A-Húnavatnssýsla

Endurnýjun samstarfssamnings um Landgræðsluskóga

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið, Skógræktarfélag Íslands, Landgræðslan og Skógræktin hafa endurnýjað samning um rekstur og framkvæmd Landgræðsluskóga til næstu fimm ára. Samningurinn felur í sér ýmis ákvæði varðandi framkvæmd Landgræðsluskóga s.s. að Skógræktarfélag Íslands vinni áætlun sem að lágmarki skilgreinir markmið, tegundaval og afmörkun svæða til gróðursetningar.
Meira

Keppt í slaktaumatölti Meistaradeildar KS í kvöld

Annað mót Meistaradeildar KS fer fram í kvöld, 27. febrúar í reiðhöllinni Svaðastöðum á Sauðárkróki, þegar keppt verður í slaktaumatölti (T2)! Höskuldur Jónsson og Svörður frá Sámsstöðum, sem keppa fyrir Leiknisliðið, munu ríða á vaðið og hefja keppni klukkan 19. Eftir gæðingafimina sem fram fór fyrir tveimur vikum trónir Ísólfur Líndal Þórisson á toppnum í einstaklingskeppninni með 28 stig og lið hans, Skoies/Prestige, leiðir liðakeppnina með 76 stig.
Meira

Vel sóttur íbúafundur á Blönduósi

Í gær var haldinn íbúafundur á Blönduósi vegna fyrirhugaðrar móttöku flóttafólks í sveitarfélaginu. Liðlega 100 manns sóttu fundinn sem haldinn var í Félagsheimilinu á Blönduósi, að því er Húni.is greinir frá.
Meira

Sýning í Textíllistamiðstöðinni

Í dag kl. 15:30 verður opið hús í Textíllistamiðstöðinni á annarri hæð Kvennaskólans á Blönduósi þar sem haldin verður sýning á verkum þeirra listamanna sem þar hafa dvalið að undanförnu.
Meira

Laufey Kristín Skúladóttir ráðin til Byggðastofnunar

Laufey Kristín Skúladóttir hefur verið ráðin í starf sérfræðings á þróunarsviði Byggðastofnunar. Starfið var auglýst í byrjun janúar og rann umsóknarfrestur út þann 28. janúar. 21 umsókn barst um starfið, átta konur og þrettán karlar, en einn aðili dró umsókn sína til baka. Frá þessu er greint á vef Byggðastofnunar.
Meira

Ráðist í aðgerðir til að endurheimta traust og bæta tjón

Á samstarfsfundi ofangreindra aðila föstudaginn 22. febrúar voru ræddar aðgerðir til að bregðast við því óöryggi og tjóni sem hefur skapast vegna ólögmætrar sölu bílaleigubíla með falsaðri kílómetrastöðu, ásamt að ræða leiðir til að endurheimta traust almennings og vinna að úrbótum til framtíðar. Fram kom að Bílgreinasambandið ætlar á næstunni að opna fyrir aðgang á vefsíðu sinni (bgs.is) að ökutækjaskrá fyrir þá sem vilja kanna hvort tiltekinn bíll hafi verið til umráða hjá bílaleigu en í eigu fjármögnunarfyrirtækis, ásamt því að sjá skoðunarferil bílsins og fleira. Upplýsingar um umráðamenn eru alla jafna ekki sýnilegar almenningi.
Meira

Blautt og hvasst í dag

Gul viðvörun er í gildi vegna veðurs fyrir Suðurland, Strandir og Norðurland vestra, Austurland að Glettingi, Austfirði og Suðausturland. Suðvestanstormur eða -rok er nú á Norðurlandi vestra, 15-23 m/s allra austast og vindhviður 30 til 40 m/s. Á heimasíðu Veðurstofunnar eru ferðalangar hvattir til að fara varlega.
Meira

Ferðamenn á fartinni um helgina

Mikill erill var hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra um helgina í verkefnum tengdum umferð en á Facebooksíðu embættisins kemur frama að mikil umferð hafi verið um umdæmið og færð líkt og á sumardegi.
Meira

Ratsjáin fer vel af stað

Eins og greint var frá á Feyki.is í síðustu viku var Ratsjáin, nýsköpunar- og þróunarverkefni Íslenska ferðaklasans og Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, sett af stað þann 12. febrúar sl. með þátttöku sex fyrirtækja á Norðurlandi vestra. Verkefnið gengur þannig fyrir sig að hvert og eitt fyrirtæki er tekið fyrir í einu þar sem þau bjóða öðrum þátttakendum í verkefninu heim og fara þá þátttakendur nákvæmlega í gegnum rekstur þess fyrirtækis.
Meira

50 ára afmæli Krabbameinsfélags Austur-Húnvetninga

Í tilefni af 50 ára afmæli Krabbameinsfélags Austur-Húnvetninga, býður félagið til afmælisveislu í Félagsheimilinu á Blönduósi nk. sunnudag 3. mars kl. 15:00.
Meira