A-Húnavatnssýsla

Kaldalóns á Blönduósi í kvöld

Kómedíuleikhúsið verður á ferðinni á Blönduósi í kvöld, föstudag 2. nóvember, og sýnir hinn vinsæla leik, Sigvaldi Kaldalóns, í félagsheimilinu klukkan 20:00. Leikurinn var frumsýndur árið 2013 og naut mikilla vinsælda og snýr nú aftur á svið og hefur meðal annars verið sýndur í Hannesarholti í Reykjavík undanfarið við góðra undirtektir.
Meira

Neyðarkall til þín!

Björgunarsveitir landsins munu ganga í hús um land allt dagana 1.-3. nóvember og og bjóða Neyðarkallinn til sölu en sala á kallinum er liður í árlegu fjáröflunarátaki björgunarsveitanna. Að þessu sinni er Neyðarkallinn tileinkaður 90 ára afmæli Landsbjargar og er hann því klæddur í stíl við það björgunarsveitarfólk sem á undan gekk.
Meira

Vinnustofur vegna umsókna í Uppbyggingarsjóð

Í næstu viku munu starfsmenn SSNV verða með vinnustofur á öllum þéttbýlisstöðum á Norðurlandi vestra þar sem boðið verður upp á einstaklingsaðstoð við gerð styrkumsókna til Uppbyggingarsjóðs. Í viðtalstímunum verða veittar upplýsingar um styrkmöguleika, auk almennrar aðstoðar í tengslum við atvinnu- og menningarstarfsemi.
Meira

SSNV skipar samgöngu- og innviðanefnd

Á haustþingi Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, SSNV, sem haldið var á Blönduósi 19. október sl.var skipuð samgöngu- og innviðanefnd í framhaldi af samþykkt 25. ársþings SSNV. Nefndinni er ætlað að vinna að upplýsingaöflun vegna samgönguáætlunar SSNV með starfsmönnum samtakanna en að því er segir á vef SSNV er „ítarleg upplýsingaöflun og greining á þáttum er varða samgöngu- og innviðamál grundvöllur þess að setja megi saman raunhæfar áætlanir um uppbyggingu samgöngumannvirkja og annarra innviða í landshlutanum.“
Meira

Þorleifur Karl nýr formaður stjórnar SSNV

Annað haustþing SSNV var haldið 19. október á Blönduósi en þar var m.a. kosin ný stjórn samtakanna. Hana skipa: Þorleifur Karl Eggertsson, formaður, Húnaþingi vestra; Stefán Vagn Stefánsson, Sveitarfélaginu Skagafirði; Álfhildur Leifsdóttir, Sveitarfélaginu Skagafirði; Valdimar O. Hermannsson, Blönduósbæ og Ragnhildur Haraldsdóttir, Húnavatnshreppi.
Meira

Stofutónleikar í Heimilisiðnaðarsafninu

Stofutónleikar verða haldnir í Heimilisiðnaðarsafninu sunnudaginn 28. okt. kl. 15:00. Duo Verum – flytur fjölbreytta tónlist.
Meira

Sunnudagssteikin af æskuheimilinu

„Á okkar heimili eru verkaskiptin alveg skýr. Húsfrúin eldar og húsbóndinn raðar í uppþvottavélina. Ég ætla að deila með ykkur uppskrift af sunnudagssteikinni af æskuheimili mínu og geri ég hana oft þegar við systkinin hittumst,“ sagði Kristín Kristmundsdóttir á Skagaströnd, en hún og eiginmaður hennar, Vilhelm Björn Harðarson, voru matgæðingur Feykis í 41. tbl. ársins 2016.
Meira

Til rjúpnaveiðimanna um hófsemi við veiðar og sölubann

Rjúpnaveiðitímabilið hefst í dag, 26. október, og eru leyfðir veiðidagar 15 talsins að þessu sinni. Veiða má föstudag, laugardag og sunnudag um þessa helgi og fjórar næstu helgar. Vert er að benda veiðimönnum á að hafa varann á og fylgjast vel með veðruspá áður en haldið er til veiða.
Meira

Kolefnisspor Norðurlands vestra greint

Nýlega undirrituðu Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) samning um vinnu við stöðugreiningu á kolefnisspori Norðurlands vestra í heild snni. Verkefnið felur í sér úttekt á helstu orsakavöldum kolefnislosunar, svo sem í samgöngum, landbúnaði, sjávarútvegi, iðnaði og neyslu íbúa. Eftir að þær niðurstöður eru fengnar verða möguleikarnir greindir á minnkun á losun kolefnis annars vegar og hins vegar á því hvaða mótvægisaðgerðir koma helst til greina í landshlutanum. Frá þessu er sagt á vef SSNV.
Meira

Opið fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Norðurlands vestra

Búið er að opna fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Norðurlands vestra. Umsóknarfrestur er til kl. 16:00 fimmtudaginn 22. nóvember 2018. Sækja skal um styrki rafrænt á Sóknaráætlun Norðurlands vestra. Umsækjendur þurfa að skrá sig inn með íslykli eða rafrænum skilríkjum. Sé umsækjandi ekki með íslykil er hægt að sækja um hann á island.is.
Meira