Vatnavextir í Vatnsdal
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
14.04.2019
kl. 14.15
Húni.is segir frá því að Vatnsdalur standi svo sannarlega undir nafni í dag. flæðir Vatnsdalsá yfir bakka sína svo um munar enda verið hlýtt í veðri og leysingar miklar en hitinn mun hafa farið í 16 stig í gær og var sólbráð mikil. Höskuldur B. Erlingsson á Blönduósi skoðaði aðstæður í dalnum í morgun og tók nokkrar myndir með flygildinu sínu. Að sögn Höskuldar flæðir vatn yfir tún og engi í neðri hlta dalsins og yfir veginn norðan við Hvamm á u.þ.b. 50 m kafla. Einnig er vegurinn í sundur niður að Undirfellsrétt.
Meira