A-Húnavatnssýsla

Fluiding myndlistarnámskeið á Norðurlandi

Föndurskólinn Óskastund er að fara í hringferð um landið með fluiding myndlistarnámskeið og munu gera stans á Norðurlandi. Fyrstu námskeiðin verða á Hvammstanga 11. maí kl. 14. og Blönduósi sama dag kl.18. Þá er haldið á Sauðárkrók daginn eftir þann 12. maí og hefst námskeið þar kl.11 áður en farið er til Siglufjarðar kl. 14 og Dalvíkur kl.16. Á Akureyri verða þrjú námskeið mánudaginn 13. maí kl. 12, 13 og 18.
Meira

Námskeið í Textíl Fab Lab

Vikuna 13.-17. maí fer fram alþjóðlegt námskeið í Textíl Fab Lab og kynning á Fabricademy, sem er Fab Lab nám sérmiðað að tækni og textíl og hvernig hægt er að gera snjallan textíl. Mánudaginn 13. maí mun hópurinn leggja af stað norður í land og heimsækja fyrirtæki sem tengjast textíl s.s. Álafoss, Textílsetrið á Blönduósi og Gestastofu Sútarans.
Meira

Endurskoðun á aðalskipulagi Skagastrandar

Hjá sveitarstjórn Skagastrandar er nú hafin vinna við endurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins. Í nóvember á síðasta ári var haldinn kynningarfundur um verkefnið þar sem íbúum var gefinn kostur á að koma hugmyndum sínum á framfæri. Nú er lýsing á endurskoðun aðalskipulags Skagastrandar 2010-2022 kynnt á vef sveitarfélagsins.
Meira

Sigurður Líndal í stjórn Markaðsstofu Norðurlands

Aðalfundur Markaðsstofu Norðurlands var haldinn á Fosshótel Húsavík í gær. Meðal dagskrárliða var stjórnarkjör þar sem kosið var um tvær stöður aðalmanna á Norðurlandi eystra og eina á Norðurlandi vestra. Aðalmenn í stjórn Markaðsstofu Norðurlands eru kosnir til tveggja ára í senn og varamenn á hverju ári.
Meira

Norðlægar áttir og kalt hjá spámönnum Dalbæjar

Í gær, þriðjudaginn 7. maí kl. 14, komu saman til fundar átta félagar í Veðurklúbbnum á Dalbæ. Farið var yfir spágildi síðasta mánaðar sem sýndi að í raun og sannleika varð veðrið miklu betra en gert var ráð fyrir!
Meira

Heilbrigðisráðherra falið að móta heildstæða stefnu um rekstur og skipulag bráðaþjónustu utan spítala

Alþingi samþykkti í gær að fela heilbrigðisráðherra að móta heildstæða opinbera stefnu um rekstur og skipulag bráðaþjónustu utan spítala. Markmið stefnunnar verði að formfesta samstarf þeirra sem sinna þjónustunni, skilgreina með skýrari hætti ábyrgð og verkaskiptingu innan hennar og efla menntun, endurmenntun og starfsþjálfun þeirra sem starfa við sjúkra- og neyðarflutninga og veita bráðaþjónustu á vettvangi slysa eða í öðrum neyðartilvikum.
Meira

Stöndum saman og kaupum álfinn – fyrir unga fólkið

SÁÁ álfurinn er 30 ára um þessar mundir og þá er tilvalið að fagna saman og kaupa álfinn. Sölufólk verður á ferðinni frá deginum í dag og fram á sunnudag, 12. maí en álfasalan hefur verið ein mikilvægasta fjáröflunarleið samtakanna þessa þrjá áratugi.
Meira

Laufey Harpa sigraði í ljósmyndakeppni FNV

Félagslíf nemenda við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra hefur verið öflugt í vetur, segir á heimasíðu skólans, og var m.a. efnt til ljósmyndasamkeppni meðal nemenda til að fanga góðu augnablikin út frá sjónarhóli nemenda.
Meira

Hárið valið sem Athyglisverðasta áhugaleiksýning ársins

Sýning Leikflokks Húnaþings vestra var í gærkvöldi útnefnd sem Athyglisverðasta áhugaleiksýning leikársins 2018-2019. Valið var tilkynnt á hátíðarkvöldverði í tengslum við aðalfund Bandalags íslenskra leikfélaga sem fram fer á Húsavík nú um helgina. Er þetta í tuttugasta og stjötta sinn sem Þjóðleikhúsið býður áhugaleikfélagi af landsbyggðinni að setja sýningu sína upp á fjölum hússins.
Meira

Graflaxsósa og ljúffengt lambakjöt

Matgæðingarnir í 17. tbl. ársins 2017 voru þau Þórunn Helga Þorvaldsdóttir og Jóhann Böðvarsson á Akurbrekku í Hrútafirði. Þau eru sauðfjárbændur og eru með um 550 kindur. Þórunn er aðstoðarleikskólastjóri á leikskólanum Ásgarði á Hvammstanga en Jóhann er vélvirki og vinnur við pípulagningar. Börnin eru þrjú. „Eins og gefur að skilja er lambakjöt mikið á borðum á okkar heimili,“ segir Þórunn, „og þá er nú eins gott að láta hugmyndaflugið njóta sín í fjölbreytileikanum. Mig langar að gefa lesendum Feykis uppskrift af lambakjöti í marineringu sem er mikið notuð í minni fjölskyldu. Hægt er í raun að nota hvaða hluta af lambinu sem er en aðallega hefur lærið verið notað og þá oftast úrbeinað í væna bita og grillað.“
Meira