A-Húnavatnssýsla

Braut 112 á Tjörn á Skaga rauf 100 tonna múrinn

Afrekskýrin Braut 112 á Tjörn á Skaga hefur rofið 100 tonna múrinn í æviafurðum en í lok febrúar hafði hún mjólkað 99.821 kg mjólkur yfir ævina en hún var í 16,1 kg dagsnyt þann 25. febrúar. Á heimasíðu Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins segir að því megi ætla að hún hafi mjólkað sínu 100 þús. kg mjólkur þann 12. mars eða þar um bil.
Meira

Vandi vegna skyndilána eykst, nauðsynlegt að grípa til aðgerða

Umsækjendur sem óskuðu aðstoðar Umboðsmanns skuldara (UMS) vegna fjárhagsvanda fjölgaði um 6,5% á árinu 2018 miðað við árið á undan. Alls bárust 1.397 umsóknir til embættisins 2018 á móti 1.311 umsóknum árið 2017. Mest fjölgaði umsækjendum sem voru á aldrinum 18-29 ára eða úr 23% árið 2017 í 27,3% árið 2018.
Meira

Silungur og lambafille úr héraði

Matgæðingar vikunnar í 11. tbl. Feykis árið 2017 voru þau Brynja Birgisdóttir og Bjarni Kristinsson sem fluttu á Blönduós árið 2012 ásamt tveimur börnum sínum og sögðust una þar hag sínum hið besta. Á heimilinu er eldað af tilfinningu og leggja þau áherslu á að nota Prima kryddin sem eru framleidd hjá Vilko á Blönduósi og segjast geta mælt með þeim. Þau buðu upp á silung úr héraði og lambafille frá Neðri-Mýrum ásamt suðrænum ávöxtum.
Meira

Umsóknir og styrkveitingar Uppbyggingarsjóðs Norðurlands vestra með tilliti til kynferðis

Nýlega birtist á vef SSNV athyglisverð samantekt yfir umsóknir og styrkveitingar Uppbyggingarsjóðs Norðurlands vestra til atvinnuþróunar og nýsköpunar og menningar þar sem sérstaklega var litið til þess hvort sjá mætti einhvern mun á kynjunum varðandi þessa þætti.
Meira

Gul viðvörun á Norðurlandi vestra

Veður fer nú versnandi víða um landið og eru gular og appesínugular viðvaranir í gildi fyrir stóran hluta landsins í dag og fram á nótt. Veðrinu veldur kröpp og óvenjudjúp lægð sem er á ferðinni suður og austur af landinu. Reiknað er með að hún valdi norðan- og norðaustan stormi eða roki og blindhríð fyrir norðan og austan og líklega einhverjum samgöngutruflunum, að því er segir á vef Veðurstofunnar.
Meira

Fundir Rauða krossins um sögu Sýrlands í tengslum við móttöku flóttamanna

Rauðakrossdeildin í Húnavatnssýslu hélt tvo vel sótta fundi nú í vikunni. Var sá fyrri haldinn á Blönduósi mánudaginn 18. mars og sá síðari á Hvammstanga þriðjudaginn 19. mars. Eru fundirnir hluti af undirbúningi á móttöku nær 50 sýrlenskra flóttamanna sem áætlað er að komi til Blönduóss og Hvammstanga byrjun maí.
Meira

Opnað fyrir umsóknir í Norðurstrandarleið

Nú hefur verið opnað fyrir skráningu fyrirtækja í Arctic Coast Way/Norðurstrandarleið en ferðamannaleiðin verður formlega opnuð 8. júní næstkomandi á Degi hafsins. Arctic Coast Way er nýtt og spennandi verkefni í ferðaþjónustu og er því ætlað að skapa aukið aðdráttarafl á Norðurlandi og kynna landshlutann sem einstakan áfangastað.
Meira

Blá fátækt í boði Bjarna

Hvers vegna hefur tafist hjá starfshópi um kjör eldri borgara sem standa höllum fæti, sem ráðherra skipaði í vor og var ætlað að skila tillögum fyrir 1. nóvember 2018, að skila tillögum sínum og hvenær er von á tillögum frá hópnum?
Meira

Bjarki Már þjálfar Kormák/Hvöt

Bjarki Már Árnason hefur verið ráðinn þjálfari Kormáks/Hvatar sem leikur í 4. deild Íslandsmótsins í knattspyrnu. Bjarki Már mun einnig spila með liðinu en hann er margreyndur varnarjaxl með Tindastóli en einnig sem þjálfari.
Meira

GróLind heldur fundi í dag í Víðihlíð og Miðgarði

Þessa dagana eru starfsmenn Landgræðslunnar á ferð um landið og bjóða öllum áhugasömum til kynningar- og samráðsfunda um verkefnið GróLind – mat og vöktun á gróður og jarðvegsauðlindum Íslands. Næstu fundir verða á Norðurlandi vestra í dag - fimmtudaginn 21. mars. Sá fyrri hefst klukkan 14 og haldinn í Víðihlíð í V-Húnavatnssýslu en kl. 20 í Miðgarði í Skagafirði.
Meira