SAH Afurðir reknar með hagnaði síðastliðið ár
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
11.05.2018
kl. 11.02
SAH Afurðir héldu aðalfund sinn þann 3. maí sl. þar sem ársreikningur félagsins fyrir árið 2017 var lagður fram og samþykktur. Á vefsíðu félagsins segir að hagnaður af rekstri ársins hafi numið 5,5 milljónum króna en síðast varð hagnaður á rekstri félagsins árið 2013. Velta síðasta árs var tæpir tveir milljarðar króna og bókfært eigið fé í árslok var neikvætt um 153,2 milljónir króna. Ársverk á reikningsárinu voru 52. Reiknað er með tapi á fyrsta þriðjungi yfirstandandi reikningsárs.
Meira