A-Húnavatnssýsla

Húnavatnshreppur veitir umhverfisverðlaun

Fjölmenn íbúahátíð Húnavatnshrepps var haldin í Húnavallaskóla laugardaginn 10. nóvember en sú hefð hefur skapast í hreppnum að sveitungar hittist í lok sumars og og eigi góða stund saman.
Meira

Ný reglugerð setur fjárhag HNV í óvissu

Heilbrigðisnefnd Norðurlands vestra lýsir yfir vonbrigðum og undrun, með að umhverfis- og auðlindaráðuneytið hafi ekki haft raunverulegt samráð við heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga og Samband íslenskra sveitarfélaga við gerð reglugerðar sem snertir leyfisveitingar til fyrirtækja. Á fundi nefndarinnar, sem haldinn var í gær, var minnt á að farið var í gerð reglugerðarinnar með það að markmiði að einfalda leyfisveitingaferilinn til hagsbóta fyrir almenning og atvinnulífið.
Meira

Góður gangur í uppbyggingu gagnavers á Blönduósi

Vel miðar við uppbyggingu gagnavers á Blönduósi og er nú fyrsta húsið af sex tilbúið og hefur það verið tekið í notkun. Búið er að steypa plötuna á öðru húsinu og teknir hafa verið grunnar að tveimur að því er segir í frétt á vefmiðlinum húna.is í dag.
Meira

Umhverfisvæn orka eða hvað?

Nýtingarflokkur eða verndarflokkur Umhverfismál og orkunýting er mikið til umfjöllunar þessi dægrin enda er um stórfellt hagsmunamál að ræða fyrir þjóðina í aðsteðjandi orkuskiptum. Ein er sú tegund orku sem við gefum hins vegar of lítinn gaum og það er starfsorkan, ekki síst sú nýting sem snýr að öryrkjum og eldri kynslóðinni. Hér getum við virkjað betur, virkjunarkostirnir eru margir og góðir hringinn í kringum landið og allir eru þeir umhverfisvænir. Svo líkingamálinu sé haldið áfram, þá má einnig spyrja sig hvort þessir hópar séu í nýtingarflokki eða verndunarflokki stjórnvalda. Fulltrúar bæði eldri borgara og öryrkja láta að því liggja í ræðu og riti að stjórnvöld hunsi hagsmuni þeirra og setji þá í raun í einhvers konar afgangsflokk. Þar megi hvorki með góðu móti afla sér tekna eða spara fé í banka án þess að grófar skerðingar komi til og ávinningur verði að engu.
Meira

Samband A-Húnvetnskra kvenna heldur skemmtikvöld

Í tilefni 90 ára afmælis SAHK, Sambands Austur Húnvetnskra Kvenna, ætlar sambandið að standa fyrir skemmtikvöldi fimmtudaginn 29. nóvember kl. 20 í Félagsheimilinu á Blönduósi. Allur ágóði mun renna til Hollvinasamtaka Heilbrigðisstofnunarinnar á Blönduósi til kaupa á baðlyftu en hún kostar um 1,2 milljónir kr.
Meira

Torskilin bæjarnöfn - Botnastaðir í Svartárdal

Þess er getið til í Safni t. s. Ísl. IV., að rjetta nafnið sje Botta- og það sje stytting úr Bótólfsnafni. Tilgáta þessi hefir verið tekin upp í Árbók Fornl.fjel. 1923, sem sennileg, og gefur það mjer ástæðu til að taka þetta nafn með nú. Nafnið er þannig ritað í elztu skjölum: Auðunarbók (frá 1318) Botta-; Auðunarmáldagi er endurritaður 1360 - Jónsmáldagi - og þá er ritað Botna-. 1394 er máldagabókin ennþá afrituð og aukin og þá er einnig ritað Botna- (DI. II. 472, DI. III. 158, DI. III. 545). Í kaupbrjefi frá 1528: Botnastaðir (DI. IX. 454); Á. M. (um 1700): Botta, en bætir við þeirri athugasemd, að alment sje kallað Botna-. J. B. 1696: Botna- og Ný. Jb. báðar Botna-.
Meira

Tómatsúpa með pasta og bananabrauð

„Þar sem við fjölskyldan erum frekar upptekin við vinnu, skólagöngu, hestamennsku og fótbolta veljum við okkur yfirleitt eitthvað fljótlegt í matinn. Við sendum hér tvo rétti sem eru vinsælir á okkar borðum,“ sögðu þau Kristín Jóna Sigurðardóttir og Valur Valsson á Blönduósi, sem voru matgæðingar Feykis í 43. tbl. 2016. „Um helgar á húsfreyjan það til að baka eitthvað með kaffinu. Vinsælast hjá heimilisfólkinu eru pönnukökur og þetta fljótlega bananabrauð.“
Meira

Máttur þjóðsagna - Áskorandinn Bylgja Guðrún Brynjólfsdóttir Brandsstöðum

Hvað hugsar þú fyrst þegar þú heyrir orðið „þjóðsögur“? Álfar og huldufólk? Óvættir? Góður boðskapur? Það sem ég hugsa þegar ég heyri orðið er: „Þjóðarstolt“. Við Íslendingar erum snillingar í því að segja og semja þjóðsögur og við eigum risastórt safn af alls konar frásögnum og skáldskap, hvort sem það eru ljóðrænar frásagnir, draumkenndar eða göldrum glæddar - og svo lengi mætti telja.
Meira

Gagnagrunnur um um menningartengda þjónustu á Norðurlandi

SSNV og Eyþing hafa í sameiningu tekið í notkun yfirgripsmikinn gagnagrunn um um menningartengda þjónustu á Norðurlandi. Verkefnið hefur hlotið nafnið Menningarbrunnur en það hlaut styrk úr Sóknaráætlun Norðurlands eystra sem áhersluverkefni árið 2015.
Meira

Haustdagur ferðaþjónustunnar 2018

Haustdagur ferðaþjónustunnar á Norðurlandi vestra verður haldinn í Miðgarði í Skagafirði næstkomandi miðvikudag, 14. nóvember, klukkan 13:30-16:00. Það er samráðsvettvangur SSNV og ferðamálafélaganna í Húnaþingi vestra, A-Hún. og Skagafirði sem standa að Haustdeginum en þar verða flutt þrjú áhugaverð erindi sem snerta ferðaþjónustu.
Meira