Fögnum saman 100 ára fullveldi!
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Aðsendar greinar, Vestur-Húnavatnssýsla
20.11.2018
kl. 13.09
Í ár fögnum við því að liðin eru 100 ár frá því að Ísland varð frjálst og fullvalda ríki með gildistöku sambandslaganna 1. desember 1918. Segja má að það hafi verið merkasti áfanginn í sjálfstæðisbaráttunni, sem þá hafði staðið í nær eina öld. Í október 2016 var samþykkt á Alþingi þingsályktun um hvernig skyldi staðið að hátíðarhöldum í tilefni aldarafmælis fullveldis og í henni kemur fram hlutverk afmælisnefndar og afmörkun verkefna hennar. Inntak þingsályktunarinnar byggir á sömu forsendum og sjálfstæðisbaráttan gerði, þ.e. íslenskri menningu og tungu þjóðarinnar.
Meira