A-Húnavatnssýsla

Hefurðu áhuga á að virkja lækinn þinn?

Smávirkjanasjóður SSNV auglýsir eftir umsóknum í Skref 1 sem er frummat smávirkjana. Tilgangur sjóðsins er að styrkja fyrstu skrefin í rannsóknum á mögulegum rennslisvirkjunum á Norðurlandi vestra sem eru undir 10 MW að stærð. Miðað er við fyrirliggjandi yfirlit á mögulegum rennslisvirkjunum sem upp eru taldir í skýrslu Mannvits 2018: Frumúttekt á smávirkjanakostum á Norðurlandi vestra. Þó er heimilt að bæta við fleiri virkjunarkostum með samþykki SSNV.
Meira

Markviss með byssusýningu á Blönduósi

Afmælissýning Skotfélagsins Markviss verður haldið næsta laugardag 20. Október í Félagsheimilinu á Blönduósi. Þar verður dregið fram í dagsljósið það helsta úr eigu félagsmanna og segir í tilkynningu að fjölbreytileikinn sé í fyrirrúmi, herrifflar, skammbyssur, veiðibyssur, keppnisbyssur, byssur smíðaðar af Jóni Þorsteinssyni og Jóni Björnssyni o.fl. Byssusýning er í tilefni af 30 ára afmæli félagsins.
Meira

Hvað varð um Helgu? - Út í nóttina

Komin er út bókin Út í nóttina eftir Sigurð H. Pétursson. Út í nóttina er spennusaga, 156 bls. sem gerist í afskekktu héraði á Norðurlandi. Höfundur er dýralæknir og hefur búið og starfað sem héraðsdýralæknir í Austur Húnavatnssýslu síðan 1973 og útgefandi er Bókaútgáfan Merkjalæk sem er staðsett í Svínadal í Austur-Húnavatnssýslu.
Meira

Styrkir vegna viðburða og verkefna í boði hjá Húnavatnshreppi

Húnavatnshreppur hefur ákveðið að gefa félagasamtökum, fyrirtækjum og einstaklingum tækifæri til að sækja um styrki vegna viðburða eða verkefna sem samræmast hlutverki sveitarfélagsins eða eru í samræmi við stefnu þess og áherslur vegna fjárhagsársins 2019.
Meira

Vilt þú giska á fjölda Vatnsdalshóla?

Langar þig að taka þátt í skemmtilegum leik og giska á hversu margir Vatnsdalshólarnir eru? Ef svo er ættir þú að kíkja á Facebooksíðu EFLU og setja þitt svar. Verðlaun verða veitt fyrir rétt svar eða sem næst réttu svari og fær heppinn giskari Bose, quiet comfort 35 II, þráðlaus heyrnartól.
Meira

Vöðvasullur í sauðfé

Vöðvasullur hefur greinst í fé frá nokkrum bæjum við heilbrigðiseftirlit á sláturhúsum. Þessi sullur er ekki hættulegur fólki en veldur tjóni vegna skemmda á kjöti. Um er að ræða blöðrur í vöðvum sem innihalda lirfustig bandorms sem lifir í hundum. Brýnt er fyrir hundaeigendum að láta ormahreinsa hunda sína.
Meira

Selur dagatöl til að fjármagna dráttarvélakaup

Það er alþekkt að sauðfjárbændur þurfa að hafa allar klær úti til að reka bú sín og fjármagna tækjakaup. Einn slíkur hefur útbúið skemmtilegt dagatal sem er í senn fallegt, skemmtilegt og fróðlegt og afraksturinn fer upp í dráttarvélarkaup.
Meira

Haustþing leikskóla á Norðurlandi vestra

Föstudaginn 5. október sl. var haustþing leikskóla á Norðurlandi vestra haldið í Húnavallaskóla. Þingið sóttu 110 starfsmenn leikskólanna og var boðið upp á fyrirlestra og málstofur. Aðalfyrirlestur dagsins var „Hvernig sköpum við sterka liðsheild“ og voru það þau Anna Steinsen og Jón Halldórsson frá KVAN sem fluttu hann.
Meira

Vilja uppbyggingu í Blönduskóla

Fræðslunefnd Blönduósbæjar krefst úrbóta í smíðakennslu við Blönduskóla. Leggur nefndin til að unnin verði 3-5 ára áætlun um uppbyggingu skólahúsnæðis með tilliti til þeirrar aðstöðu sem vantar í skólann og þarf að bæta.
Meira

Háskólinn á Hólum með brautskráningu að hausti

Föstudaginn 5, október sl. hlutu tíu manns diplómugráðu frá Háskólanum á Hólum, af þremur mismunandi námsleiðum. Frá Ferðamáladeild brautskráðust fjórir með diplómu í viðburðastjórnun og tveir með diplómu í ferðamálafræði. Fjórir bættust í hóp diplómuhafa í fiskeldisfræði, frá Fiskeldis- og fiskalíffræðideild.
Meira