A-Húnavatnssýsla

Vinsæll og einfaldur kjúklingaréttur og dýrindis eplakaka

Inga Skagfjörð og Jón Gunnar Helgason voru matgæðingar Feykis í 7. tbl. ársins 2017. „Við verðum að taka áskorunni frá Gígju og Helga og komum hér með nanbrauð og indverskan kjúklingarétt sem er vinsæll á okkar stóra heimili með fimm börnum, þar af fjórum á leikskólaaldri. Ekki er verra að hann ereinfaldur og fljótlegur,“ segir Inga. „Svo er eplakakan hennar Erlu systur góð við öll tilefni sem eftirréttur, einnig fljótleg og þægileg.“
Meira

Varið ykkur á símasvindlurum

Tölvuþrjótar skjóta upp kollinum af og til og hafa fjölmiðlar greint frá því að fólk hafi undanfarnar vikur fengið símtöl erlendis frá þar sem viðkomandi kynnir sig sem starfsmann Microsoft og lætur sem gera þurfi við öryggisgalla í Windows-stýrikerfinu. Varar lögregla eindregið við slíkum samtölum og hvetur fólk til að leggja á.
Meira

Sami hreindýraveiðikvóti í ár

Hreindýrakvóti ársins 2019 verður sá sami og á fyrra ári þar sem heimilt verður að veiða allt að 1451 dýr á árinu, 1043 kýr og 408 tarfa. Veiðin skiptist milli níu veiðisvæða og eru mörk þeirra og fjöldi dýra á hverju svæði tilgreind nánar á heimasíðu umhverfis- og auðlindaráðuneytis.
Meira

Þrettán atriði á Söngkeppni NFNV

Söngkeppni NFNV verður haldin á morgun, föstudaginn 15. febrúar í sal Fjölbrautaskólans en keppnin er árlegur viðburður og síðustu ár haldin á vorönn. „Keppnin gefur nemendum skólans tækifæri á að sýna hvað í þeim býr hvað varðar tónlist og söng“ segir Dagmar Ólína, skemmtanastjóri NFNV.
Meira

Stefnt að opnun Norðurstrandarleiðar í júní

Norðurstrandarleið eða Arctic Coast Way verður opnuð í sumar en verkefnið fékk nýlega úthlutað hæsta styrk ársins úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra eða fimm milljónir króna. Unnið hefur verið að undirbúningi verkefnisins undanfarin ár en hér er um að ræða 800 km leið meðfram strandlengju Norðurlands.
Meira

Leitað eftir þátttakanda í Norðurslóðaverkefni

SSNV er þátttakandi í Norðurslóðaverkefni sem kallast Digi2Market, sem útfærst gæti á íslensku sem stafræn leið til markaðar. Verkefninu er ætlað að taka á ýmsum áskorunum sem fyrirtæki á jaðarsvæðum kunna jafnan að glíma við, svo sem smæð markaðar, fjarlægð frá markaði og einangrun. Markmið verkefnisins er m.a. að þróa nýjungar í stafrænum markaðs- og söluhugbúnaði fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki, aðstoða þau við að nýta sér stafræna möguleika og þróa viðskiptamódel sem stuðlar að umhverfisvænum rekstri. Þá er enn fremur stefnt að því að þátttaka í verkefninu stuðli að alþjóðlegum vexti fyrirtækja.
Meira

Kynning á dreifnámi Austur-Húnavatnssýslu

Á morgun, fimmtudaginn 14. febrúar, munu Lee Ann Maginnis, umsjónarmaður dreifnáms í A-Hún, Margrét Helga Hallsdóttir, námsráðgjafi FNV, Þórdís Hauksdóttir, fræðslustjóri og fulltrúar frá nemendafélagi FNV kynna námsframboð, félagslíf og aðstöðu dreifnáms í A- Hún og FNV. Fundurinn fer fram í húsnæði dreifnámsins, Húnabraut 4, Blönduósi. klukkan 17:00.
Meira

Sveitarstjórn Blönduósbæjar samþykkir móttöku flóttafólks

Eftir kynningarfund samþykkti sveitarstjórn Blönduósbæjar á fundi sínum í gær að taka á móti flóttafólki samkvæmt beiðni þar um frá Félagsmálaráðuneytinu. Sveitarstjórn lýsti jafnframt áhuga á því að skoða möguleika á samstarfi á svæðinu um þetta mikilvæga verkefni. Í fundargerð kemur fram að áætlað er að halda íbúafund á næstunni, þar sem farið verður yfir verkefnið og aðkomu samfélagsins að því.
Meira

Fjölnet út af einstaklingsmarkaði

Fjölnet hefur ákveðið að snúa sér alfarið að þjónustu til fyrirtækja og mun því hætta þjónustu á einstaklingsmarkaði. Til að tryggja að ekki verði rof á þjónustu hefur verið samið við Símann um að taka við þeirri þjónustu sem Fjölnet hefur verið að veita einstaklingum. Síminn tekur þannig yfir þjónustuna og reikningssambandið.
Meira

Stefnuljós gefin alltof seint

Fyrir nokkru gerði VÍS könnun á stefnuljósanotkun ökumanna sem beygðu af þjóðvegi 1 yfir á Biskupstungnabraut rétt vestan við Selfoss. Mikill meirihluti ökumanna gaf stefnuljós eða 93%. Það sem var þó áberandi var hversu seint ökumenn gáfu stefnuljósin. Þegar fylgst var með bílum sem óku í átt að Selfossi og voru að beygja inn á Biskupstungnabrautina gáfu 60% þeirra stefnuljósin of seint þ.e. um leið og þeir beygðu inn á fráreinina eða eftir að komið var inn á hana.
Meira