A-Húnavatnssýsla

X-E Nýtt afl í Húnavatnshreppi

X-E, Nýtt afl í Húnavatnshreppi boðaði stuðningsfólk sitt til fundar á Húnavöllum í gær þar sem lögð var fram og samþykkt tillaga að framboðslista E-listans í sveitarstjórnarkosningunum þann 26. maí nk. Þóra Sverrisdóttir leiðir listann áfram, annað sætið skipar Jón Árni Magnússon og í þriðja sæti er Ingibjörg Sigurðardóttir. Framboðið hefur þrjá af sjö sveitarstjórnarmönnum í Húnavatnshreppi. Listinn er þannig skipaður:
Meira

Steinabollur og Raspterta

„Það verður að teljast heiður að vera boðið að vera með með þrátt fyrir að hafa ekki fasta búsetu í Skagafirði, svo að ekki varð skorast undan þegar Vala og Helgi báðu okkur að taka við og gefa lesendum einhverjar uppáhalds uppskriftir,“ sögðu matgæðingarnir í 16 tölublaði Feykis árið 2016, þau Árdís Kjartansdóttir og Hjörleifur Jóhannesson í Stekkjarbóli í Skagafirði.
Meira

Upplýsingamiðstöð opnar á Blönduósi

Á morgun, sunnudaginn 15. apríl, verður Upplýsingamiðstöð Austur-Húnavatnssýslu opnuð á Blönduósi. Upplýsingamiðstöðin verður til húsa í Aðalgötu 8, í gamla bænum á Blönduósi, í sama húsnæði og verslanirnar Hitt og þetta handverk og Vötnin Angling Service sem fagna eins árs opnunarafmæli þennan dag.
Meira

Sektir við umferðarlagabrotum hækka verulega

Lögreglan á Norðurlandi vestra bendir á það á Facebooksíðu sinni að um næstu mánaðamót tekur gildi ný reglugerð um sektir og önnur viðurlög vegna brota á umferðarlögum og reglum settum samkvæmt þeim. Samkvæmt reglugerðinni munu sektir á mörgum brotum hækka verulega, til að mynda mun sekt við að tala í farsíma undir stýri áttfaldast, fara úr 5.000 krónum í 40.000 krónur. Hér má sjá nokkur dæmi um sektir eftir nýju reglugerðinni.
Meira

Tónleikar Lóuþræla á Blönduósi

Karlakórinn Lóuþrælar munu hefja upp raust sína og syngja í Blönduóskirkju, þriðjudaginn 17. apríl nk. Söngstjóri er Ólafur Rúnarsson, undirleik annast Elinborg Sigurgeirsdóttir og Friðrik M. Sigurðsson, Guðmundur Þorbergsson og Skúli Einarsson syngja einsöng.
Meira

Eldur í jeppa á Blönduósi

Vísir.is segir frá því að betur fór en á horfðist þegar slökkviliðinu á Blönduósi barst tilkynning frá eldvarnakerfi í geymsluhúsnæði Rarik í bænum um klukkan hálf fimm í nótt. Þegar að var komið logaði eldur og húsið fullt af reyk.
Meira

Dalatún 3 er ekki til sölu

Þau leiðu mistök urðu í Feyki, sem út kom í gær, að einbýlishúsið við Dalatún 3 á Sauðárkróki var auglýst til sölu. Þarna var gamall draugur á ferðinni því um gamla auglýsingu var um að ræða. En einbýlishúsið við Sunnuveg 7 á Skagaströnd er hins vegar til sölu.
Meira

Húnavatnshreppur auglýsir tillögu að deiliskipulagi við Þrístapa

Húnavatnshreppur hefur auglýst tillögu að deiliskipulagi við Þrístapa í landi Sveinsstaða í Húnavatnshreppi. Tillagan samanstendur af skipulagsuppdrætti og greinargerð. Meginforsendur deiliskipulagsins eru allar í samræmi við Aðalskipulag Húnavatnshrepps 2010–2022.
Meira

Fyrirhugað fjárhundanámskeið á Blönduósi

Dagana 18. - 20 apríl nk. verður haldið fjárhundanámskeið á Blönduósi sem ætlað er sauðfjárbændum og smölum með Border Collie hunda. Markmið námskeiðsins er að þátttakendur fái leiðsögn í þjálfun Border Collie hunda þannig að hundarnir geti sótt og rekið sauðfé og nýst almennt sem fjárhundar. Markmið margra er einnig að þjálfa hundana það vel að þeir geti smalað fé í keppnisbraut þar sem það er sótt, rekið í gegnum nokkur hlið og inn í rétt. Nú á tímum, þegar fólki fækkar til sveita, verða smalamennskur erfiðari viðfangs og er því ljóst að mikilvægi þess að hafa góðan smalahund eykst.
Meira

Vilja matráð við Blönduskóla

Fræðslunefnd Blönduósbæjar kom sama til fundar í gær og var farið yfir nokkur mál. M.a. var það lagt til við sveitastjórn að samið verði við Þuríði Þorláksdóttur, aðstoðarskólastjóra, að leysa Þórhöllu Guðbjartsdóttur, skólastjóri Blönduskóla, af til eins árs en hún er að fara í árs námsleyfi. Nefndin leggur jafnframt til að, gangi sú ráðning eftir, verði auglýst staða aðstoðarskólastjóra til eins árs.
Meira