A-Húnavatnssýsla

Samkeppni um viðskiptahugmyndir í Húnaþingum

Verkefninu Ræsing Húnaþinga hefur nú verið hleypt af stokkunum með því að Nýsköpunarmiðstöð Íslands, í samvinnu við sveitarfélögin í Húnaþingum, efna til samkeppni um góðar viðskiptahugmyndir í Húnaþingum og er einstaklingum, hópum og fyrirtækjum boðið að sækja um þátttöku í verkefninu.
Meira

Samantekt um rekstur sjávarútvegsfyrirtækja í Norðvesturkjördæmi

Unnin hefur verið, að beiðni Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV), Fjórðungssambands Vestfirðinga (FV) og Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV), samantekt um rekstur sjávarútvegsfélaga í Norðvesturkjördæmi á árinu 2016 og 2017. Skýrslan er unnin af ráðgjafarfyrirtækinu Deloitte og er það gert í tengslum við áform stjórnvalda um veiðigjöld. Í henni kemur skýrt fram versnandi afkoma sjávarútvegsfélaga á svæðinu.
Meira

Leggja til að umferðarhraði í Blönduósbæ verði lækkaður

Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar fjallaði á fundi sínum þann 24. október sl. um umferðarmál á Blönduósi. Farið var yfir samþykkt um umferðarmál þéttbýlis Blönduósbæjar en þar er lagt til að umferðarhraði í þéttbýli Blönduósbæjar skuli annars vegar vera 35 km og hins vegar 50 km skv. teikningu sem unnin var á fundinum.
Meira

N4 heimsækir Karólínu í Hvammshlíð

Það er alþekkt að sauðfjárbændur þurfa að hafa allar klær úti til að reka bú sín og fjármagna tækjakaup. Einn slíkur hefur útbúið skemmtilegt dagatal sem er í senn fallegt, skemmtilegt og fróðlegt og afraksturinn fór upp í dráttarvélarkaup. Bóndinn, sem kallar sig Karólínu í Hvammshlíð, er þýskur að uppruna og keypti eyðijörð sem keyrt er að þar sem Þverárfjallsvegur liggur sem hæst.
Meira

Genginn ævivegur - Ævisaga Gunnars í Hrútatungu

Út er komin hjá Bókaútgáfunni Sæmundi á Selfossi bókin Genginn ævivegur sem er ævisaga Gunnars Sæmundssonar frá Hrútatungu í Hrútafirði. Gunnar var um langt skeið forystumaður í sinni sveit og hefur starfað ötullega að ýmsum félagsmálum um dagana.
Meira

Ertu með hugmynd fyrir Ísland?

Hvernig getum við aukið verðmæti í virðiskeðju sauðfjár? Ertu með frábæra hugmynd til dæmis um nýja vöru, markaðssetningu, þjónustu, hönnun, dreifingu, beitarstjórnun, dýravelferð, sjálfbærni, nýtingu hliðarafurða, búvörusamninga, lagaumhverfi, umbyltingar eða annað?
Meira

Fullveldisfernur koma í búðir í dag

Nú í nóvemberbyrjun lítur dagsins ljós afrakstur samstarfs afmælisnefndar fullveldis Íslands og Mjólkursamsölunnar þegar sérstakar fullveldisfernur koma í búðir. Fernurnar prýða sex mismunandi textar og myndskreytingar um markverða atburði sem áttu sér stað á árinu 1918. Fróðleiksmolarnir um fullveldisárið verða á mjólkurfernunum út afmælisárið og eru bundnar miklar vonir við að landsmenn taki fernunum fagnandi og verði einhvers vísari um þetta merkisár í Íslandssögunni.
Meira

Matur úr ýmsum heimshornum í bland við þetta hefðbundna íslenska

„Við höfum nú nokkuð oft verið á ferðalagi hingað og þangað um heiminn tengt okkar vinnu. Á þessu flakki kynnist maður margvíslegri matargerð sem gaman er að blanda saman við okkar hefðbundnu, íslensku matargerð. Við ætlum að bjóða ykkur uppá hörpuskel með japönsku ívafi í forrétt, lambakjöt í aðalrétt og franska súkkulaðiköku á eftir,“ sögðu þau Gunnsteinn Björnsson og Sigríður Káradóttir, sem buðu lesendum Feykis upp á spennandi uppskriftir í 42. tbl. Feykis árið 2016.
Meira

Tilboð opnuð í jarðvinnslu vegna nýbyggingar Byggðastofnunar

Nú stendur yfir undirbúningur vegna fyrirhugaðrar nýbyggingar Byggðastofnunar að Sauðármýri 2 á Sauðárkróki. Byggingin mun verða 998 m² á tveimur hæðum og með kjallara undir hluta hússins. Verkefnið hefur verið unnið samkvæmt aðferðarfræði upplýsingalíkana mannvirkja (Building Information Modeling - BIM) og aðferðafræði vistvænnar hönnunar. Stefnt er að því að byggingin verði vottuð sem vistvænt mannvirki samkvæmt alþjóðlega vottunarkerfinu BREEAM. Verkinu skal vera að fullu lokið 30. september 2019.
Meira

Vilja selja hlut sinn í Hveravallafélaginu

Sveitarstjórn Húnavatnshrepps samþykkti á fundi sínum þann 24. október sl. að óska eftir því við Iceland Excursions Allrahanda ehf. að félagið kaupi allt hlutafé sveitarfélagsins í Hveravallafélaginu ehf. Í maí 2013 gerðu þáverandi hluthafar í Hveravallafélaginu og Iceland Excursions Allrahanda um kaup síðarnefnda félagsins á hlutafé í Hveravallafélaginu og innihélt samningurinn ákvæði um að félagið væri skuldbundið að kaupa eldra hlutafé eftir fimm ár á genginu 1, ef hluthafar óski þess.
Meira