A-Húnavatnssýsla

L-listinn á Blönduósi kynnir framboð sitt

Framboðslisti L-listans á Blönduósi í komandi sveitarstjórnarkosningum hefur verið kynntur. Það er Guðmundur Haukur Jakobsson sem er oddviti listans, en hann skipaði annað sætið í síðustu sveitarstjórnarkosningum. Rannveig Lena Gísladóttir er í öðru sæti og Sigurgeir Þór Jónasson skipar það þriðja. Valgarður Hilmarsson sem áður leiddi listann er í 14. sæti eða heiðurssæti listans.
Meira

Tíndu rusl í tilefni af degi jarðar

Dagur jarðar var víða haldinn hátíðlegur á sunnudaginn og af því tilefni skelltu margir sér út í náttúruna og tíndu upp rusl. Á Facebooksíðu Blönduskóla er sagt frá því að börnin í skólanum létu sitt ekki eftir liggja og á mánudaginn drifu nemendur nokkurra bekkja sig út í þeim tilgangi að leggja sitt af mörkum fyrir náttúruna og bæinn sinn.
Meira

Öruggari og öflugri strandveiðar í sumar!

Þverpólitísk samstaða hefur náðst á Alþingi um breytingar á fyrirkomulagi strandveiða þar sem öryggi sjómanna var haft að leiðarljósi. Í sumar verða strandveiðar efldar með auknum aflaheimildum og bátar á hverju svæði fá 12 fasta daga til veiða í hverjum mánuði.
Meira

Góður rekstur Byggðastofnunar

Ársfundur Byggðastofnunar var haldinn í gær á Hótel Laugarbakka í Miðfirði. Á fundinum hélt samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra erindi þar sem m.a. kom fram að hann hefði í hyggju að skipa starfshóp sem fær það hlutverk að meta þörf fyrir endurskoðun laga um Byggðastofnun, sem eru frá árinu 1999. Hann kvaðst telja eðlilegt að lagaumhverfið sé yfirfarið reglulega og tryggt að það styðji á hverjum tíma við hlutverk og gildi stofnunarinnar.
Meira

Skagastrandarlistinn kynnir framboð sitt

Framboðslisti Skagastrandarlistans (H-listi) fyrir sveitarstjórnarkosningar þann 26. maí nk. var samþykktur á fjölmennum fundi stuðningsmanna sem haldinn var í Bjarmanesi í gær. Val á listann fór þannig fram að boðað var til opins fundar viku fyrr þar sem tekin var ákvörðun um að standa að framboði. Á þeim fundi var einnig kosin þriggja manna uppstillingarnefnd sem lagði tilllögu sína fyrir fundinn í gær og var hún samþykkt samhljóða.
Meira

Ráðstefnan Hérna! Núna! á Blönduósi um helgina

Um næstu helgi verður ráðstefnan Hérna!Núna! haldin í gömlu kirkjunni á Blönduósi. Ráðstefnan er ætluð fyrir lista- og handverksmenn á Norðurlandi vestra og er markmið hennar að aðilar úr lista- og menningarsamfélaginu hittist, kynnist og geti sagt frá og sýnt list sína og að vekja athygli á þeirri vinnu sem unnin er á svæðinu á sviði lista og menningar. Verkefnið er styrkt af Uppbyggingasjóði SSNV og er unnið í samstarfi við Ferðamálafélag A-Hún.
Meira

Æfingabúðir í Júdó á Blönduósi

Júdófélagið Pardus á Blönduósi stóð fyrir æfingabúðum í júdó um helgina þar sem iðkendur frá júdódeildum Tindastóls og UMF Selfoss komu í heimsókn. Um fimmtíu júdóiðkendur og þjálfarar tóku þátt í æfingabúðunum, sem voru sambland af júdóæfingum og afþreyingu utan æfingatíma. Á heimasíðu Tindastóls segir að helgin hjá iðkendum félagsins hafi byrjað rétt eftir hádegi á laugardaginn með rútuferð á Blönduós.
Meira

Skagastrandarhöfn auglýsir eftir tilboðum

Skagastrandarhöfn hefur auglýst eftir tilboðum í gerð smábátahafnar sem felst í dýpkun, byggingu skjólgarðs og uppsetningu landstöpla. Verkinu á að vera lokið eigi síðar en 1. nóvember næstkomandi. Útboðsgögn má nálgast hjá Vegagerðinni, Borgartúni 7 í Reykjavík frá og með þriðjudeginum 24. apríl og kosta þau 5.000 kr. Tilboðum skað skilað á sama stað, fyrir klukkan 14:00, þriðjudaginn 8. maí 2018 og verða þau opnuð þar klukkan 14:15 þann dag.
Meira

Unnið að vegastæði og bílaplani við Hrútey

Blönduósbær fékk nýlega úthlutað 32 milljónum króna úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða til þess verkefnis að koma gömlu Blöndubrúnni frá 1897 á sinn stað og gera hana að göngubrú út í Hrútey. Með þeirri framkvæmd batnar aðgengi að eynni samhliða því að elsta samgöngumannvirki á Íslandi verður varðveitt.
Meira

Aðalfundur Samfylkingarinnar í NV-kjördæmi

Kjördæmisráð Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi boðar til aðalfundar sunnudaginn 6. maí 2018 kl. 12-16 í Landnámssetrinu, Borgarnesi. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf. Guðjón Brjánsson, þingmaður kjördæmisins, ávarpar fundinn og tekur þátt í umræðum.
Meira