A-Húnavatnssýsla

Gamli góði vinur - Áskorendapenni Guðrún Þórbjarnardóttir, brottfluttur Skagstrendingur

Það góða við að eldast er lífsreynslan, maður róast og fer að skoða hlutina í öðru ljósi. Forgangsröðin verður önnur. Bernskan og vinir bernskunnar birtast manni í öðru ljósi heldur en áður.
Meira

Björn Líndal lætur af störfum sem framkvæmdastjóri SSNV

Björn Líndal Traustason, framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, hefur sagt upp störfum hjá samtökunum. Björn tók við starfi sem framkvæmdastjóri SSNV í október 2015 og var þá valinn úr hópi 16 umsækjenda.
Meira

Salat, þriggja korna brauð og eftirréttur með hindberjasósu

Ásta Sveinsdóttir á Fosshóli í Húnaþingi vestra var matgæðingur vikunnar í 17. tbl. Feykis 2016. Hún bauð upp á rækju-, avókadó- og mangósalat, fjögurra korna brauð sem má baka hvort sem er í brauðvél eða á hefðbundinn hátt og eftirrétt með hindberjasósu.
Meira

Síðasta mótið í SAH mótaröðinni

Síðasta mót vetrarins í SAH mótaröðinni fór fram í reiðhöllinni Arnargerði á föstudagskvöldið 13. apríl sl. þar sem keppt var í fimmgangi í fullorðinsflokkum og T7 í öllum flokkum. Þátttaka var með ágætum og voru skráningar rúmlega 30.
Meira

Gleðilegt sumar

Sumardagurinn fyrsti er í dag. Hann er einnig kallaður Yngismeyjardagur og er fyrsti dagur Hörpu, sem er fyrstur af sex sumarmánuðum í gamla norræna tímatalinu. Sumardagurinn fyrsti er í almanakinu talinn annar fimmtudagur eftir Leonisdag sem er 11. apríl hvert ár, eða með öðrum orðum fyrsti fimmtudagur eftir þann 18. Hann er því aldrei fyrr en 19. apríl og ekki síðar en þann 25. Á þessum tíma er hlýnun á vori komin vel í gang, meðalhiti 25. apríl er 0,3 stigum hærri en 19. apríl.
Meira

Útskrifuðust frá Opinni smiðju - Beint frá býli

Farskólinn á Norðurlandi vestra útskrifaði sl. mánudag þátttakendur sem stundað hafa nám í Opin smiðja - Beint frá býli. Smiðjan var kennd í samstarfi Farskólans, SSNV - samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra og Vörusmiðju BioPol á Skagaströnd.
Meira

Nýtt framboð í Húnavatnshreppi - N-listinn

Nýtt famboð býður fram í Húnavatnshreppi í komandi sveitarstjórnarkosningum undir bókstafnum N. Ragnhildur Haraldsdóttir, Stóradal skipar fyrsta sæti listans, Sverrir Þór Sverrisson, Auðkúlu 3 er í öðru sæti og í þriðja sæti er Þóra Margrét Lúthersdóttir, Forsæludal. Björn Björnsson á Ytri-Löngumýri skipar 14. sætið, heiðurssæti listans.
Meira

Aukin áhersla í samgöngu- og byggðamálum

Nú stendur yfir umræða um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Þar er gert ráð fyrir sérstöku átaki í samgönguframkvæmdum á árunum 2019-2021, samtals um 16,5 milljarða króna. Áhersla verður á greiðar og öruggar samgöngur allt árið í þeim verkefnum sem unnin verða. Strax á fyrsta ári áætlunarinnar er aukningin til málefnasviðsins 4,3 milljarðar króna frá fjárlögum 2018. Ætlunin er að klára Dýrafjarðargöng og tvöfalda Kjalarnesveg. Unnið er að samgönguáætlun sem á að leggja fyrir í haust.
Meira

A-listi, Listi framtíðar í Húnavatnshreppi

A-listi, Listi framtíðar í Húnavatnshreppi hefur verið ákveðinn fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 26. maí næstkomandi. Jón Gíslason skipar fyrsta sæti listans, í öðru sæti er Berglind Hlín Baldursdóttir og Jóhanna Magnúsdóttir í því þriðja.
Meira

Freyja Lubina sigraði í stærðfræðikeppninni

Stærðfræðikeppni Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, Menntaskólans á Tröllaskaga og 9. bekkjar fór fram í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki sl. föstudag. Þetta er 21. árið sem keppnin er haldin en hún er samstarfsverkefni FNV, MTR , grunnskóla, stofnana og fyrirtækja á Norðurlandi vestra auk þess sem fyrirtæki utan kjördæmisins koma að verkefninu. Kennarar í stærðfræði við FNV báru hitann og þungann af samningu og yfirferð keppnisgagna en grunnskólarnir sáu um fyrirlögn dæmanna í undankeppninni sem fór fram í mars og tóku nemendur frá Norðurlandi vestra, Fjallabyggð og Dalvíkurskóla þátt í henni.
Meira