A-Húnavatnssýsla

SAH Afurðir reknar með hagnaði síðastliðið ár

SAH Afurðir héldu aðalfund sinn þann 3. maí sl. þar sem ársreikningur félagsins fyrir árið 2017 var lagður fram og samþykktur. Á vefsíðu félagsins segir að hagnaður af rekstri ársins hafi numið 5,5 milljónum króna en síðast varð hagnaður á rekstri félagsins árið 2013. Velta síðasta árs var tæpir tveir milljarðar króna og bókfært eigið fé í árslok var neikvætt um 153,2 milljónir króna. Ársverk á reikningsárinu voru 52. Reiknað er með tapi á fyrsta þriðjungi yfirstandandi reikningsárs.
Meira

FNV er hástökkvari ársins sem fyrirmyndarstofnun

Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra komst í hóp fimm Fyrirmyndarstofnana árið 2018 í flokki stofnana með 50 starfsmenn eða fleiri. Þá fékk hann sérstaka viðurkenningu fyrir að vera hástökkvari í sínum flokki. Viðurkenninguna fær skólinn á grundvelli árlegrar könnuna á vegum SFR, sem er stéttarfélag í almannaþjónustu og er félagssvæði þess allt landið.
Meira

Hvítasunnuhret með snjókomu og kulda

Þriðjudaginn 8. maí komu félagar í Veðurklúbbnum á Dalbæ saman til fundar í því skini að huga að veðurhorfum í maí mánuði. Fundurinn hófst kl. 13:55 og voru fundarmenn tíu talsins sem fóru yfir sannleiksgildi síðustu spár og voru fundarmenn að vonum sæmilega ánægðir með hvernig til hefði tekist. Að vísu hafði veður verið heldur kaldara en ráð var fyrir gert, en spáin vel innan skekkjumarka eins og gjarnan er sagt um spár af hvaða tagi sem þær svo sem eru.
Meira

Lífið er núna - Leiklistardeild Höfðaskóla setur upp leikrit í fullri lengd

Leiklistardeild Höfðaskóla á Skagaströnd frumsýnir í kvöld, miðvikudag 9. maí, klukkan 20:00 gamanleikinn Lífið er núna í Fellsborg á Skagaströnd. Leikritið heitir á frummálinu You Can’t Take It With You og var skrifað árið 1936 af þeim George S. Kaufman og Moss Hart. Það hefur verið sýnt áratugum saman í Bandaríkjunum og verið með vinsælustu verkum þar úti fyrir skólauppsetningar. Ástrós Elísdóttir þýddi verkið en að hennar sögn hefur það ekki verið sýnt oft hér á landi þó það hafi verið þýtt á íslensku fyrir 63 árum síðan og hafi orðið úr hjá leikhópnum að nýta ekki þá þýðingu heldur ráðast í nýja.
Meira

Tiltektardagur á Blönduósi á morgun

Á heimasíðu Blönduóssbæjar er boðað til tiltektardags á morgun, uppstigningardag, og eru bæjarbúar og fyrirtæki hvött til að yfirfara nánasta umhverfi sitt og gera bragarbót þar sem þess er þörf. Gámasvæði bæjarins verður opið af þessu tilefni milli klukkan 13 og 17.
Meira

Ráðstefnan Hvar, hvert og hvernig? á Hólum

Ferðamáladeild Háskólans á Hólum boðar til ráðstefnu um ferðaþjónustu á Íslandi dagana 16. og 17. maí næstkomandi. Háskólinn á Hólum hefur staðið fyrir kennslu og rannsóknum á ferðaþjónustu í 21 ár en eins og flestum er kunnugt hefur ferðaþjónusta á Íslandi vaxið mjög hratt undanfarin ár.
Meira

Sameiginlegur framboðsfundur í Húnavatnshreppi

Boðað hefur verið til sameiginlegs framboðsfundar vegna komandi sveitarstjórnakosninga í Húnavatnshreppi. Verður fundurinn haldinn í Húnavallaskóla, Húnavöllum, í kvöld þriðjudaginn 8. maí og hefst kl. 20:30.
Meira

Skipt um áhafnarmeðlimi Þórs á Blönduósi

Þór, varðskip Landhelgisgæslunnar, hefur verið í fiskveiðieftirliti á Húnaflóa og Norðvesturlandi undanfarna daga en í gær kom skipið til hafnar á Blönduósi. Að sögn Ásgríms L. Ásgrímssonar, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar, var ástæðan fyrir veru skipsins í Blönduóshöfn sú að skipt var um tvo áhafnameðlimi.
Meira

Ð-listinn, Við öll, býður fram á Skagaströnd

Nýr framboðslisti, Ð-listinn, Við öll, í Sveitarfélaginu Skagaströnd er kominn fram en listinn á nú tvo af fimm sveitarstjórnarmönnum í sveitarfélaginu. Oddviti listans er Guðmundur Egill Erlendsson, Kristín Björk Leifsdóttir og Listinn er þannig skipaður:
Meira

Ítalskar uppskriftir frá Skagaströnd

„Okkur hjónunum finnst notalegt að dútla við matargerð og spjalla saman á meðan. Oftast sér Valtýr um hversdagseldamennskuna, soðningu og grjónagrauta, en Ástrós er meira fyrir að dedúa við mat í lengri tíma. Hún bjó á Ítalíu um árabil og tók með sér margar skotheldar uppskriftir þaðan. Þær hafa síðan breyst og lagast að okkar smekk í gegnum árin svo uppruni úr kokkabókum er óljós.
Meira