A-Húnavatnssýsla

Fjögur fíkniefnamál hjá Lögreglunni á Norðurlandi vestra á innan við viku

Það sem af er vikunnar hafa komið upp tvö fíkniefnamál hjá Lögreglunni á Norðurlandi vestra en skammt er frá því að önnur tvö komu inn á borð hennar. Lögreglan minnir á fíkniefnasímann 800-5005 en í hann má hringja nafnlaust og koma á framfæri upplýsingum vegna fíkniefna.
Meira

Námskeið í skipulagningu og utanumhaldi viðburða

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra standa fyrir námskeiði í skipulagningu og utanumhaldi viðburða þann 25. febrúar nk. Námskeiðið er ætlað öllum þeim, sem eru að skipuleggja og halda utan um stóra og smáa viðburði og langar til þess að sækja sér viðbót í verkfærakistuna sína.
Meira

LífsKraftur, bók fyrir ungt fólk með krabbamein, endurútgefin

Kraftur, stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur, hefur endurútgefið bókina LífsKraftur í algjörlega nýrri mynd. Bókina fá allir þeir sem greinast með krabbamein og eru á aldrinum 18-45 ára, afhenta, sér að kostnaðarlausu, en einnig liggur hún frammi á öllum sjúkrahúsum landsins. Haldið var upp á útgáfuna sl. mánudag, 4. febrúar, á alþjóðlegum degi gegn krabbameinum ,með útgáfuhófi á Kaffi Flóru.
Meira

Sungið í tilefni af Degi leikskólans - Myndir og vídeó

Dagur leikskólans var haldinn hátíðlegur í tólfta sinn í gær en sjötta febrúar er gert hátt undir höfði í leikskólasögu þjóðarinnar þar sem frumkvöðlar leikskólanna stofnuðu fyrstu samtök sín á þessum degi árið 1950. Orðsporið, sem veitt var í sjöunda sinn, kom í hlut Seltjarnarnesbæjar en verðlaunin voru fyrst veitt árið árið 2013. Hersteinn Snorri, leikskólanum Ásgarði í Húnaþingi, hlaut önnur verðlaun í ritlistarsamkeppninni fyrir ljóðið Skipstjórinn.
Meira

Af hverju ættu karlar að verða leikskólakennarar?

Stutta svar okkar við þessari spurningu væri einfaldlega „hvers vegna ekki“? En ef við tölum í fullri alvöru þá fylgir því að starfa á leikskóla margskonar jákvæður ávinningur. Fyrir það fyrsta myndum við telja leikskólastarfið eitt af þeim störfum sem mögulega gefur hvað mest af sér í ljósi þess að hver vinnudagur er einstakt ævintýri, vinnuvikan flýgur áfram á ógnarhraða auk þess sem enginn dagur í vinnunni er eins.
Meira

Lífshlaupið hófst í dag

Lífshlaupið var ræst í tólfta sinn í Breiðholtsskóla í morgun við mikla gleði viðstaddra. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, Dóra Björt Guðjónsdóttir, forseti borgarstjórnar og Garðar Svansson, formaður Almenningsíþróttasviðs ÍSÍ ávörpuðu gesti og kepptu í skemmtilegri þraut í anda Skólahreystis.
Meira

VG fagna 20 árum

20 ár eru í dag frá stofnfundi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs í Rúgbrauðsgerðinni í Reykjavík. Og það eru tveir dagar fram að afmælisveislu hreyfingarinnar sem fram fer á Grand Hótel í Reykjavík um helgina. Árnaðaróskum rignir nú yfir forystu og starfsfólk VG, þar sem félagar hreyfingarinnar óska hreyfingunni langrar og bjartrar framtíðar. Fyrsti formaður VG var Steingrímur J. Sigfússon, nú forseti Alþingis og núverandi formaður er Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Á annað hundrað manns hafa boðað komu sína í afmæli VG. Upplýsingar um afmælisfögnuðinn og flokksráðsfund má finna hér á heimasíðunni og á samskiptamiðlum.
Meira

Tilboði Friðriks Jónssonar ehf. tekið

Tilboði Friðriks Jónssonar ehf. í nýbyggingu Byggðastofnunar við Sauðármýri á Sauðárkróki var tekið þann 4. febrúar sl. Aðeins bárust tvö tilboð í verkið, frá Friðrik Jónssyni ehf. og K-Tak ehf.
Meira

Febrúarmánuður verður rysjóttur

Þriðjudaginn 5. febrúar komu ellefu félagar í Veðurklúbbnum á Dalbæ saman til fundar, til að fara yfir spágildi síðasta mánaðar og spá fyrir um veðrið í febrúar. Heldur meiri snjókoma var í janúar en klúbburinn hafði gert ráð fyrir en að öðru leyti voru fundarmenn nokkuð sáttir við hvernig spáin gekk eftir.
Meira

Önnur REKO afhendingin á Norðurlandi

Önnur REKO afhendingin á Norðurlandi verður nk. fimmtudag og föstudag, 7. og 8. febrúar, á Blönduósi, Sauðárkróki og á Akureyri. REKO stendur fyrir milliliðalaus viðskipti milli framleiðenda og kaupenda og fara þau viðskipti fram í gegnum Facebook.
Meira