A-Húnavatnssýsla

Skordýr í poppmaís

Á heimasíðu Matvælastofnunar kemur fram að skordýr hafa fundist í poppmaís frá Coop. Um er að ræða 500g einingu sem merkt er með best fyrir dagsetningunni 22.10.2019. Samkaup er að innkalla vöruna úr verslunum og frá neytendum.
Meira

Las Sólon Íslandus einu sinni á ári

Það var Guðrún Hanna Halldórsdóttir, fyrrum skólastjóri og síðar deildarstjóri við Sólgarðaskóla í Fljótum, sem svaraði spurningum Bók-haldsins í 42. tbl. Feykis árið 2017. Guðrún, sem er komin á fríaldurinn að eigin sögn, er Siglfirðingur að upplagi en hefur lengst af búið á Helgustöðum í Fljótum. Hún er nú flutt til Ólafsfjarðar ásamt bónda sínum Þorsteini Jónssyni. Í bókahillunum hjá Guðrúnu eru nokkur hundruð bækur og aðspurð um hvers konar bækur séu í mestum metum segist hún vera bókaormur og lesa alls kyns bókmenntir og hún hafi dálæri á mörgum höfundum af mismunandi ástæðum.
Meira

Opið hús í Nes Listamiðstöð

Á morgun, sunnudaginn 24. febrúar, verður opið hús í Nes listamiðstöð á Skagaströnd milli klukkan 14 og 16. Það gefst gestum færi á að njóta glæsilegra listaverka, myndlistar, kvikmynda, bókmennta og tónlistar sem listamenn, víða að úr heiminum, hafa unnið meðan þeir hafa dvalið í listamiðstöðinni.
Meira

Kjúklingasalat, piparsósa og túnfisksalat án samviskubits

„Vinsælustu réttirnir á okkar heimili eru mjög einfaldir og ódýrir, það er sennilega það besta við þá. Fyrsta uppskriftin er piparsósa, sem er alltaf gott að eiga til staðar. Þetta er sennilega uppáhaldssósan okkar heima vegna þess hve auðvelt er að búa hana til og hversu góð hún er. Svo ætlum við að gefa ykkur uppskrift af mjög hollu túnfisksalati sem er búið að sigra heimilið, öllum finnst þetta gott og það er virkilega einfalt að búa til. Okkur finnst best að bera túnfisksalatið fram með hrökkexi eða bara venjulegu Ritz kexi. Þetta salat er líka mjög fínt í túnfisksamloku.
Meira

Ný heimasíða Skagastrandar

Sveitarfélagið Skagaströnd hefur endurnýjað og uppfært heimasíðu sína, www.skagastrond.is. Á síðunni segir að vefurinn hafi verið uppfærður miðað við þá þróun sem orðið hafi í allri samskiptatækni og sé orðinn snjalltækjavænn. Á vefnum er m.a. að finna ýmsar almennar upplýsingar um sveitarfélagið ásamt upplýsingum um stjórnsýslu, þjónustu og stofnanir þess. Vefurinn var unnin í samstarfi starfsfólks sveitarfélagsins og fyrirtækisins Stefnu sem sá um vefhönnun og tæknilegar útfærslur.
Meira

Úthlutun 630 milljóna króna til að efla geðheilbrigðisþjónustu á landvísu

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur kunngert hvernig 630 milljónum króna af fjárlögum ársins verði ráðstafað til að efla geðheilbrigðisþjónustu á landsvísu. Fénu verður varið til að fjölga stöðugildum sálfræðinga í heilsugæslu annars vegar og til að efla og byggja upp geðheilsuteymi um allt land.
Meira

Þrjú spennandi námskeið hjá Farskólanum

Á næstunni ætla stéttarfélögin Aldan, Verslunarmannafélag Skagafjarðar, Sameyki (SFR), Samstaða og Kjölur að bjóða félagsmönnum sínum upp á þrjú skemmtileg og fræðandi námskeið sem haldin verða á þremur stöðum á Norðurlandi vestra; Hvammstanga, Blönduósi og Sauðárkróki. Námskeiðin eru öllum opin en ókeypis fyrir félagsmenn þesssara félaga.
Meira

Varað við holum í vegum

Vegagerðin vekur athygli á því að nú er sá tími ársins samhliða tíðarfari sem eykur hættuna á holumyndunum á þjóðvegum. Í frétt á vef Vegagerðarinnar segir að þegar þíða komi í kjölfar frosts og kulda eða þegar miklir umhleypingar séu aukist hættan á því að holur myndist í bundnu slitlagi, malbiki og klæðingu. Því eru vegfarendur beðnir að sýna sérstaka árvekni og aka ætíð eftir aðstæðum.
Meira

Kynningarfundur vegna móttöku flóttamanna

Mánudaginn 25. febrúar er boðað til kynningarfundar á Blönduósi vegna fyrirhugaðrar móttöku flóttamanna. Fundurinn verður haldinn í Félagsheimilinu á Blönduósi og hefst hann klukkan 20:00.
Meira

Hvað er ÚTÓN? Hvað er STEF?

Föstudaginn 1. mars munu STEF og ÚTÓN halda sameiginlegan fund með norðlensku tónlistarfólki á Akureyri í menningarhúsinu Hofi. Fjallað verður um starfsemi þessara fyrirtækja, hverskonar verkefni eru í gangi yfir árið og hvaða tækifæri eru til staðar fyrir tónlistarfólk.
Meira