A-Húnavatnssýsla

Gott að grípa í að hekla borðtuskur

Í 47. tölublaði Feykis árið 2017 var kíkt í handavinnuhornið hjá Eydísi Báru Jóhannsdóttur sérkennara á Hvammstanga. Áhugi hennar á hannyrðum kviknaði um 25 ára aldurinn og síðan hefur hún verið iðin við margs konar handverk þó peysuprjón sé það sem hún hefur verið duglegust við. Eydís segir að það hafi reynst henni vel að sækja góð ráð móður sinnar og mælir með því að vera duglegur að leita ráða hjá öðrum, eða á netið, ef á þarf að halda.
Meira

Myndin af Grýlu í Vísnabókinni minnisstæð

Bók-haldarinn í fimmta tölublaði ársins 2018 var Sigurlaug Rún Brynleifsdóttir, eða Silla í Dalsmynni, sem er deildarstjóri í Grunnskólanum austan Vatna. Það er óhætt að segja að Silla hafi talsverða tengingu við lestur en hún hefur unnið mikið með læsi í skólum og stýrði meðal annars vinnu við Lestrarstefnu Skagafjarðar sem út kom haustið 2017. Hún segist hafa gaman af ævisögum og ýmiss konar uppflettiritum og fræðibókum en íslenskar skáldsögur séu þó það sem hún lest mest af.
Meira

Gleðilega páska

Páskarnir er mesta og elsta hátíð kristinna manna þegar dauða og upprisu Jesú minnst. Fyrir páskahátíðina er undirbúningstími eins og fyrir jólahátíðina. Undirbúningstímabilið nefnist fasta eða langafasta og stendur í 40 daga. Fastan hefst á öskudegi og frá þeim tíma og fram að páskum er tími sjálfsafneitunar, iðrunar og yfirbótar en fastan merkir að menn neiti sér um hluti eins og til dæmis að borða kjöt. Sprengidagur var hér áður fyrr síðasti dagurinn sem fólk borðaði kjöt fram að páskum og frá öskudegi til laugardagskvölds fyrir páskadag var fastað alla daga nema sunnudaga.
Meira

Páskamuffins og dásamlegt pæ

Nú eru páskarnir á næsta leiti og því er tilvalið að sletta í form. Fyrir réttum tveimur árum leitaði Feykir í smiðju Eldhússystra og var þar ekki komið að tómum kofanum. Við birtum hér uppskriftir að páskamuffins og ljúffengri súkkulaðikaramellutertu sem þær segja algert nammi og upplagða um páskana fyrir þá sem langar í ljúffengt súkkulaði en þó ekki í dísætt páskaegg.
Meira

Menn þurfa að gyrða sig í brók og fara að vinna betur saman - Völvuspá 2019 – Frá Spákonuhofinu á Skagaströnd

Það rifjaðist upp fyrir ritstjóra Feykis að Völvuspáin fyrir árið 2019 hefði sagt fyrir um gengi Tindastóls í körfunni þar sem spákonur höfðu fengið beiðni um að spá fyrir gengi liðsins. Það sem virtist fjarstæða á þeim tíma sem spáin birtist, skömmu fyrir jól, var liðið á toppnum í Dominosdeildinni og ekkert sem benti til annars en það myndi tróna þar áfram út leiktíðina. Niðurstaðan var ekki í samræmi við væntingar líkt og spákonur sögðu til um. Nú fer að koma að öðrum spádómi sem ekki er góður fyrir vorstemninguna.
Meira

Jón Þór Eyþórsson ráðinn viðburðarstjóri Húnavöku

Blönduósbær hefur ráðið Jón Þór Eyþórsson sem viðburðarstjóra fyrir Húnavöku 2019, en Jón Þór var valinn úr hópi ellefu umsækjenda sem sóttu um starfið, sem var auglýst í mars sl.
Meira

Opnunartímar sundlauga um páskana á Norðurlandi vestra

Nú þegar páskarnir eru á næsta leyti og útséð með það að komast á skíði í Tindastól er alveg tilvalið að skella sér í sund, segja þeir sem vit hafa, enda löng fríhelgi og rauðar tölur í kortunum. Svo óheppilega vildi til að rangar tímasetningar voru auglýstar í Sjónhorninu um hvenær væri opið í sundlaugunum í Varmahlíða og á Hofsósi.
Meira

Viltu vera með sölubás, opna vinnustofu eða veita afslátt á Prjónagleði?

Prjónagleði verður haldin á Blönduósi nú um hvítasunnuhelgina, 7.-10. júní. Er þetta í fjórða sinn sem hátíðin er haldin og er það Textilmiðstöð Íslands ásamt samstarfsaðilum á Blönduósi sem að henni stendur.
Meira

Anna Dóra Antonsdóttir skrifar um Skárastaðamál

Út er komin hjá bókaforlaginu Espólín bókin Þar sem skömmin skellur - Skárastaðamál í dómabókum eftir Önnu Dóru Antonsdóttur. Sagan gerist í Miðfirði upp úr miðri 19. öldinni og fjallar um sakamál sem kennt hefur verið við bæinn Skárastaði í Austurárdal. Bókin byggir á dómabókum og fleiri samtímaskjölum en þar sem gögnum sleppir tekur höfundurinn við og fyllir upp í eyðurnar, eins og segir á heimasíðu forlagsins.
Meira

Ársfundur Byggðastofnunar haldinn á Siglufirði

Ársfundur Byggðastofnunar var haldinn á Siglufirði sl. fimmtudag, 11. apríl. Á fundinum flutti samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, ávarp þar sem hann fjallaði meðal annars um samgöngumál, byggðaáætlun og nýtt Byggðamálaráð. Einnig tilkynnti hann um nýja stjórn Byggðastofnunar en nýr formaður stjórnar er Magnús B. Jónsson, fyrrverandi sveitarstjóri á Skagaströnd, sem tekur við af Illuga Gunnarssyni sem nú lætur af störfum eftir tveggja ára formennsku.
Meira