A-Húnavatnssýsla

Tendruð ljós á jólatré Skagstrendinga og jólatónleikar Tónlistarskóla A-Hún.

Tónlistarskóli Austur- Húnavatnssýslu verður með þrenna jólatónleika á aðventunni og verða þeir fyrstu haldnir í dag, miðvikudag 5. desember, í Húnavallaskóla og hefjast þeir klukkan 15:30.
Meira

Veðurklúbburinn á Dalbæ gerir ráð fyrir hvítum jólum

Þriðjudaginn 4. desember 2018 komu sjö spámenn Veðurklúbbsins á Dalbæ saman til fundar til að fara yfir spágildi nóvembermánaðar. Niðurstaðan var utan skekkjumarka þar sem veðrið var heldur verra en gert hafði verið ráð fyrir þar sem spámenn áttu ekki von á þeim hvelli sem kom í lok mánaðarins. Fundur hófst kl 13:55 og lauk kl 14:20.
Meira

Tryggjum jöfnuð gagnvart fæðingarþjónustu

Fæðingarstöðum á Íslandi hefur fækkað hin síðari ár. Árið 2003 voru þeir 14 en eru nú 8. Hátt á þriðja hundrað börn fæðast árlega sem eiga foreldra sem búa yfir hundrað kílómetra frá fæðingarþjónustu. Félags- og jafnréttisráðherra hyggst í samvinnu við heilbrigðisráðherra stofna starfshóp til að fara heildstætt yfir aðstæður barnshafandi kvenna á landsbyggðinni með tilliti til staðsetningar fæðingarþjónustu og gera nauðsynlegar úrbætur.
Meira

Norðurland vestra fær 604 tonna byggðakvóta

Nýlega úthlutaði Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, 14.305 tonnum í sértækan og almennan byggðakvóta en samkvæmt lögum um stjórn fiskveiða er 5,3% af heildarafla í hverri fisktegund dregið af leyfilegum heildarafla og varið til ýmissa tímabundinna ráðstafana til þess að auka byggðafestu.
Meira

Tendruð ljós á jólatrjám

Í dag klukkan 17:00 verða ljósin á jólatrénu við Blönduóskirkju tendruð en því var frestað vegna veðurs á fimmtudag. Sungin verða jólalög og nú ættu jólasveinarnir að komast til byggða.
Meira

Fimm Norðurlandsmeistaratitlar til Júdódeildar Tindastóls

Norðurlandsmót í Júdó var halið á Blönduósi í gær og mættu alls 34 keppendur frá þremur júdófélögum á Norðurlandi: Gestjöfunum í Pardusi á Blönduósi, Tindastóli, og KA á Akureyri. Á heimasíðu Tindastóls kemur fram að Norðurlandsmót hafi verið haldin á Blönduósi frá árinu 2015 og var þetta fjórða árið í röð sem það er haldið.
Meira

Hefur þú greinst með krabbamein? Hver er þín reynsla af greiningarferli, meðferð og endurhæfingu?

Krabbameinsfélag Íslands vinnur nú að undirbúningi rannsóknar meðal þeirra sem greinst hafa með krabbamein. Á heimasíðu félagsins er fólk hvatt til að takta þátt og hjálpa þar með til að benda á þá þætti sem helst þarfnast úrbóta í tengslum við greiningu krabbameins, meðferð og endurhæfingu.
Meira

Bergþór og Gunnar Bragi taka sér frí frá þingstörfum

Miðflokksmennirnir Bergþór Ólason, þingmaður Norðvesturkjördæmis, og Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Suðvesturkjördæmis, hafa ákveðið að taka sér leyfi frá þingstörfum eftir að ósæmileg hegðun þeirra á Klausturbarnum varð gerð opinber í fjölmiðlum, eins og frægt er orðið. Sendu þeir tilkynningar þess efnis í gærkvöldi.
Meira

Háskólinn, Já eða Nei? Áskorandinn Árný Dögg Kristjánsdóttir Austur-Húnavatnssýslu

Hvenær er rétti tíminn til þess að hefja háskólanám? Seinustu vikur hefur háskólinn verið mjög ofarlega í huga mér, og hvort það hafi verið góð hugmynd að hefja háskólanámið á þeim tíma sem að ég gerði. Var ég tilbúin í það að takast á við þá vinnu og það álag sem fylgir háskólanum? Til að byrja með var ég það og hafði fullan metnað og fulla einbeitingu til þess að vinna í þessu.
Meira

Rannsóknasetur HÍ á Skagaströnd hlýtur styrk

Rannsóknarsetur Háskóla Íslands á Norðurlandi vestra, sem hefur aðsetur sitt á Skagaströnd, hlaut á dögunum níu milljóna króna styrk vegna verkefnisins Gagnagrunnur sáttanefndabóka. Verkefnið er eitt fjögurra sem hlutu styrk til fjarvinnslustöðva sem veittur er á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2018-2024.
Meira