Braut 112 á Tjörn á Skaga rauf 100 tonna múrinn
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
26.03.2019
kl. 08.36
Afrekskýrin Braut 112 á Tjörn á Skaga hefur rofið 100 tonna múrinn í æviafurðum en í lok febrúar hafði hún mjólkað 99.821 kg mjólkur yfir ævina en hún var í 16,1 kg dagsnyt þann 25. febrúar. Á heimasíðu Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins segir að því megi ætla að hún hafi mjólkað sínu 100 þús. kg mjólkur þann 12. mars eða þar um bil.
Meira
