A-Húnavatnssýsla

Garðfuglahelgi Fuglaverndar framundan

Árleg garðfuglahelgi Fuglaverndar verður dagana 25. -28. janúar 2019. Samkvæmt tilkynningu félagsins er framkvæmd athugunarinnar einföld en það eina sem þátttakandi þarf að gera er að fylgjast með garði í einn klukkutíma einhvern þessara daga. Athugendur velja hvaða dag þeir fylgjast með garðfuglunum eftir veðri og aðstæðum
Meira

Ratsjáin á Norðurlandi vestra

Eitt af markmiðum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands er að hvetja til nýsköpunar og efla framgang nýrra hugmynda í íslensku atvinnulífi með virkri þátttöku í rannsóknarverkefnum og stuðningi við frumkvöðla og fyrirtæki. Ratsjáin er eitt þeirra verkefna og er ætlað stjórnendum ferðaþjónustufyrirtækja til að efla þekkingu og hæfni þeirra á sviði fyrirtækjareksturs. Því er ætlað að ná til þeirra fyrirtækja sem eru að gera góða hluti í dag en vilja efla sig enn meira í ýmsum rekstrarþáttum.
Meira

Leitað að efni í Húnavökuritið

Ritnefnd Húnavökuritsins er nú farin á stúfana í leit að efni í næsta Húnavökurit sem að venju mun koma út á vormánuðum. Efni í ritið þarf að berast til ritnefndar sem fyrst eða eigi síðar en 20. febrúar. Nú er um að gera að dusta rykið af skemmtilegum minningum, sögum, fróðleik eða kveðskap og senda til ritnefndar.
Meira

Vilja að allur fiskur verði boðinn til sölu í uppboðskerfi fiskmarkaðanna sem seldur er á milli ótengdra aðila

Samtök fiskframleiðenda og útflytjenda áttu í síðustu viku fund með fulltrúum Fiskmarkaðs Suðurnesja, Fiskmarkaðs Íslands, Fiskmarkaðs Vestfjarða, Fiskmarkaðs Norðurlands og Reiknistofu Fiskmarkaða. Málefni fiskmarkaða landsins voru rædd og mikilvægi þeirra fyrir aukna verðmætasköpun í sjávarútvegi.
Meira

Vilja styðja betur við barnshafandi konur af landsbyggðinni

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, og Svandís Svavarsdóttir,heilbrigðisráðherra, kynntu á ríkisstjórnarfundi á föstudag áform um skoða í sameiningu breytingar sem ætlað er að styðja betur við barnshafandi konur á landsbyggðinni og fjölskyldur þeirra.
Meira

Nautakjöt beint frá bónda

„Mín gamla, góða vinkona Bidda (Elísabet Kjartansdóttir) skoraði á mig að vera matgæðingur í hinu ljómandi fína tímariti Feyki. Ég gat ekki fyrir nokkurn mun skorast undan því og þakka henni kærlega fyrir að hafa haft þetta álit á mér og minni matseld. Það er alltaf skemmtilegt að þreifa sig áfram í eldhúsinu, þó frágangurinn sé ekki skemmtilegur að sama skapi.
Meira

Ræsing Húnaþinga og Skagafjarðar

Nýsköpunarmiðstöð Íslands stendur fyrir tveimur verkefnum þar sem efnt er til samkeppni um góðar viðskiptahugmyndir fyrir Norðurland vestra. Annað verkefnið nefnist Ræsing Húnaþinga og er framkvæmt í samvinnu við sveitarfélög í Húnaþingum og hitt Ræsing Skagafjarðar og er í samvinnu við Sveitarfélagið Skagafjörð og Kaupfélag Skagfirðinga.
Meira

Bókabúð Amazon á netinu eins og nammibúð

Halldór Gunnar Hálfdansson, bóndi á Molastöðum í Fljótum svaraði spurningum í Bók-haldinu, bókaþætti Feykis, í nóvember 2017. Halldór segist hafa gaman af að glugga í bækur sér til yndis, en ekki síður fróðleiks, þegar frístundir gefast frá bústörfum og barnauppeldi sem er ærinn starfi þar sem þau hjónin eiga átta börn. Halldór hefur lengi haft sérstakan áhuga á að lesa um seinni heimsstyrjöldina, allt síðan hann las fyrstu bókina eftir Sven Hassel. Núorðið les hann aðallega bækur í spjaldtölvum og bókabúð Amazon á netinu er í miklu uppáhaldi hjá honum.
Meira

Stuðningsgreiðslur til sauðfjárbænda

Bráðabirgðaársáætlanir búnaðarstofu Matvælastofnunar um heildarframlög til sauðfjárbænda voru birtar á Bændatorginu þann 16. janúar. Áætlunin birtir áætlaða heildarupphæð stuðningsgreiðslna á árinu 2019 og mánaðargreiðlsu í hverjum styrkjaflokki. Tvöföld greiðsla í janúar byggir á bráðabirgðaársáætlun miðað við framleiðslutölur fyrra árs á þeim tíma sem áætlunin er gerð.
Meira

Brúsastaðir í öðru sæti yfir afurðahæstu kúabúin

Brúsastaðir í Vatnsdal er í öðru sæti yfir afurðahæstu kúabú landsins árið 2018 samkvæmt fyrstu niðurstöðum skýrsluhalds mjólkurframleiðslunnar sem Ráðgjafarþjónusta landbúnaðarins birti á vef sínum í gær. Tölurnar eru birtar með þeim fyrirvara að enn hafa ekki allar skýrslur borist og því hugsanlegt að breytingar geti orðið.
Meira