A-Húnavatnssýsla

Af hverju er alltaf verið að púkka upp á þessa Blönduósinga?

Herjólfur Jónsson, sjómaður, hafði samband við Dreifarann um helgina. Hann segir rólegt hjá trillusjómönnum þessa dagana og tíminn helst notaður í að ditta að og hella upp á kaffibolla og þess háttar. „Já, og skutla börnunum í sportið. Eitt skil ég samt ekki sko og það er hérna af hverju alltaf er verið að púkka upp á þessa Blönduósinga, ha?“
Meira

Dráttarvél niður um ís í Laxárvatni

Það er ýmislegt sem gerist í sveitinni, segir á Facebook-síðu Björgunarfélagsins Blöndu á Blönduósi, en rétt eftir hádegið á föstudag fengu félagar útkall um að dráttarvél hefði fallið niður um ís í Laxárvatni. Til allrar hamingju komst bóndinn út úr vélinni áður en hún sökk niður.
Meira

Rausnarleg gjöf til HSN á Blönduósi

Síðastliðinn laugardag afhentu Hollvinasamtök HSN á Blönduósi Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Blönduósi fullbúna aðstandendaíbúð sem ætluð er sem athvarf fyrir þá aðstandendur sem dvelja þurfa á sjúkrahúsinu um lengri eða skemmri tíma með mikið veikum sjúklingum.
Meira

Þrjár af uppáhaldsuppskriftum fjölskyldunnar

Gígja Hrund Símonardóttir og Helgi Svanur Einarsson á Sauðárkróki voru matgæðingar í 4. tölublaði ársins 2017. „Heiða systir skoraði á okkur að vera næstu matgæðingar Feykis og að sjálfsögðu reynum við að standa undir því. Hér sendum við þrjár uppskriftir sem allar eru í nokkru uppáhaldi hjá fjölskyldunni. Allt eru þetta tiltölulega fljótlegar og einfaldar uppskriftir sem að okkar mati bragðast bara býsna vel,“ sögðu þau Gígja Hrund og Helgi Svanur sem tóku á móti áskorun alla leið frá Kirkjubæjarklaustri, en þar býr Heiða, systir Gígju.
Meira

Þorrinn hefst í dag

Þorrinn hefst í dag en samkvæmt gamla íslenska tímatalinu er hann fjórði mánuður vetrar. Hefst hann því á tímabilinu frá 19.-25. janúar, alltaf á föstudegi og er sá dagur nefndur bóndadagur. Þorrinn er því eins seint á ferðinni að þessu sinni og hann mögulega getur orðið. Eins og áður hefur komið fram í frétt á Feyki.is gætti þess misskilnings á mörgum dagatölum þetta árið að bóndadagur væri þann 18. janúar og því er eitthvað um að tímasetningar á þorrablótum landsmanna hafi skolast til en vonandi kemur það ekki að mikilli sök.
Meira

Frumframleiðsla – Hvað svo?

Á seinni degi ráðstefnu Byggðastofnunar, Samtal um stefnur ríkisins í landshlutum, sem haldin var í Hveragerði dagana 22.-23. febrúar, hélt Unnur Valborg Hilmarsdóttir, framkvæmdastjóri SSNV, erindi fyrir hönd landshlutasamtaka- og atvinnuþróunarfélaga. Bar erindið yfirskriftina Frumframleiðsla – Hvað svo?
Meira

Jón Gísli Stefánsson í U15 úrtakshóp

Jón Gísli Stefánsson, leikmaður frá Hvöt á Blönduósi, hefur verið valinn, af landsliðsþjálfara U15, í 35 manna hóp sem tekur þátt í úrtaksæfingum dagana 25.-27. janúar næstkomandi. Á Húna.is kemur fram að æfingarnar fari fram í Akraneshöllinni, Kórnum og Egilshöll og er Jóni Gísla óskað góðs gengis og til hamingju með að verða valinn í hópinn.
Meira

Miðflokksþingmenn aftur á þing

„Í kjölfar óvarlegra orða minna, ólögmætrar upptöku á þeim, fjölmiðlaumfjöllunar og vandlætingar í samfélaginu tók ég þá ákvörðun að taka mér leyfi frá þingstörfum, íhuga stöðu mína og hvernig ég gæti safnað vopnum mínum, endurheimt traust kjósenda og haldið áfram þeim störfum sem ég var kjörinn til,“ segir Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins í Norðvestur kjördæmi, sem ákveðið hefur að taka á ný sæti á Alþingi eftir stutt frí.
Meira

Hlutfall erlendra ríkisborgara lægst á Norðurlandi vestra

Þjóðskrá Íslands hefur tekið saman fjölda erlendra ríkisborgara sem eru búsettir hér á landi eftir sveitarfélögum. Tölurnar miðast við 1. desember 2018. Í frétt á vef Þjóðskrár kemur fram að hlutfall erlendra ríkisborgara er talsvert misjafnt milli sveitarfélaga eða frá rúmum 40% niður í engan skráðan.
Meira

Samtal um stefnur ríkisins í landshlutum

Formaður og starfsmenn SSNV sitja, í gær og í dag, ráðstefnu Byggðastofnunar í Hveragerði sem ber yfirskriftina Samtal um stefnur ríkisins í landshlutum. Á ráðstefnunni er fjallað um eru hinar ýmsu stefnur ríkisins og hvernig þær tengjast landshlutunum og hvernig samþætta má þær starfi í landshlutum. Frá þessu segir á vef SSNV.
Meira