A-Húnavatnssýsla

Vordagur ferðaþjónustunnar

Vordagur ferðaþjónustunnar á Norðurlandi vestra verður haldinn fimmtudaginn 17. maí nk. í Eyvindarstofu á Blönduósi. Hefst hann klukkan 13:00 og stendur til 17:00. Um svipað leyti á síðasta ári áttu ferðaþjónustuaðilar á svæðinu sambærilegan fund sem þótti takast með ágætum og mæltist sú nýbreytni vel fyrir að ferðaþjónustuaðilar af öllu Norðurlandi vestra hefðu möguleika á að kynna sína starfsemi hver fyrir öðrum.
Meira

Sögufélagið Húnvetningur fundar í Eyvindarstofu

Sögufélagið Húnvetningur heldur aðalfund sinn í Eyvindarstofu á Blönduósi næstkomandi sunnudag, 6. maí, og hefst fundurinn klukkan 14:00. Á fundinum mun sagnfræðingurinn Kristján Sveinsson fjalla um vita og hafnir í Húnaþingi. Þá verður sagt frá fundaröð í Húnabúð í Skeifunni sem Sögufélagið hefur tekið þátt í undanfarna vetur.
Meira

Tilboð í nýbyggingu fyrir Byggðastofnun

Framkvæmdasýsla ríkisins, fyrir hönd Byggðastofnunar hefur auglýst eftir tilboðum í verkið „Byggðastofnun – nýbygging“ , Sauðármýri 2, Sauðárkróki. Um er að ræða jarðvinnu, uppsteypu og fullbúið hús og allan frágang að utan og innan, ásamt lóð. Byggingin er 998 m² á tveimur hæðum og með kjallara undir hluta hússins.
Meira

Ný útgáfa af Vatnsdæla sögu

Vatnsdæla saga er nú komin út í nýrri útgáfu hjá Bókaútgáfunni Merkjalæk. Sagan er gefin út með nútima stafsetningu og einnig er ýmsum orðmyndum breytt til nútímahorfs. Guðráður B. Jóhannsson myndskreytti bókina og gerði bókarkápu en hana prýða myndir af fresku sem Baltasar málaði á veggi Húnavallaskóla.
Meira

Allir íslensku ökumennirnir meðvitaðir um hækkun sektanna

Í gær tóku gildi umtalsverðar hækkanir sekta vegna umferðarlagabrota. Engu að síður hafði lögreglan á Norðurlandi vestra í nógu að snúast og í gær voru 32 ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæminu. Á Facebooksíðu lögreglunnar á Norðurlandi vestra segir að það veki athygli að allir íslensku ökumennirnir sem stöðvaðir voru hafi verið meðvitaðir um hækkun sektanna og sé það umhugsunarvert.
Meira

1. maí

Alþjóðlegur baráttudagur verkalýðsins, 1. maí, er á morgun og verður hann að vanda haldinn hátíðlegur víða. Yfirskrift hátíðahaldanna að þessu sinni er STERKARI SAMAN.
Meira

Ráðstefna kvenfrumkvöðla á Sauðárkróki

Ráðstefna undir yfirskriftinni Efling kvenfrumkvöðla á landsbyggðinni var haldin í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki 18. apríl sl. Var þar um að ræða endapunkt Evrópuverkefnis sem ber heitið Free (Female Rural Enterprise Empowerment) og hafði það að markmiði að styðja við bakið á frumkvöðlakonum á landsbyggðinni. Verkefnið var samstarfsverefni sex aðila frá fimm löndum. Ásdís Guðmundsdóttir hjá Vinnumálastofnun stýrði verkefninu en Byggðastofnun var samstarfsaðili á Íslandi. Um 60 manns sátu ráðstefnuna.
Meira

Humarpizza með hunangssinnepssósu og súkkulaðikaka með kaffinu

Ingibjörg Margrét Valgeirsdóttir og Sigurbjörn Skarphéðinsson sáu um matarþáttinn í 18. tbl. Feykis 2016. Þau buðu upp á girnilega humarpizzu með hunangssinnepssósu og Royal brúntertu með kaffinu.
Meira

Valdís Valbjörns keppir í Söngkeppni framhaldsskólanna í kvöld

Söngkeppni framhaldsskólanna fer fram í kvöld og verður haldin með glæsibrag á Akranesi. Í ár eru 24 framhaldsskólar skráðir til leiks og er markmið allra sem koma að Söngkeppninni, að þessi verði sú allra glæsilegasta. Valdís Valbjörnsdóttir frá Sauðárkróki tekur þátt fyrir hönd Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra.
Meira

Gerir það besta úr öllu -Áskorandinn Bjarki Benediktsson Breiðavaði

Nú lét ég plata mig. Að skrifa hugleiðingar sínar á blað er ákveðin áskorun þegar maður veit ekkert hvað maður á að skrifa um. Nú myndi Zophonías vinur minn í Hnausum hnussa og segja „og þú sem ert alltaf kjaftandi“.
Meira