feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
23.12.2018
kl. 08.03
Það hefur borið á því undanfarin ár að fólk fyllist jólakvíða er nær dregur aðfangadegi og er ýmislegt sem því veldur. Þetta ástand á reyndar ekki við mannfólkið eingöngu því Kjötkrókur á einnig við þennan kvilla að stríða. Ástæðan er helst af tvennum toga. Í fyrsta lagi eru ekki hafðir strompar á húsum lengur svo neinu nemur og því ekki er hægt að koma krókstjaka þar niður. Og ef það er strompur þá er ekkert kjöt hangandi þar fyrir neðan til að krækja í. Í öðru lagi eru flestir að sjóða illa þefjandi flatfisk þennan dag sem ekki getur talist matur á heimili jólasveinanna. Þetta ætti að banna með öllu, sagði Kjötkrókur með tárin í augunum við tíðindamann Feykis um óttuleytið í nótt.
Meira