A-Húnavatnssýsla

Samstarf um framtíðarskipan úrgangsmála

Nýverið var stofnaður starfshópur um sameiginlegt verkefni um framtíðarskipan úrgangsmála á Norðurlandi á vegum Eyþings og Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra. Hér er um að ræða áhersluverkefni fyrir árið 2018. Markmið verkefnisins er að leysa meðhöndlun og förgun úrgangs og sorps á Norðurlandi með hagkvæmum og umhverfisvænum hætti.
Meira

Hurðaskellir vændur um dónaskap

Eins og allir vita eru jólasveinar býsna kúnstugir og óútreiknanlegir á allan hátt. Þeir þykjast geta blekkt okkur mannfólkið með því að klæðast rauðum fötum og brosa blítt. En gætið ykkar því í nótt kom leiðindadóni sem skellir hurðum, og er í hæsta máta klúr þegar maður vill fá sér kríu. En í tilefni af því að rétt um vika er í það að jólin verða hringd inn syngur Birgitta Haukdal - Eitt lítið jólalag.
Meira

Fimm umferðaróhöpp um helgina Norðurlandi vestra

Í umdæmi lögreglunnar á Norðurlandi vestra urðu fimm umferðaróhöpp um helgina. Aðallega er um bílveltur að ræða ásamt einni aftanákeyrslu. Á Facebooksíðu Lögreglunnar á NV kemur fram að sem betur fer urðu ekki alvarleg slys á fólki.
Meira

Landsmótið verður aftur í júlí 2020

Stjórn UMFÍ hefur ákveðið að Landsmótið verði haldið á nýjan leik í júlí árið 2020. Það felur í sér að í upphafi árs 2019 verður skipuð nefnd sem mun hefja undirbúning Landsmótsins sem er á meðal umfangsmestu viðburða Ungmennafélags Íslands. Á heimasíðu UMFÍ segir að mikil ánægja hafi verið með mótið sem haldið var á Sauðárkróki í sumar. Á meðal þess sem nefndin mun gera er að leita til sambandsaðila UMFÍ eftir því hvar Landsmótið verður haldið.
Meira

Nei, nei, ekki um jólin

Það verður nú að segjast eins og er að hrollur fer um mann þegar hugsað er til þeirrarsiðar fyrr á öldum að láta hunda og ketti sleikja matarílátin til að hreinsa þau. Nei, nei, alla vega ekki um jólin. Það er akkúrat nafnið á laginu sem Björgvin Halldórsson syngur ásamt flottum jólagestum hans á síðasta ári og hægt er að nálgast hér fyrir neðan.
Meira

Pottaskefill er ekki ánægður með uppþvottavélarnar

Pottaskefill var á ferðinni í rökkrinu í nótt og einhverjir segjast hafa séð hann sníglast í garðinum hjá sér. Þar hafi hann hreinsað heitu pottana svo vel að spegla mátti sig í þeim. Það er ekkert skrítið að þessir pottar verði fyrir valinu því flestir matarpottar landsins eru í uppþvottavélinni á þessum tíma. En það koma vonandi jól eins og Baggalútur söng hér um árið.
Meira

SVONA ERU JÓLIN….

Sigurlaug Vordís og Sigfús Benediktsson á Sauðárkróki voru matgæðingar vikunnar í Feyki fyrir réttum tveimur árum síðan. Þau gáfu lesendum Feykis innsýn í dásamlegar jólahefðir með uppskriftum af hreindýrapaté, sem er „agalega góður foréttur,“ „öndinni góðu“ í aðalrétt og myntuís í eftirrétt.
Meira

Þvaran sleip í höndum Þvörusleikis

Þvörusleikir kom í nótt og gaf börnum smotterí í skóinn. Hann varð hins vegar alveg ruglaður þegar hann mætti Geir Ólafs þar sem hann söng lag á færeysku og kallaði jólasveininn jólamavinn. Lagið heitir Jólamavurinn tjemur í kveld og var m.a. sungið í þætti Jóns Kristins Snæhólm „Í Kallfæri“ á sjónvarpsstöðinni ÍNN fyrir áratug.
Meira

Kortavefsjá SSNV

Á vef Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, SSNV, segir frá því að SSNV og Hvítárós ehf. hafa gert með sér þjónustusamning um uppfærslur og viðhald á gagnagrunni sem fyrirtækið hefur sett upp fyrir landshlutasamtökin. Er gagnagrunnurinn aðgengilegur á heimasíðu samtakanna undir flipanum Kortavefsjá SSNV og inniheldur hann upplýsingar um innviði sveitarfélaganna sem verða þarna aðgengilegar á einum stað. Tilgangur gagnagrunnsins er meðal annars að veita innviðaupplýsingar um svæðið sem nýtast væntanlegum fjárfestum.
Meira

Rækjublús - smásögur frá Blönduósi, er komin út

Smásagnabókin „Rækjublús“ eftir Ólaf Tómas Guðbjartsson er komin út. Höfundur sagnanna er Ólafur Tómas Guðbjartsson sem ólst upp á Blönduósi og inniheldur bókin tólf smásögur sem gerast þar á árunum milli 1986 og 1999.
Meira