A-Húnavatnssýsla

Vatnsveitur á lögbýlum

Matvælastofnun hefur opnað fyrir umsóknir um styrki vegna vatnsveitna á lögbýlum í samræmi við reglugerð um framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til vatnsveitna á lögbýlum. Á heimasíðu MAST kemur fram að umsóknum um stuðning skal skilað inn rafrænt á Bændatorginu eigi síðar en 1. mars og verður umsóknarfrestur ekki framlengdur.
Meira

Íbúar Svf. Skagafjarðar orðnir 4001

Íbúar í Sveitarfélaginu Skagafirði eru komnir yfir 4000 manna múrinn eftir því sem fram kemur á heimasíðu Þjóðskrár og fjölgaði í sveitarfélaginu um 11 manns eða um 0,3% frá 1. des 2018 til 1. feb. 2019. Eru Skagfirðingar því samtals orðnir 4203, 4001 í Svf. Skagafirði og 202 í Akrahreppi. Á Norðurlandi vestra búa nú samtals 7.228 íbúar og hefur fjölgað um einn á þessum tveimur mánuðum.
Meira

Uppbyggingarsjóður Norðurlands vestra úthlutar styrkjum

Sunnudaginn 3. febrúar voru veittir styrkir úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands vestra við athöfn í félagsheimilinu Ljósheimum, Skagafirði. Ávörp fluttu Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar, Hildur Þóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Pure Natura og Lárus Ægir Guðmundsson, formaður úthlutunarnefndar Uppbyggingarsjóðs. Skagfirski kammerkórinn söng tvö lög undir stjórn Helgu Rósar Indriðadóttur og fiðlu- og slagverkshópur flutti tvö lög undir stjórn Kristínar Höllu Bergsdóttur. Samkomunni stjórnaði Unnur Valborg Hilmarsdóttir, framkvæmdastjóri SSNV.
Meira

Nekt skal hulin!

Eins og kunnugt er hefur skapast mikil umræða í þjóðfélaginu undanfarið um listaverk Seðlabankans og þá umdeildu ákvörðun að fjarlægja málverk af berbrjósta konu af veggjum bankans. Margir hafa tjáð sig um málið og sýnist sitt hverjum.
Meira

Maður ársins í Austur-Húnavatnssýslu

Lesendur Húnahornsins völdu Guðjón Ragnarsson á Blönduósi sem mann ársins í Austur-Húnavatnssýslu árið 2018, ásamt hundinum Tinna. Þeir Guðjón og Tinni gerðu fjölskyldu við Heiðarbraut á Blönduósi viðvart þegar eldur kom upp í hjólhýsi þeirra snemma morguns síðastliðið sumar og mátti teljast mildi að ekki fór verr en rúður sprungu í húsinu vegna hita frá eldinum og þá logaði um stund í þakskeggi bílskúrs hússins. Húni.is segir frá valinu á vef sínum.
Meira

Krabbameinsfélagið fagnar samþykkt fyrstu íslensku krabbameinsáætlunarinnar

Í vikunni urðu stór tímamót þegar Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra tilkynnti að fyrsta íslenska krabbameinsáætlunin, sem gildir til ársins 2030, hefði verið samþykkt. Krabbameinsfélagið fagnar þessum mikilvægu tímamótum, en félagið hefur allt frá árinu 2010 beitt sér fyrir því að gerð yrði íslensk krabbameinsáætlun. Árið 2011 tilkynnti Guðbjartur Hannesson, þáverandi heilbrigðisráðherra, að hafin yrði vinna við áætlunina.
Meira

Féll ekki fyrir Fimm fræknu

Berglind Þorsteinsdóttir sá um þátt Feykis, Bók-haldið, í 20. tölublaði í maí árið 2017 og fer hann hér á eftir: Berglind Þorsteinsdóttir er lesendum Feykis að góðu kunn en hún var ritstjóri blaðsins um árabil. Um þessar mundir leggur hún stund á nám í menningarfræði við Háskóla Íslands og var að ljúka fyrra árinu af tveimur. Hún er fornleifafræðingur að mennt og í sumar mun hún starfa hjá Byggðasafni Skagafjarðar við að pakka niður safnkostinum fyrir flutning en hún hefur áður starfað við fornleifadeild safnsins. Berglind er uppalin í Mosfellsbæ og síðar Reykjavík en flutti á Krókinn fyrir átta árum ásamt eiginmanni sínum, Skagfirðingnum Guðmundi Stefáni Sigurðarsyni frá Kringlumýri. Saman eiga þau þrjú börn og hundstík. Feykir hafði samband við Berglindi til að athuga hvað hún hefur verið að lesa síðan hún lét af störfum hjá blaðinu. Eins og viðtalið ber með sér er nokkur tími liðinn síðan það var tekið.
Meira

Pottréttur og einfaldur og góður ís

Íris Sveinbjörnsdóttir hjúkrunarfræðingur og Eyþór Jónasson hestamaður, búsett við Iðutún á Sauðárkróki, voru matgæðingar vikunnar í 5. tölublaði Feykis árið 2017. „ Við ætlum að bjóða upp á pottrétt þar sem hægt er að nota annað hvort nautakjöt eða folaldakjöt og í eftirrétt mjög einfaldan og góðan ís,“ segja þau um uppskriftirnar sem þau bjóða lesendum Feykis upp á.
Meira

Sveitarstjórn Skagastrandar markar sér stefnu í úrgangsmálum

Á fundi sveitarstjórnar Skagastrandar, sl. miðvikudag, var tekin fyrir tillaga að stefnu sveitarstjórnar í úrgangsmálum. Lögð er aukin áhersla á endurnýtingu og endurvinnslu í takt við vilja íbúafundar þann 15. nóvember sl. Í stefnumörkun sem samþykkt var á fundinum segir m.a.:
Meira

Heppnir lestrarhestar

Jólasveinalestur er skemmtilegt verkefni fyrir börn í 1.-7. bekk sem Menntamálastofnun, Félag fagfólks á skólasöfnum, Samtök forstöðumanna almenningsbókasafna, Heimili og skóli og KrakkaRÚV stóðu fyrir í vetur með það að markmiði að stuðla að yndislestri í jólafríinu ásamt því að hafa áhrif á lestrarmenningu almennt. Tíu heppnir þátttakendur fengu svo bókavinning.
Meira