A-Húnavatnssýsla

Graflaxsósa og ljúffengt lambakjöt

Matgæðingarnir í 17. tbl. ársins 2017 voru þau Þórunn Helga Þorvaldsdóttir og Jóhann Böðvarsson á Akurbrekku í Hrútafirði. Þau eru sauðfjárbændur og eru með um 550 kindur. Þórunn er aðstoðarleikskólastjóri á leikskólanum Ásgarði á Hvammstanga en Jóhann er vélvirki og vinnur við pípulagningar. Börnin eru þrjú. „Eins og gefur að skilja er lambakjöt mikið á borðum á okkar heimili,“ segir Þórunn, „og þá er nú eins gott að láta hugmyndaflugið njóta sín í fjölbreytileikanum. Mig langar að gefa lesendum Feykis uppskrift af lambakjöti í marineringu sem er mikið notuð í minni fjölskyldu. Hægt er í raun að nota hvaða hluta af lambinu sem er en aðallega hefur lærið verið notað og þá oftast úrbeinað í væna bita og grillað.“
Meira

Vinnustofa fyrir söfn, setur og sýningar

Vinnustofa um markaðs- og kynningarmál fyrir söfn, setur og sýningar verður haldin á Blönduósi mánudaginn 20. maí nk. og mun hún standa frá kl. 9.00-17:00. Vinnustofan er hluti af áhersluverkefnum SSNV 2018/2019 á sviði ferðaþjónustu og er hún þátttakendum að kostnaðarlausu.
Meira

Dimmalimm á Blönduósi

Kómedíuleikhúsið sýnir leikritið Dimmalimm í Félagsheimilinu á Blönduósi sunnudaginn 5. maí næstkomandi klukkan 16:00. Leikritið hefur verið sýnt í Þjóðleikhúsinu við miklar vinsældir núna í vor. Dimmalimm er án efa eitt ástsælasta ævintýri þjóðarinnar.
Meira

Bókaútgáfan Merkjalækur gefur ut nýja bók

Bókaútgáfan Merkjalækur hefur sent frá sér nýja bók. Nefnist hún Flóttafólkið og er eftir Johannes Linnankoski (1869-1913). Sagan, sem er finnsk og ber nafnið Pakolaiset á frummálinu, kom fyrst út árið 1908 og hefur Sigurður H. Pétursson nú þýtt hana á íslenska tungu.
Meira

Hjólað í vinnuna

Skráning í Hjólað í vinnuna 2019, sem fram fer dagana 8. – 28. maí, er í fullum gangi en megin markmið verkefnisins er að vekja athygli á virkum ferðamáta sem heilsusamlegum, umhverfisvænum og hagkvæmum samgöngumáta. Þegar þetta er skrifað hefur einn vinnustaður í Akrahreppi skráð þátttöku, einn í Húnaþing vestra, sjö í Sveitarfélaginu Skagafirði og einn í Sveitarfélaginu Skagaströnd.
Meira

Lokafundur Ratsjárinnar á Norðurlandi vestra

Ratsjáin á Norðurlandi vestra hélt sinn fimmta og síðasta fund hjá Seal Travel á Hvammstanga sl. mánudag. Þar fékk hópurinn kynningu á fyrirtækinu og skoðaði um leið Selasetur Íslands. Að því loknu tók við greiningarvinna sem unnin var á Hótel Laugarbakka og að henni lokinni borðaði hópurinn saman og styrkti enn frekar stoðirnar sem er einmitt mikilvægur hluti verkefnisins að því er segir á vefsíðu Ratsjárinnar.
Meira

Verkefnastjórar ráðnir vegna móttöku flóttafólks á Blönduósi

Blönduósbær hefur ráðið Þórunni Ólafsdóttur sem verkefnastjóra, vegna móttöku flóttafólks til Blönduóss, en Þórunn hefur fjölbreytta reynslu af störfum með fólki á flótta, og starfaði fyrir Hafnarfjarðarbæ, sem verkefnastjóri í málefnum umsækjenda um alþjóðlega vernd. Þá hefur einnig verð gengið frá ráðningu á Kinan Kadoni, sem túlks, stuðningsfulltrúa og menningarmiðlara, vegna móttöku flóttafólks en Kinan sem er sýrlenskur að uppruna, hefur unnið að þessum málum m.a., sem túlkur og menningarmiðlari, m.a., á Ísafirði og í Reykjavík.
Meira

Verkalýðsdagurinn er á morgun

Verkalýðsdagurinn, alþjóðlegur baráttudagur verkalýðsins, er á morgun, 1. maí. Dagurinn á sér 130 ára sögu en það var á þingi evrópskra verkalýðsfélaga í París árið 1889 sem samþykkt var tillaga frá Frökkum um að 1. maí skyldi verða alþjóðlegur frídagur verkafólks. Lögðu þeir til að verkafólk notaði daginn til fjöldafunda til að fylgja eftir kröfum um átta stunda vinnudag og aðrar umbætur á kjörum sínum.
Meira

Nýjung á síðu SSNV

SSNV, Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, hafa nú sett upp svæði á heimasíðu sinni þar sem miðlað er auglýsingum um störf sem í boði eru á svæðinu ásamt störfum sem auglýst verða án staðsetningar.
Meira

Nýr skólastjóri ráðinn að Höfðaskóla

Á fundi sveitarstjórnar Skagastrandar sl. föstudag, þann 8. apríl, var tekin ákvörðun um ráðningu Söru Diljár Hjálmarsdóttur sem skólastjóra við Höfðaskóla. Tveir umsækjendur voru um stöðuna, þær Sara Diljá Hjálmarsdóttir og Sonja Dröfn Helgadóttir, og rann umsóknarfrestur út þann 24. mars sl.
Meira