A-Húnavatnssýsla

Vatnavextir í Vatnsdal

Húni.is segir frá því að Vatnsdalur standi svo sannarlega undir nafni í dag. flæðir Vatnsdalsá yfir bakka sína svo um munar enda verið hlýtt í veðri og leysingar miklar en hitinn mun hafa farið í 16 stig í gær og var sólbráð mikil. Höskuldur B. Erlingsson á Blönduósi skoðaði aðstæður í dalnum í morgun og tók nokkrar myndir með flygildinu sínu. Að sögn Höskuldar flæðir vatn yfir tún og engi í neðri hlta dalsins og yfir veginn norðan við Hvamm á u.þ.b. 50 m kafla. Einnig er vegurinn í sundur niður að Undirfellsrétt.
Meira

Hakk, kjúlli og Lava bomba

Matgæðingar vikunnar í 14. tbl. Feykis 2017 voru þau Ólafur Rúnarsson og Kristín Kristjánsdóttir á Hvammstanga. „Við fluttum í Húnaþing vestra fyrir nokkrum árum og erum bæði starfandi tónlistarskólakennarar og tónlistarmenn. Það var mikið gæfuspor að flytja hingað því hér er gott að vera,“ segir Ólafur en þau hjónin búa á Hvammstanga. „Ekki ætlum við að koma með uppskrift að þriggja rétta máltíð þar sem svoleiðis gerist sjaldan hjá okkur. Frekar ætlum við að deila með ykkur réttum sem vinsælir eru á okkar heimili."
Meira

Íþrótta- og útivistardagur grunnskólanna í Húnavatnssýslum

Grunnskólarnir í Húnavatnssýslum héldu sinn árlega íþrótta- og útivistardag á Blönduósi í gær. Þangað mættu um 150 nemendur 7.-10. bekkja Blönduskóla, Höfðaskóla, Húnavallaskóla og Grunnskóla Húnaþings vestra og vörðu deginum saman við alls kyns hreyfingu og útivist.
Meira

Heilbrigðisráðherra úthlutar fé til heilbrigðisstofnana

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið skiptingu rúmlega 420 milljóna króna af fjárlögum sem varið verður til að efla tækjakost heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni þar sem endurnýjunarþörf er orðin brýn.
Meira

Fatasöfnun vegna komu flóttamanna frá Sýrlandi

Húnavatnssýsludeild Rauða krossins leitar nú til almennings eftir fatnaði og húsgögnum vegna móttöku flóttamanna frá Sýrlandi. Í tilkynningu frá Rauða krossinum segir að fatnað vanti á fullorðna í ýmsum stærðum og einnig barnafatnað; skólatöskur, íþróttatöskur, íþróttafatnað og skófatnað fyrir eftirtalinn aldur. Stelpur 8, 10, 12 og 17 ára og strákar 2, 3, 7, 10, 11, 12. 13 og 14 ára. Fötin þurfa að vera heil og hrein.
Meira

Átaksverkefni Sveitarfélagsins Skagastrandar

Á morgun, fimmtudaginn 11. apríl, býður Sveitarfélagið Skagaströnd til tveggja funda um atvinnumál í samstarfi við ráðgjafafyrirtækið Áttir ehf. Fundirnir verða haldnir í félagsheimilinu Fellsborg, sá fyrri klukkan 18-19, og er hann ætlaður starfandi fyrirtækjum og frumkvöðlum. Seinni fundurinn er ætlaður öllum íbúum sveitarfélagsins og fer hann fram klukkan 19-22. Fólk er hvatt til að mæta og kynna sér átaksverkefnið.
Meira

Snjólaug María íþróttamaður USAH

Ársþing Ungmannasambands Austur-Húnvetninga var haldið að Húnavöllum sl. sunnudag, 7. apríl, og var það 102. þing sambandsins. Vel var mætt til fundar en allir þingfulltrúar sem rétt áttu til setu á þinginu, 35 talsins, voru mættir, og gengu þingstörf vel fyrir sig.
Meira

14 bækur Trausta endurútgefnar ókeypis á netinu

Trausti Valsson prófessor, er þekktur fyrir hugmyndir sínar og bækur um skipulag, framtíðarmál og hönnun. Margar bóka hans hafa lengi verið ófáanlegar. Netið býður núorðið upp á þann stórkostlega möguleika, að endurútgefa bækur í rafrænu formi. Þetta hefur Trausti nú gert með allar 14 bækur sínar, og birt ásamt völdum greinum og ítarefni á heimasíðu sinni við HÍ og býður öllum til frjálsra og ókeypis afnota. (Ath: Þegar nafn hans er googlað birtist heimasíðan efst).
Meira

Samningar og samvinna

Stór skref voru stigin við undirskrift lífskjarasamninga í vikunni sem aðilar vinnumarkaðarins komu sér saman um með stuðningi stjórnvalda. Þetta er liður í breiðri sátt til áframhaldandi lífskjara til rúmlega þriggja ára. Þessi samningur er ný nálgun á þeirri staðreynd að lífkjör á vinnumarkaði kemur við alla þjóðina og því verða stjórnvöld að vera í sama takti svo vel takist. Aðkoma stjórnvalda að lífskjarasamningi felur í sér fjölmargar leiðir sem slær taktinn með aðildarfélögum vinnumarkarins til að viðhalda stöðuleika.
Meira

Bláskel, lambakjöt og Frost og funi

Hjónin Jean Adele og Guðmundur Waage í Skálholtsvík í Hrútafirði voru matgæðingar í fermingarblaði Feykis árið 2017 þar sem segir: „Þau eiga fjögur börn og búa tvær yngstu dæturnar enn heima. Að aðalatvinnu eru þau sauðfjárbændur en einnig sér Jean um skólaakstur á Borðeyri og rekur lítið saumafyrirtæki sem heitir Ísaumur. „Við borðum að sjálfsögðu mest af lamba og ærkjöti og dags daglega elda ég mikið úr ærhakki, vinsælasti maturinn á heimilinu er sennilega lasagna en ég er dugleg að prófa einhverja nýja rétti til að brjóta upp hversdaginn, sem stundum fellur misjafnlega vel í kramið hjá yngstu börnunum,“ segir Jean. „Hérna er ég með uppskriftir af forrétti, aðal- og eftirrétti sem eru í uppáhaldi hjá okkar fjölskyldu. Kannski að það komi fram að við erum sitthvor tegundin af matgæðingum. Ég sé alfarið um eldamennskuna og Gummi minn elskar að borða. Fyrir nokkrum árum langaði mig til að kynna fjölskyldu mína fyrir bláskel og eldaði þá þennan rétt, eða súpu, sem sló í gegn og ég hef eldað þetta alltaf annað slagið síðan.“"
Meira