A-Húnavatnssýsla

JólaFeykir kemur fyrir rest

Vegna óviðráðanlegra ástæðna hefur dreifing á JólaFeyki, sem kom út í gær, tafist en verið er að vinna í því að koma honum til lesenda. Fyrir þá sem ekki hafa þolinmæði að bíða eftir pappírnum geta nálgast JólaFeyki rafrænt HÉR.
Meira

Vilko hefur vinnslu og pökkun fyrir Ölgerðina

Nýlega undirrituðu Kári Kárason, framkvæmdastjóri Vilko, og Gunnar B. Sigurgeirsson, framkvæmdastjóri markaðssviðs Ölgerðarinnar, samning um vinnslu og pökkun á nokkrum vörutegundum fyrir Ölgerðina. Verkefni þessi munu skapa ný framtíðarstörf há Vilko og nýta þann vélakost sem Vilko hefur fjárfest í undanfarin ár að því er segir á Facebooksíðu Vilko og er hér um mjög jákvætt skref að ræða fyrir fyrirtækið.
Meira

Dagskrá við Blönduóskirkju frestast

Í auglýsingu á vef Blönduósbæjar segir að dagskránni sem vera átti á Kirkjuhólnum á Blönduósi í dag, þar sem kveikt skyldu ljós á jólatré, hafi verið frestað vegna veðurs. Jólasveinarnir úr Langadalsfjalli vita greinilega að best er að hafa varann á og ætla því ekki að ana út í ótryggt veður og færð.
Meira

Lítið ferðaveður í dag

Leiðinda veður er nú um allt land og leiðir víða lokaðar. Á Norðurlandi vestra er norðaustan hvassviðri þar sem vindhviður fara gjarna yfir 30 m/s og éljagangur víðast hvar. Í nótt náði 10 mínútna meðalvindhraði tæpum 34 m/s á Vegagerðarstöð við Blönduós að því er segir á vef Veðurstofunnar.
Meira

Brunavarnir A-Hún, auglýsa starf slökkviliðsstjóra

Brunavarnir A-Hún., leitar að slökkviliðsstjóra og hefur starfið verið auglýst laust til umsóknar. Meðal verkefna slökkviliðsstjóra eru m.a. rekstur slökkviliðs, menntun og æfingar slökkviliðsmanna, ásamt eldvarnareftirliti sveitarfélaganna og öðru því er snýr að rekstri slökkviliðs A-Hún. Um er að ræða hlutastarf, samkvæmt nánara samkomulagi 60% (-100%) og verður leitast við að finna starf á móti, sem fellur að starfskyldum slökkviliðsstjóra, samhliða ráðningunni, ef við á.
Meira

Ferðamönnum á Skagaströnd hefur fjölgað mikið

Sveitarfélagið Skagaströnd hefur látið vinna samantekt um ferðamenn á Skagaströnd árin 2004-2017 og hefur hún verið birt á vef sveitarfélagsins. Skýrsluhöfundur er Rögnvaldur Guðmundsson hjá Rannsóknum og ráðgjöf ferðaþjónstunnar ehf.
Meira

Reiknað með vonskuveðri

Lögreglan á Norðurlandi vestra bendir, á Facebooksíðu sinni, íbúum á slæma veðurspá eftir hádegi í dag og á morgun og bendir fólki á að huga að lausamunum og öðru smálegu. Þá er ekki ólíklegt að færð spillist á heiðum og er því þeim sem hyggja á ferðalög bent á að fylgjast með færð á vegum á upplýsingasíðu Vegagerðarinnar http://www.vegagerdin.is/…/faerd-og-…/nordurland-faerd-kort/ eða í upplýsingasíma Vegagerðarinnar 1777
Meira

Rannsóknarverkefni um ferðaþjónustu á Norðurlandi

Markaðsstofa Norðurlands, Rannsóknarmiðstöð ferðamála og Háskólinn á Hólum, undirrituðu sl. mánudag samning sín á milli um rannsóknarverkefni á áfangstaðnum Norðurlandi. Rannsóknin hefur það meginmarkmið að skoða ýmsa þætti sem varða markaðssetningu Norðurlands og þá markhópa sem sækja svæðið heim. Verkefnið er það stærsta sem ráðist hefur verið í hvað rannsóknir á ferðaþjónustu á Norðurlandi snertir og niðurstöðurnar gætu orðið fordæmisgefandi fyrir aðrar rannsóknir í landshlutanum að því er greint er frá á vef Markaðsstofu Norðurlands.
Meira

Lögreglan efld

Á síðasta ári var bætt við stöðugildum hjá flestum lögregluembættum um landið til að styrkja skilvirkni lögreglunnar í kynferðisbrotamálum. Þar með var hafin vinna við að hrinda í framkvæmd aðgerðaáætlun um meðferð kynferðisbrota innan réttavörslukerfisins. Sú aðgerðaáætlun felur m.a. í sér að renna styrkari stoðum undir samstarf milli lögreglu og ákæruvalds til að bæta stöðu brotaþola í kynferðisbrotamálum og styrkja réttarstöðu þeirra.
Meira

SSNV tekur þátt í alþjóðlegu verkefni

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra taka nú þátt í alþjóðlegu samstarfsverkefni sem nýlega hlaut styrk úr sjóði Norðurslóðaverkefna. Verkefni þessu er ætlað að taka á ýmsum áskorunum sem fyrirtæki á jaðarsvæðum kunna jafnan að glíma við, svo sem smæð markaðar, fjarlægð frá markaði og einangrun. Frá þessu er sagt á vef SSNV.
Meira