A-Húnavatnssýsla

Opinn fundur Framsóknar í gær

Ásmundur Einar Daðason og Halla Signý Kristjánsdóttir, þingmenn Norðvesturskjördæmis, voru gestir Framsóknarfélags Skagafjarðar í gærkvöldi en boðað hafði verið til opins stjórnmálafundar í Framsóknarhúsinu á Sauðárkróki. Vel var mætt í salinn og sköpuðust fínar umræður um hin ýmsu málefni.
Meira

Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins heimsótti Norðurland vestra í gær

Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins er nú á ferð um landið undir yfirskriftinni Á réttri leið og sannarlega má segja flokkurinn hafi verið á réttri leið í gær þar sem fundaherferðin hófst á Norðurlandi vestra. Fyrsti fundurinn var haldinn á Laugarbakka í Húnaþingi en seinna um daginn var rennt í Skagafjörðinn og haldinn fundur í Ljósheimum. Þess á milli var komið við á bæjarskrifstofunum á Blönduósi og í Spákonuhofi á Skagaströnd og púlsinn tekinn á atvinnulífi staðanna og bæjarbragnum almennt.
Meira

Ekki tímabært að kjósa um sameiningu í haust

Sameiningarnefnd sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu kom saman til fundar þann 4. febrúar sl. þar sem meðal annars var rætt um stöðu sameiningarferlisins og næstu skref. Niðurstaða fundarins var sú að ekki sé tímabært að kjósa um sameiningu í haust eins og rætt hafði verið áður en þess í stað stefnt að kosningum á síðari hluta kjörtímabilsins. þ.e. á árinu 2020 eða í síðasta lagi 2021. Verði sameining samþykkt muni ný sveitarstjórn taka við eftir almennar sveitarstjórnarkosningar vorið 2022. Þetta kemur fram í fundargerð sameiningarnefndar.
Meira

Könnun á stöðu fjarskiptamála í dreifbýli á Norðurlandi vestra

Samgöngu- og innviðanefnd SSNV stendur nú fyrir könnun á fjarskiptasambandi í dreifbýli á starfssvæði samtakanna. Nefndin var skipuð á haustþingi SSNV í október og hefur það hlutverk að vinna að upplýsingaöflun vegna samgönguáætlunar SSNV með starfsmönnum samtakanna. Á vef SSNV segir að til þess að hægt sé að setja saman raunhæfar áætlanir um uppbyggingu samgöngumannvirkja og annarra innviða í landshlutanum þurfi að liggja fyrir ítarlegar upplýsingar og greining á þáttum varðandi samgöngu- og innviðamál.
Meira

Börn og gæludýr – Vídeó

Það er alltaf gaman af myndböndum sem tekin eru af börnum og gæludýrum ekki síst ef þau eiga vel saman. Eftirfarandi fannst á Facebook og fær titilinn Krúttmyndband dagsins.
Meira

Forðast að lenda í bókaskorti

Viðmælandi Feykis í Bók-haldinu í 35. tbl. árið 2017 heitir Jóna Guðrún Ármannsdóttir, bóndi og húsmóðir í Laxárdal 3 í Hrútafirði í Húnaþingi vestra. Jóna fæddist á Akureyri á jóladag árið 1973 og ólst upp á Vatnsleysu í Fnjóskadal þar sem hún bjó til 17 ára aldurs þegar hún fór til náms í Bændaskólann á Hvanneyri. Þar kynntist hún manninum sínum, Jóhanni Ragnarssyni úr Laxárdal, en þangað flutti Jóna árið 1995 og búa þau hjónin þar með rúmlega 1000 kindur. Börnin eru fimm og hefur Jóna verið heimavinnandi síðan það yngsta fæddist, árið 2010. Áður starfaði hún um nokkurra ára skeið sem kennari við Grunnskólann á Borðeyri en hún stundaði fjarnám við Kennaraháskólann og lauk því árið 2007. Þrátt fyrir annir við búskapinn og stórt heimili er Jóna afkastamikil við bóklesturinn og við fengum að hnýsast aðeins í hennar lestrarhætti.
Meira

Vegan núðlusúpa

Umsjónarmaður matarþáttar Feykis leitaði í smiðju Eldhússystra í þessum þætti sem birtist í 6. tbl. ársins 2017. Matur sem flokkast undir að vera vegan er mjög í tísku um þessar mundir. Reyndar er umsjónarmaður þessa þáttar meira fyrir súrmat en súrkál, ekki síst á þessum árstíma, og hefur ekki ennþá rekist í vegan þorramat. Hins vegar hefur heyrst að smákökur undir vörumerkinu Veganesti séu orðnar ákaflega vinsælar hjá erlendum ferðamönnum, sem misskilja vörumerkið eilítið! Að þessu sinni leitum við enn á ný í smiðju eldhússystranna Rannveigar og Þorbjargar Snorradætra. Gefum þeim orðið:
Meira

Sjálfstæðisflokkurinn - Á réttri leið

Nú í kjördæmaviku mun þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hefja hringferð um landið undir yfirskriftinni „Á réttri leið – hittumst á heimavelli“ sem varir næstu vikur og mánuði. Alls mun þingflokkurinn heimsækja yfir 50 bæi í öllum landsfjórðungum þar sem ýmist verða haldnir fundir eða vinnustaðir heimsóttir. Boðað hefur verið til tveggja funda á Norðurlandi vestra nk. sunnudag auk þess sem farið verður í vinnustaðaheimsóknir á Skagaströnd.
Meira

Samningar vegna styrkja til fjarvinnslustöðva undirritaðir

Sl. þriðjudag undirritaði forstjóri Byggðastofnunar samninga um styrki til fjarvinnslustöðva í tengslum við byggðaáætlun 2018-2024. Undirritunin fór fram í fundarsal Byggðastofnunar og við það tækifæri kynntu styrkþegar þau verkefni sem styrk hlutu.
Meira

112 dagurinn í Húnavatnssýslum

Einn, einn, tveir, eða 112 dagurinn verður haldinn á mánudaginn kemur, þann 11.2. Þema þessa árs er öryggismál heimilisins. Í tilefni dagsins munu viðbragðsaðilar á Blönduósi hittast við slökkvistöðina og að akstrinum loknum verða tæki þeirra til sýnis við slökkvistöðina, milli klukkan 16 og 18. Einnig verður sýnd notkun á slökkvitækjum, hvernig skuli bera sig að við endurlífgun og fleira. Léttar veitingar verða í boði.
Meira