Gott að grípa í að hekla borðtuskur
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
22.04.2019
kl. 12.34
Í 47. tölublaði Feykis árið 2017 var kíkt í handavinnuhornið hjá Eydísi Báru Jóhannsdóttur sérkennara á Hvammstanga. Áhugi hennar á hannyrðum kviknaði um 25 ára aldurinn og síðan hefur hún verið iðin við margs konar handverk þó peysuprjón sé það sem hún hefur verið duglegust við. Eydís segir að það hafi reynst henni vel að sækja góð ráð móður sinnar og mælir með því að vera duglegur að leita ráða hjá öðrum, eða á netið, ef á þarf að halda.
Meira