A-Húnavatnssýsla

Húsgagna- og húsmunasöfnun á Blönduósi á vegum Rauða krossins

Rauði krossinn á Blönduósi óskar eftir húsmunum vegna móttöku flóttafólks frá Sýrlandi sem væntanlegt er í næsta mánuði. Eftirtalda muni vantar og eru þeir sem eiga kost á því að taka þátt í söfnuninni vinsamlega beðnir að senda Guðrúnu Margréti Guðmundsdóttur, verkefnastjóra Rauða krossins, skilaboð á messenger með mynd af húsgagni/húsmunum, eða hringja í hana í síma s. 6959577.
Meira

Heita vatnið tekið af vestan Blöndu

Í tilkynningu frá Rarik kemur fram að í dag, mánudaginn 29. apríl, verði heitavatnslaust á Blönduósi, vestan (sunnan) Blöndu frá kl. 10:00 til 12:00 vegna endanlegrar viðgerðar á bilun. Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Norðurlandi í síma 528 9690.
Meira

„Logi Bergmann“ og beikonvafðar bringur

Ingvar Guðmundsson og Jóhanna Sveinbjörg Traustadóttir á Hofsósi voru matgæðingar vikunnar í 16. tbl Feykis 2017. Þau buðu upp á grillaðar kjúklingabringur sem eru afar vinsælar á heimili þeirra og í eftirrétt var hin ómissandi Logi Bergmann súkkulaðikaka.
Meira

Munaði einu atkvæði hjá Öldunni

Nýr kjarasamningur var samþykktur hjá öllum félögum Starfsgreinasambands Íslands en niðurstöður atkvæðagreiðslu um nýjan kjarasamning sambandsins og Samtaka atvinnulífsins á hinum almenna vinnumarkaði lá fyrir í gær. Samningurinn var samþykktur með yfirgnæfandi meirihluta en mjótt var á munum hjá Öldunni stéttarfélagi í Skagafirði þar sem aðeins eitt atkvæði skyldi að.
Meira

Gleðilegt sumar

Nú er sumardagurinn fyrsti og Feykir óskar öllum gleðilegs sumars með þökk fyrir veturinn. Sumardagurinn fyrsti, einnig kallaður Yngismeyjardagur, er fyrsti dagur Hörpu, sem er fyrstur af sex sumarmánuðum í gamla norræna tímatalinu. Sumardaginn fyrsta ber alltaf upp á fimmtudag á tímabilinu frá 19.-25. apríl, þ.e. fyrsta fimmtudag eftir 18. apríl.
Meira

Einn alvarlega slasaður eftir bílveltu í Langadal - Uppfært: Ökumaðurinn lést

Alvarlegt umferðarslys varð á tíunda tímanum í gærkvöldi er bifreið valt út af þjóðveginum í botni Langadals. Einn var fluttur alvarlega slasaður með þyrlu á Landspítalann. Veginum var lokað um tíma meðan björgunaraðgerðir fóru fram.
Meira

Hitasótt og smitandi hósti í hestum

Nokkuð er um veikindi í hrossum um þessar mundir, einkum á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi og Vesturlandi, eftir því sem kemur fram á vef Matvælastofnuar. Einkennin minna á hitasóttina annars vegar og smitandi hósta hins vegar og flest bendir til að smitefni sem hér urðu landlæg í kjölfar faraldranna árin 1998 og 2010 séu að minna á sig.
Meira

Hvammstangi suðupottur menningar

Veftímaritið Úr vör, sem fjallar um hvernig fólk á landsbyggðinni notar skapandi aðferðir til að leita lausna, komst nýlega á snoðir um að að Hvammstangi væri suðupottur menningar og listar, eins og segir í frétt þess, en þar var tekið hús á þeim Birtu Þórhallsdóttur og Sigurvald Ívari Helgasyni sem standa að baki menningarsetrinu Holti og bókaútgáfunni Skriðu sem hóf starfsemi nýlega.
Meira

21 flóttamaður væntanlegur í næsta mánuði

Íbúum Blönduósbæjar mun fjölga um 21 í næsta mánuði þegar hópur flóttamanna, fjórar fjölskyldur frá Sýrlandi, flytur til bæjarins. Um er að ræða eina fjögurra manna fjölskyldu, eina fimm manna og tvær sex manna, þar af eru 12 börn og ein 17 ára stúlka. Sagt er frá þessu á huni.is í dag.
Meira

Hvar á ég að búa? - Áskorandinn Vera Ósk Valgarðsdóttir Skagaströnd

Enginn veit sína ævina fyrr en öll er. Aldrei hefði mig órað fyrir því fyrir nokkrum árum síðan að ég ætti eftir að búa á Skagaströnd í heil fimm ár. Komandi frá einum af fáum stöðum á Íslandi sem ekki liggja að sjó, þá hafa þessi ár vissulega kennt mér margt er varðar lífið í litlu sjávarplássi úti á landi.
Meira