Vordagur ferðaþjónustunnar
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
04.05.2018
kl. 14.01
Vordagur ferðaþjónustunnar á Norðurlandi vestra verður haldinn fimmtudaginn 17. maí nk. í Eyvindarstofu á Blönduósi. Hefst hann klukkan 13:00 og stendur til 17:00. Um svipað leyti á síðasta ári áttu ferðaþjónustuaðilar á svæðinu sambærilegan fund sem þótti takast með ágætum og mæltist sú nýbreytni vel fyrir að ferðaþjónustuaðilar af öllu Norðurlandi vestra hefðu möguleika á að kynna sína starfsemi hver fyrir öðrum.
Meira