A-Húnavatnssýsla

Bláskel, lambakjöt og Frost og funi

Hjónin Jean Adele og Guðmundur Waage í Skálholtsvík í Hrútafirði voru matgæðingar í fermingarblaði Feykis árið 2017 þar sem segir: „Þau eiga fjögur börn og búa tvær yngstu dæturnar enn heima. Að aðalatvinnu eru þau sauðfjárbændur en einnig sér Jean um skólaakstur á Borðeyri og rekur lítið saumafyrirtæki sem heitir Ísaumur. „Við borðum að sjálfsögðu mest af lamba og ærkjöti og dags daglega elda ég mikið úr ærhakki, vinsælasti maturinn á heimilinu er sennilega lasagna en ég er dugleg að prófa einhverja nýja rétti til að brjóta upp hversdaginn, sem stundum fellur misjafnlega vel í kramið hjá yngstu börnunum,“ segir Jean. „Hérna er ég með uppskriftir af forrétti, aðal- og eftirrétti sem eru í uppáhaldi hjá okkar fjölskyldu. Kannski að það komi fram að við erum sitthvor tegundin af matgæðingum. Ég sé alfarið um eldamennskuna og Gummi minn elskar að borða. Fyrir nokkrum árum langaði mig til að kynna fjölskyldu mína fyrir bláskel og eldaði þá þennan rétt, eða súpu, sem sló í gegn og ég hef eldað þetta alltaf annað slagið síðan.“"
Meira

Ný vefgátt um vöktun veiðiáa

Hafrannsóknastofnun hefur opnað á heimasíðu sinni sérstaka vefgátt um vöktun veiðiáa þar sem finna má fjölþættar upplýsingar sem varða laxeldi í sjó og vöktun veiðiáa í sambandi við það. Þrettán ár á Norðurlandi vestra falla inn í vöktunina allt frá Víkurá í gamla Bæjarhreppi og austur að Fossá á Skaga.
Meira

Höfðaskóli sigursæll í Framsagnarkeppninn grunnskólanna

Framsagnarkeppni grunnskólanna í Húnavatnsþingi fór fram í Húnavallaskóla í gær en hún er hluti af Stóru upplestrarkeppninni sem haldin er árlega um allt land. Húnvetningar tileinka sína keppni Grími Gíslasyni sem var fréttaritari Ríkisútvarpsins á Blönduósi til fjölda ára.
Meira

Komdu með seinnipartinn Vísnakeppni Safnahúss Skagfirðinga

Það bregst ekki að þegar glittir í vorið og stutt er í Sæluviku Skagfirðinga lyftist brúnin á skáldagyðjunni, sem er merki þess að vísnakeppni Safnahúss Skagfirðinga er einnig á næsta leiti.
Meira

Lífskjarasamningar!

Það er mikið ánægjuefni þegar samstaða næst milli Verkalýðshreyfingarinnar, stjórnvalda og atvinnurekanda um stórsókn í lífskjörum. Sérstaklega þegar bætt kjör skila sér mest til þeirra sem verst eru settir, þó allir njóti góðs af.
Meira

Lionsfélagar safna fyrir lækningatækjum

Dagana 5.-7. apríl nk. munu Lionsfélagar um land allt selja rauða fjöður til þess að safna fyrir tækjabúnaði fyrir sykursjúka, sjónskerta og blinda. Markmiðið er að safna að lágmarki fyrir tveimur augnbotnamyndavélum sem staðsettar verða á innkirtladeild Landspítalans og á Þjónustu- og þekkingarmiðstöð Blindrafélagsins. Í fréttinni má finna söfnunarnúmer og upplýsingar um reikning Lions fyrir þá sem hafa áhuga á að leggja málefninu lið.
Meira

Kvíðinn í samfélaginu – Ráðstefna á Hólum

Guðbrandsstofnun í samstarfi við Embætti landlæknis, Geðhjálp, Háskólann í Reykjavík, Háskólann á Akureyri og Félag íslenskra músikþerapista standa að ráðstefnu um kvíða. Raðstefnan, sem haldin er á Hólum í Hjaltadal, hefst á morgun og stendur yfir í tvo daga. Að sögn Solveigar Láru Guðmundsdóttur stendur Guðbrandsstofnun að einni ráðstefnu á ári, auk þess að skipuleggja Sumartónleika í Hóladómkirkju á sunnudögum yfir sumarmánuðina og standa að Fræðafundum heima á Hólum tvisvar í mánuði yfir vetrartímann. Undanfarin fjögur ár báru ráðstefnurnar yfirskriftina: Hvernig metum við hið ómetanlega. Undirtitlarnir þessi fjögur ár voru 2015- náttúran og auðlindirnar, 2016 -menningin, 2017 -trú og lífsskoðun og 2018 -hið góða líf.
Meira

Eigum eftir að fá páskahret og jafnvel sumarmálahretið

Í gær, þriðjudaginn 2. apríl, komu saman til fundar níu félagar í veðurklúbbnum á Dalbæ á Dalvík og hófu fund kl. 14:05 og honum lauk hálftíma síðar. Fundarmenn voru almennt sáttir við hvernig til tókst með spádóminn fyrir marsmánuð en snjó hafði ekki tekið upp áður en snjóaði aftur og veðrið var umhleypingasamt.
Meira

Útibú Barnahúss opnað á Akureyri í gær

Í gær, mánudaginn 1. apríl, var Barnahús opnað með formlegum hætti á Akureyri en Barnahús hefur verið starfrækt í Reykjavík frá árinu 1998 með það að markmiði að hagsmunir barns séu tryggðir þegar upp kemur grunur um kynferðisbrot. Í frétt á vef stjórnarráðsins segir að hugmyndin bak við Barnahús sé að sérfræðingarnir komi til barnsins en ekki öfugt og verið sé að taka þá hugmynd skrefinu lengra í útibúinu á Norðurlandi.
Meira

Teymisstjóri geðheilsuteymis á Blönduós

Sofia Birgitta Krantz hefur verið ráðin í nýtt starf teymisstjóra geðheilsuteymis fyrir Norðurland. Sofia er sálfræðingur að mennt og hefur undanfarin ár starfað hjá Sálfræðisetrinu í Reykjavík. Áður en hún byrjaði hjá Sálfræðisetrinu starfaði hún sem sálfræðingur hjá Fangelsismálastofnun og í geðteymi Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Sofia kemur til starfa í júní og verður með starfsaðstöðu á Blönduósi.
Meira