóra hjá Tónlistarskóla Austur-Húnavatnssýslu og er stefnt að því að viðkomandi hefji störf frá og með 1. ágúst nk. Skólinn hefur þrjár starfsstöðvar, á Skagaströnd, Blönduósi og Húnavöllum og eru nemendur skólans tæplega 90.
Meira

Berrassaðir bændur í sauðburði

Nokkrir eitursvalir bændur í Austur-Húnavatnssýslu hafa vakið landsathygli fyrir myndir sem þeir hafa póstað af sjálfum sér á Facebooksíður sínar en þar skarta þeir nýju fötum keisarans og alla vega einu nýbornu lambi.
Meira

Sýrlensku flóttamannanna beðið með eftirvæntingu

Í kvöld og á miðvikudagskvöld munu 44 nýir einstaklingar bætast í hóp íbúa á Norðurlandi vestra þegar níu sýrlenskar fjölskyldur koma til Hvammstanga og Blönduóss eftir að hafa dvalið í flóttamannabúðum í Líbanon undanfarin ár. Undirbúningur fyrir komu fólksins hefur staðið yfir undanfarnar vikur og er nýju íbúanna beðið með eftirvæntingu.
Meira

Færðu Hollvinasamtökum Heilbrigðisstofnunarinnar rausnarlega gjöf

Samband austur-húnvetnskra kvenna, SAHK, hélt aðalfund sinn þann 2. maí. Við það tilefni afhenti sambandið Hollvinasamtökum Heilbrigðisstofnunarinnar á Blönduósi myndarlega fjárhæð sem var m.a. afrakstur skemmtikvölds sambandsins sem haldið var í tilefni 90 ára afmælis þess í lok nóvember á síðasta ári.
Meira

Mexíkanskt lasagna, sósa og salat

Jenný Þórkatla Magnúsdóttir og Arnar Svansson voru matgæðingar vikunnar í 18. tbl. Feykis 2017. Þá voru þau nýflutt frá Njarðvík til Hvammstanga ásamt tveimur börnum sínum, öðru í leikskóla og hinu í 5. bekk, og sáu ekki eftir því. Jenný tók við starfi sviðsstjóra á fjölskyldusviði í Húnaþingi vestra, Arnar er stuðningsfulltrúi í grunnskólanum. „Lífið á Hvammstanga hefur verið einstaklega ljúft og erum við búin að koma okkur vel fyrir og höfum við kynnst mörgu frábæru fólki,“ sögðu þau.
Meira

Litla samfélagið með stóra hjartað - Áskorandinn : Sara Diljá Hjálmarsdóttir Skagaströnd

Fyrir fjórum árum síðan tókum við hjónin þá ákvörðun að flytjast búferlum frá Stykkishólmi á Skagaströnd. Ákvörðunin var í sjálfu sér ekkert erfið, hér eru góð fiskimið fyrir manninn minn að sækja og ég sá fram á að geta fengið vinnu í skólanum á staðnum. Við settum húsið fyrir vestan á sölu og héldum norður í land með börnin okkar tvö.
Meira

Sýklalyfjaónæmi í gæludýrum

Sýklalyfjaónæmar bakteríur greinast í gæludýrum á Íslandi og er ónæmi algengara í innfluttum dýrum. Algengi ESBL/AmpC myndandi E. coli í hundum og köttum er svipað og í kjúklingum, svínum og lömbum á Íslandi. Um er að ræða E. coli bakteríur sem bera með sér gen sem hafa þann eiginleika að mynda ónæmi gegn mikilvægum sýklalyfjum. Bakteríur sem bera þessi gen eru líklegri til að vera fjölónæmar.
Meira

Beint flug milli Akureyrar og Rotterdam

Nú hefur hollenska flugfélagið Transavia hafið beina sölu á flugsætum til Akureyrar frá Rotterdam í Hollandi. Ferðirnar sem um ræðir verða farnar í sumar og næsta vetur. Í fréttatilkynningu frá Markaðsstofu Norðurlands kemur fram að þetta er í fyrsta sinn sem hollenskt flugfélag selur sjálft sæti í ferðir til Akureyrar og er flugið tilkomið vegna ferða á vegum hollensku ferðaskrifstofunnar Voigt Travel sem býður upp á skipulögð ferðalög um Ísland frá Akureyri. Transavia selur hins vegar aðeins sætin, óháð Voigt Travel, þannig að segja má að í fyrsta sinn sé áætlunarflug í boði til og frá Akureyri til Hollands.
Meira

Úrslitakeppni Skólahreysti í gær

Úrslitakeppni Skólahreysti 2019 var háð í Laugardalshöll í gærkvöldi þar sem tólf skólar höfðu unnið sér keppnisrétt, efsti skólinn úr hverri undankeppni vetrarins auk þeirra tveggja skóla sem stóðu sig best þar fyrir utan. Tveir skólar á Norðurlandi vestra áttu lið í keppninni, Grunnskóli Húnaþings vestra og Varmahlíðarskóli.
Meira