A-Húnavatnssýsla

Mikilvægt að tilkynna strax séu hross á vegi

Vátryggingafélag Íslands vill vekja athygli á því að undanfarna mánuði hefur slysum þar sem ekið hefur verið á hross fjölgað nokkuð. Slíkum slysum hefur reyndar farið fækkandi undanfarin ár en síðustu þrjá mánuði hefur orðið breyting á. Hvetur VÍS ökumenn til að nota háu ljósin sé enginn bíll fyrir framan og að tilkynna strax til Neyðarlínunnar ef hross eru sjáanleg utan girðingar.
Meira

Vilja virkja samfélagið betur í aðkomu að Húnavöku

Menningar-, íþrótta- og tómstundanefnd Blönduósbæjar kom saman til fundar sl. þriðjudag. Gestur fundarins var Kristín Ingibjörg Lárusdóttir sem séð hefur um framkvæmd Húnavöku undanfarin ár. Á fundinum tilkynnti Kristín formlega að hún hygðist ekki taka að sé umsjón með hátíðinni í ár og þakkaði nefndin henni kærlega fyrir vel unnin störf við Húnavöku en hún þykir hafa staðið sig með prýði.
Meira

Ný útgáfa af íslenskum vegabréfum

Framleiðsla nýrra vegabréfa hefst hjá Þjóðskrá Íslands á morgun 1. febrúar en samkvæmt tilkynningu halda eldri vegabréf gildi sínu þar til þau renna út. Handhafar þeirra þurfa því ekki að sækja um ný fyrr en eldri vegabréf eru runnin út. Ný útgáfa vegabréfa hefur verið í undirbúningi síðan 2015. Stofnkostnaður er um 200 milljónir króna og var fjármagnaður af Landamærasjóði ESB, dómsmálaráðuneytinu og Þjóðskrá Íslands.
Meira

Nýr slökkviliðsstjóri ráðinn til Brunavarna A-Húnavatnssýslu

Stjórn Brunavarna Austur-Húnavatnssýslu hefur ráðið Ingvar Sigurðsson sem slökkviliðsstjóra Brunavarna Austur-Húnavatnssýslu og mun hann hefja störf, í fullu starfi, eigi síðar en 1. maí 2019. Ingvar er löggiltur slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður og hefur starfað í tæp tíu ár sem hlutastarfandi slökkviliðsmaður hjá Brunavörnum Árnessýslu, eða frá árinu 2009, en starfar núna sem einn af fjórum vakthafandi varðstjórum slökkviliðsins og sinnir þar bakvöktum og þjálfun. Einnig hefur hann starfað við sjúkraflutninga hjá HSu á árinu 2015.
Meira

80 ára afmæli Sveitarfélagsins Skagastrandar

Sveitarfélagið Skagaströnd, sem áður hét Höfðahreppur, fagnar 80 ára afmæli um þessar mundir en það var um áramótin 1938-1938 sem Vindhælishreppi hinum forna var skipt upp í þrjú sveitarfélög og var Höfðahreppur eitt þeirra. Hin tvö voru Vindhælishreppur og Skagahreppur. Magnús B. Jónsson, fyrrverandi sveitarstjóri á Skagaströnd, segir frá tildrögunum að skiptingu þessari í fróðlegum pistli á vef Skagastrandar.
Meira

Til sjávar og sveita - Viðskiptahraðall fyrir sjávarútveg og landbúnað

Til sjávar og sveita heldur opinn kynningarfund á morgun, fimmtudaginn 31. janúar, kl. 12:00 í húsnæði Farskólans við Faxatorg og eru allir velkomnir til fundarins. Hér er um að ræða viðskiptahraðal sem ætlað er að aðstoða frumkvöðla við að byggja upp næstu kynslóð fyrirtækja sem koma til með að vera í fremsta flokki innan landbúnaðar og sjávarútvegs.
Meira

Eyrarrósarlistinn 2019 opinberaður

Frá árinu 2005 hafa Byggðastofnun, Air Iceland Connect og Listahátíð í Reykjavík veitt viðurkenningu í nafni Eyrarrósarinnar til afburða menningarverkefna utan höfuðborgarsvæðisins. Eyrarrósinni er ætlað að beina sjónum að og hvetja til menningarlegrar fjölbreytni, nýsköpunar og uppbyggingar á sviði menningar og lista. Alls bárust 30 umsóknir um Eyrarrósina 2019 hvaðanæva af landinu en sex þeirra hafa nú verið valin á Eyrarrósarlistann og eiga þar með möguleika á að hljóta tilnefningu til sjálfra verðlaunanna í ár.
Meira

Vegna fréttaflutnings af fundi umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis

Þingflokksformenn VG, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna frétta af fundi umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis í morgun þar sem deilur urðu vegna formanns nefndarinnar, Bergþórs Ólasonar, þingmanns Miðflokksins. Nokkrir nefndarmenn vildu að hann viki sæti en tillaga þess efnis var vísað frá.
Meira

Leikhópurinn Lotta sýnir Rauðhettu

Leikhópurinn Lotta er nú á ferð um Norðurland með söngleikinn Rauðhettu sem frumsýndur var í Tjarnarbíói í byrjun janúar. Þetta er annar veturinn í röð sem Leikhópurinn Lotta, sem hefur sérhæft sig í sýningum utandyra, setur upp sýningar í Tjarnarbíói og ferðast í framhaldi af því með sýninguna vítt og breitt um landið.
Meira

Skattaafsláttur til þriðja geirans

Frumvarp til laga liggur nú fyrir á Alþingi um endurgreiðslur til félagasamtaka til almannaheilla vegna mannvirkjagerðar og annarra framkvæmda. Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins, og mælti hann fyrir frumvarpinu á Alþingi fyrir helgi. Lögunum er ætlað að styðja við mannvirkjagerð og aðrar framkvæmdir félagasamtaka sem heyra til þriðja geirans svokallaða, s.s. björgunarsveitir og íþróttafélög, og hvetja til þess að félögin efli starfsemi sína eða bæti aðstöðu.
Meira