A-Húnavatnssýsla

Jólabasar í Skagabúð

Jólabasar kvenfélagsins Heklu verður haldinn í Skagabúð sunnudaginn 2. desember kl. 14-17. Þar verður ýmislegt til sölu, s.s. jólakort og pappír, gott úrval af heimaunninni vöru og handverki. Heitt súkkulaði og meðlæti selt á 1.000 kr. fyrir eldri en 12 ára, 500 kr. fyrir 7-12 ára og frítt fyrir 6 ára og yngri.
Meira

Tækifæri á sviði textíls

Næstkomandi fimmtudag, 29. nóvember, munu Þekkingar- og Textílsetur í samstarfi við Nýsköpunarmiðstöð Íslands halda málstofu um ,,Stafrænan textíl – nýsköpun í þróun, hönnun og framleiðslu”. Málstofan verður haldin í Þjóðminjasafni Íslands kl. 9:00 - 11.00. Á dagskrá eru fjölbreytt erindi um möguleika og tækifæri á sviði textíls. Meðal þeirra sem flytja erindi á málþinginu er Anastasia Pistofidou, stofnandi Fab Textiles Research Lab í Barcelona, Katrín Káradóttir, fagstjóri í fatahönnun við Listaháskóla Íslands og Ragnheiður Björk Þórsdóttir, textíllistamaður og sérfræðingur Þekkingar- og Textílsetursins.
Meira

Margir áttu notalega vetrarstund í gamla bænum á Blönduósi

Ríflega hundruð manns lögðu leið sína í gamla bæinn á Blönduósi síðastliðinn laugardag en þar fór fram í fyrsta sinn viðburðurinn Notaleg vetrarstund í gamla bænum á Blönduósi. Viðburðurinn var á vegum rekstraraðila á svæðinu sem buðu gestum og gangandi að líta við, kynna sér starfsemina og þiggja léttar veitingar. Söguganga á vegum Katharinu Schneider og Vötnin Angling Service vakti mikla lukku meðal gesta en verkefnið hefur verið í hönnun um nokkurt skeið og er það styrkt af Uppbyggingarsjóði SSNV.
Meira

Ellefu framúrskarandi fyrirtæki á Norðurlandi vestra

Crecitinfo birti nýlega lista yfir 857 framúrskarandi fyrirtækja á landinu sem eru um 2% íslenskra fyrirtækja. Creditinfo hefur síðastliðin níu ár unnið greiningar á ýmsum þáttum varðandi rekstur og stöðu fyrirtækja á Íslandi og er meginmarkmið greiningarinnar að verðlauna þau fyrirtæki sem standa sig vel og stuðla að bættu viðskiptaumhverfi.
Meira

Upplestur á Heimilisiðnaðarsafninu og bókakynning á Héraðsbókasafninu á Blönduósi

Höfundarnir Jón Björnsson frá Húnsstöðum, Hólmfríður K. Gunnarsdóttir, frá Æsustöðum og Sigurður Pétursson frá Merkjalæk, munu kynna nýútkomnar bækur sínar og lesa upp úr þeim í Heimilisiðnaðarsafninu, sunnudaginn 25. nóv. kl. 15.00. Eftir lesturinn verður gestum boðið upp á heitt súkkulaði og smákökur.
Meira

Notaleg vetrarstund í gamla bænum á Blönduósi

Fyrirtækin í gamla bænum á Blönduósi ætla að bjóða gestum og gangandi að koma og eiga notalega vetrarstund laugardaginn 24. nóvember nk. frá kl: 12 – 16. Opið hús verður á eftirtöldum stöðum:
Meira

Jóladagskrá á bókasafninu á Blönduósi

Það verður margt skemmtilegt um að vera á Héraðsbókasafninu á Blönduósi fyrir jólin fyrir hina ýmsu aldurshópa, s.s. bókakynningar, bókabíó og jólaföndur.
Meira

Verum snjöll - Verslum heima!

Það styttist til jóla. Áður en við vitum af verðum við farin að skrifa jólakortin og pakka inn jólagjöfum. Það er afar misjafnt hvenær fólk hefst handa við jólagjafainnkaupin. Einhverjir byrja snemma árs en svo eru aðrir sem bíða þar til á Þorláksmessu með að kaupa gjafirnar og allt þar á milli. Það er líka afar misjafnt hversu miklu við eyðum í jólagjafir.
Meira

Frestur til að skila haustskýrslum framlengdur

Matvælastofnun vekur athygli á heimasíðu sinni að frestur til þess að skila haustskýrslum hefur verið framlengdur til og með 2. desember 2018. Umráðamenn hrossa, sem aðeins telja fram hross á haustskýrslu, geta nú skilað haustskýrslu í heimarétt WorldFengs.
Meira

Frítekjumark eflir smábátaútgerð

Það er ánægjulegt að samstaða náðist í atvinnuveganefnd um að leggja til verulega hækkun á frítekjumarki veiðigjalda og koma þar með verulega til móts við erfiðleika í rekstri margra lítilla og meðalstórra útgerðarfyrirtækja sem margar hverjar eru burðarásar í sínum byggðarlögum. Leggjum við til að frítekjumarkið verði sem nemur 40% afsláttur af fyrstu 6 m.kr. sem þýðir að hámarksafsláttur getur orðið á hvern útgerðaraðila 2.4 m.kr. en er í dag um 1.5 m.kr. þetta þýðir að minni og meðalstórar útgerðir greiði lægra hlutfall af aflaverðmæti af veiðigjaldi hverju sinni upp að 6 m.kr.
Meira