A-Húnavatnssýsla

Góð dekk margborga sig

Tími vetrardekkja er kominn víða um land, sér í lagi á heiðum. Hjá mörgum er það fastur liður að skipta um dekk tvisvar á ári á meðan aðrir eru á dekkjum sem notuð eru bæði sumar og vetur. Hvaða gerð sem notuð er, skiptir öllu að dekkin séu góð. Á veturna á mynstursdýptin að vera a.m.k. 3 mm og gripið gott, sama í hvaða aðstæðum ekið er í.
Meira

Opið hús í Nes listamiðstöð

Nes listamiðstöð á Skagaströnd verður með opið hús í dag, fimmtudaginn 25. október, og munu listamenn sem dvelja í miðstöðinni kynna þar listsköpun sína. Húsið verður opið frá klukkan 16:00 til 18:00 og eru allir velkomnir þangað.
Meira

Ræsing Húnaþinga

Gerð hafa verið drög að samningi milli Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og allra sveitarfélaganna í Húnavatnssýslum um verkefnið Ræsing Húnaþinga. Í fundargerð byggðaráðs Blönduósbæjar frá 9. október sl. segir að markmið verkefnisins sé að efla nýsköpun á landsbyggðinni með öflugu stuðningsverkefni fyrir nýjar atvinnuskapandi hugmyndir og sé þannig í raun samkeppni um góðar viðskiptahugmyndir þar sem einstaklingum, hópum og fyrirtækjum er boðið að senda inn verkefni og vinna í framhaldinu að viðskiptaáætlun undir handleiðslu starfsmanna Nýsköpunarmiðstöðvar.
Meira

Kúabændur vilja sérstakt Landbúnaðar- og matvælaráðuneyti

Á haustfundi Landssambands kúabænda sem haldinn var í Þingborg í Flóa fimmtudagskvöldið 11. október 2018 kom fram skýr vilji bænda að stofnað verði sérstakt Landbúnaðar- og matvælaráðuneyti sem haldi utan um málefni landbúnaðar, matvælaframleiðslu og innflutning matvæla.
Meira

Allir út – Áskorandinn Heiðrún Ósk Jakobínudóttir

Ég er mikið fyrir útiveru. Ég elska náttúruna. Sennilega er það eitthvað uppeldistengt þar sem ég var mikið úti og í kringum skepnur sem krakki. Ég er alin upp í sveit með hross og sauðfé. Einn köttur var á bænum til að halda músum í skefjum. Skuggi gamli labradorinn átti líka heima hjá okkur. Ég held að ég hafi verið fimm ára þegar hann kom til okkar sem hvolpur. Ég var skíthrædd við lætin í honum en seinna urðum við góðir vinir. Hann lá alltaf undir barnavagninum þegar systkini mín sváfu í honum og passaði þau. Þá var hann alveg steinhættur að vera hvolpur eða með læti. Reyndar var hann þá frekar latur.
Meira

Lambafille, grillað grænmeti og kartöflur

„Við þökkum áskorunina frá Elísabetu og Hlyn og langar okkur að deila með ykkur uppskrift af grilluðu lambafille með fitu borið fram með piparostasósu, grilluðu grænmeti og bökuðum kartöflum,“ sögðu Ómar Eyjólfsson og Ragnheiður Rún Sveinbjörnsdóttir, en þau voru matgæðingar Feykis í 40. tbl. ársins 2016.
Meira

Nú er lag - Áskorendapenninn Elín Aradóttir, Hólabaki

Ferðaþjónusta er vaxandi atvinnugrein á Norðurlandi vestra, líkt og í öðrum landshlutum. Mikilvægi uppbyggingar þessarar atvinnugreinar er óumdeilt, ekki síst í dreifbýlinu, en þar á atvinnulíf í dag undir högg að sækja vegna erfiðar stöðu í lykilatvinnugrein, þ.e. sauðfjárræktinni. Sveitir Norðurlands vestra hafa upp á ótal margt að bjóða. Ótal náttúruvætti er þar að finna og sögustaðir liggja við hvert fótmál. Í þessu felast mörg tækifæri fyrir frekari uppbyggingu þjónustu. Eitt þessara tækifæra er undirritaðri sérstaklega hugleikið, en það er uppbygging þjónustu við áhugafólk um sögu Agnesar Magnúsdóttur.
Meira

Svanhildi Pálsdóttur veitt viðurkennig fyrir störf í þágu ferðaþjónustu á Norðurlandi og Sproti ársins er Hótel Laugarbakki

Uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar á Norðurlandi fór fram í gær í Húnaþingi vestra og óhætt er að segja að hún hafi verið frábær. Húnvetningar tóku vel á móti kollegum sínum í ferðaþjónustu og farið var í heimsóknir til ýmissa fyrirtækja á svæðinu og nýr útsýnispallur við Kolugljúfur var sömuleiðis skoðaður. Um kvöldið var svo haldin vegleg veisla í veislusalnum á Hótel Laugarbakka, þar sem dansinn dunaði fram eftir nóttu. Venju samkvæmt voru þrjár viðurkenningar veittar, Sproti ársins, Fyrirtæki ársins og viðurkenning fyrir störf í þágu ferðaþjónustunnar.
Meira

Vatnstjón vegna ofna á 3ja daga fresti

Vatnstjón vegna leka út frá ofnum eru algeng á íslenskum heimilum en 3ja hvern dag er slíkt tjón tilkynnt til VÍS en á heimasíðu þess kemur fram að oft megi sjá fyrirboða slíks tjóns á ofnum, til dæmis ryðbletti eða útfellingar á samskeytum. Það er því mikilvægt að skoða ofnana og skipta þeim út, ef þessi einkenni eru sýnileg.
Meira

100.000 gestir á ÍSLENSKUR LANDBÚNAÐUR 2018

Um hundrað þúsund gestir komu í heimsókn á sýninguna Íslenskur landbúnaður 2018 er haldin var í Laugardalshöll um helgina. Slík aðsókn hefur vart sést á sýningu á Íslandi. Að sögn Ólafs M. Jóhannessonar framkvæmdastjóra sýningarinnar voru undirtektir afar jákvæðar:
Meira